Vilja 900 milljónir í flug á Akureyri og Egilsstaði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. desember 2015 07:00 Millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll og Akureyrarflugvöll er sögð myndu bæta nýtingu hótela og annarra innviða á svæðunum. vísir/vilhelm Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að gera tillögur að því hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík leggur til að ríkissjóður setji 900 milljónir króna á þremur árum til að styrkja flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum. „Væntur ávinningur ríkissjóðs er margvíslegur, beint og óbeint, en beinar árlegar skatttekjur ríkissjóðs af auknu flugi geta numið 3-400 milljónum króna sé þó aðeins miðað við tvö flug á viku allt árið,“ segir í niðurstöðum starfshópsins. „Miðað við þetta má gera ráð fyrir að það sé engin áhætta fyrir ríkissjóð heldur fái ríkissjóður allt sitt framlag til baka en njóti síðan beins afraksturs í formi skatttekna að liðnum þremur árum.“Matthías Imsland var formaður starfshópsins.Starfshópurinn leggur til að stofnaður verið Flugþróunarsjóður sem skiptist í annars vegar Markaðsþróunarsjóð og hins vegar Áfangastaðasjóð. Matthías Páll Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra og fyrrverandi forstjóri Iceland Express, var formaður starfshópsins. „Sjóðirnir skulu virka hvetjandi á erlenda sem innlenda aðila og framlag þeirra vera viðbót við framlag annarra þróunaraðila (landshlutar, flugfélög, markaðsþróunarfélög) og greiðast eftir að flug er hafið, nánar tiltekið þegar lágmarkstímabili hefur verið náð og svo mánaðarlega eftir það,“ útskýrir starfshópurinn. „Stuðningurinn er til þess að byggja upp nýja leið og er annars vegar niðurgreiðsla á áhættu við að byggja upp nýja leið og hins vegar stuðningur við markaðssetningu áfangastaðar.“ Í skýrslu hópsins er rakið að nýting hótelherbergja er umtalsvert lakari á Norður- og Austurlandi en á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega utan háannar. Miðað er við í útreikningum að tekjur séu 20.900 krónur á hvern ferðamann á sólarhring að sumri en 34.835 krónur að vetri. „Samkvæmt könnun Ferðamálastofu koma 35 prósent ferðamanna sem koma til landsins að sumri til Norðurlands en aðeins 13 prósent að vetri. Á Austurlandi er hlutfallið 29 prósent að sumri en 11 prósent að vetri,“ bendir starfshópurinn á. Lagt er til að leiðaþróunarsjóður styrki flugrekstraraðila um vissa upphæð í eftir því hvenær árs flogið er. Sumarmánuðina þrjá sé gerð krafa um minnst eitt flug á viku og þá fáist greiddar tíu evrur (um 1.420 krónur) á hvern farþega. Sé bætt við minnst átta flugferðum í september eða maí fáist 12 evrur (1.700 krónur) á hvern farþega. Á veturna fáist 15 evra (2.130 króna styrkur) á farþega sé flogið einu sinni í viku. Þá verði að vera minnst tólf flug sem flogin séu í minnst sex flugferða seríu. Sérstökum markaðsþróunarsjóði er síðan ætlað að styrkja hverja flugleið um að lágmarki 10 milljónir króna óháð fjölda farþega. „Farið verði fram á mótframlag samningsaðila, það er króna á móti krónu,“ segir starfshópurinn. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs kvaðst fagna þessum niðurstöðum starfshópsins á fundi sínum á Egilsstöðum í síðustu viku. Fréttir af flugi Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að gera tillögur að því hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík leggur til að ríkissjóður setji 900 milljónir króna á þremur árum til að styrkja flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum. „Væntur ávinningur ríkissjóðs er margvíslegur, beint og óbeint, en beinar árlegar skatttekjur ríkissjóðs af auknu flugi geta numið 3-400 milljónum króna sé þó aðeins miðað við tvö flug á viku allt árið,“ segir í niðurstöðum starfshópsins. „Miðað við þetta má gera ráð fyrir að það sé engin áhætta fyrir ríkissjóð heldur fái ríkissjóður allt sitt framlag til baka en njóti síðan beins afraksturs í formi skatttekna að liðnum þremur árum.“Matthías Imsland var formaður starfshópsins.Starfshópurinn leggur til að stofnaður verið Flugþróunarsjóður sem skiptist í annars vegar Markaðsþróunarsjóð og hins vegar Áfangastaðasjóð. Matthías Páll Imsland, aðstoðarmaður velferðarráðherra og fyrrverandi forstjóri Iceland Express, var formaður starfshópsins. „Sjóðirnir skulu virka hvetjandi á erlenda sem innlenda aðila og framlag þeirra vera viðbót við framlag annarra þróunaraðila (landshlutar, flugfélög, markaðsþróunarfélög) og greiðast eftir að flug er hafið, nánar tiltekið þegar lágmarkstímabili hefur verið náð og svo mánaðarlega eftir það,“ útskýrir starfshópurinn. „Stuðningurinn er til þess að byggja upp nýja leið og er annars vegar niðurgreiðsla á áhættu við að byggja upp nýja leið og hins vegar stuðningur við markaðssetningu áfangastaðar.“ Í skýrslu hópsins er rakið að nýting hótelherbergja er umtalsvert lakari á Norður- og Austurlandi en á höfuðborgarsvæðinu, sérstaklega utan háannar. Miðað er við í útreikningum að tekjur séu 20.900 krónur á hvern ferðamann á sólarhring að sumri en 34.835 krónur að vetri. „Samkvæmt könnun Ferðamálastofu koma 35 prósent ferðamanna sem koma til landsins að sumri til Norðurlands en aðeins 13 prósent að vetri. Á Austurlandi er hlutfallið 29 prósent að sumri en 11 prósent að vetri,“ bendir starfshópurinn á. Lagt er til að leiðaþróunarsjóður styrki flugrekstraraðila um vissa upphæð í eftir því hvenær árs flogið er. Sumarmánuðina þrjá sé gerð krafa um minnst eitt flug á viku og þá fáist greiddar tíu evrur (um 1.420 krónur) á hvern farþega. Sé bætt við minnst átta flugferðum í september eða maí fáist 12 evrur (1.700 krónur) á hvern farþega. Á veturna fáist 15 evra (2.130 króna styrkur) á farþega sé flogið einu sinni í viku. Þá verði að vera minnst tólf flug sem flogin séu í minnst sex flugferða seríu. Sérstökum markaðsþróunarsjóði er síðan ætlað að styrkja hverja flugleið um að lágmarki 10 milljónir króna óháð fjölda farþega. „Farið verði fram á mótframlag samningsaðila, það er króna á móti krónu,“ segir starfshópurinn. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs kvaðst fagna þessum niðurstöðum starfshópsins á fundi sínum á Egilsstöðum í síðustu viku.
Fréttir af flugi Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent