Af íþróttaafrekum kvenna og karla Dóra Magnúsdóttir skrifar 29. desember 2015 07:00 Tilkynnt verður um Íþróttamann ársins, sem valinn er af Samtökum íþróttafréttamanna, þann 30. desember nk. Kjörið hefur vakið athygli á undanförnum árum vegna gríðarlegs kynjahalla. Þannig hefur umræðan um ójafnréttið skyggt á glæsileg afrek þess íþróttafólks sem hlotið hefur verðlaunin. Frá árinu 1956 hafa 4 konur verið sæmdar þessari heiðursnafnbót en 55 karlar. Óvíða er ójafnréttið meira en í íþróttum. Glöggir femínistar hafa kortlagt umfjöllun á íþróttafréttasíðum dagblaðanna á árinu og komist að því að umfjöllun um afrek kvenna er á bilinu 0-10%. Í fréttabréfi íþróttafélags barnanna minna, þar sem dóttir mín og sonur æfa sínar íþróttir, mátti sjá 23 myndir tengdar greinum af strákastarfinu, 5 myndir af stelpum og 10 myndir voru kynhlutlausar. Fréttnæmt þótti á árinu að drengjalið fékk stóran bikar en stúlkur lítinn bikar á ónefndu íþróttamóti; sama mót, sami aldur og sama íþrótt. Um mistök var að ræða en einhverra hluta vegna fór þetta ekki á hinn veginn; að drengirnir fengu óvart litla bikarinn. Meira er lagt í aðstöðu fyrir íþróttir sem eru vinsælli meðal drengja (s.s. fótbolta) og minna í aðstöðu fyrir íþróttir sem eru vinsælli meðal stúlkna (s.s. fimleika). Meira fé er varið í íþróttastarf karla, þeir hafa meiri möguleika á að starfa sem atvinnumenn í íþróttum og ungar stúlkur hætta fyrr að stunda íþróttir. Og svo framvegis. ÍTR skoraði nýlega á samtökin að velja bæði íþróttamann og íþróttakonu ársins og auka þannig sýnileika kvenna í íþróttum: „Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur vill skora á Samtök íþróttafréttamanna, sem standa árlega að vali Íþróttamanns Íslands, að breyta núverandi fyrirkomulagi þannig að bæði verði fyrir valinu Íþróttamaður og Íþróttakona Íslands. Fyrirmyndir hvetja ungt fólk til frekari dáða og því mikilvægt að bæði kynin séu sýnileg börnum og ungmennum.“ Ef samtökin taka þetta mikilvæga skref mun umræðan um verðlaunin hætta að litast af því hvort karl fái verðlaunin í 56. sinn eða kona í 5. sinn. Verðlaunin eiga að snúast um afrekin sjálf og þau eru unnin af bæði körlum og konum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Fréttir ársins 2015 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Tilkynnt verður um Íþróttamann ársins, sem valinn er af Samtökum íþróttafréttamanna, þann 30. desember nk. Kjörið hefur vakið athygli á undanförnum árum vegna gríðarlegs kynjahalla. Þannig hefur umræðan um ójafnréttið skyggt á glæsileg afrek þess íþróttafólks sem hlotið hefur verðlaunin. Frá árinu 1956 hafa 4 konur verið sæmdar þessari heiðursnafnbót en 55 karlar. Óvíða er ójafnréttið meira en í íþróttum. Glöggir femínistar hafa kortlagt umfjöllun á íþróttafréttasíðum dagblaðanna á árinu og komist að því að umfjöllun um afrek kvenna er á bilinu 0-10%. Í fréttabréfi íþróttafélags barnanna minna, þar sem dóttir mín og sonur æfa sínar íþróttir, mátti sjá 23 myndir tengdar greinum af strákastarfinu, 5 myndir af stelpum og 10 myndir voru kynhlutlausar. Fréttnæmt þótti á árinu að drengjalið fékk stóran bikar en stúlkur lítinn bikar á ónefndu íþróttamóti; sama mót, sami aldur og sama íþrótt. Um mistök var að ræða en einhverra hluta vegna fór þetta ekki á hinn veginn; að drengirnir fengu óvart litla bikarinn. Meira er lagt í aðstöðu fyrir íþróttir sem eru vinsælli meðal drengja (s.s. fótbolta) og minna í aðstöðu fyrir íþróttir sem eru vinsælli meðal stúlkna (s.s. fimleika). Meira fé er varið í íþróttastarf karla, þeir hafa meiri möguleika á að starfa sem atvinnumenn í íþróttum og ungar stúlkur hætta fyrr að stunda íþróttir. Og svo framvegis. ÍTR skoraði nýlega á samtökin að velja bæði íþróttamann og íþróttakonu ársins og auka þannig sýnileika kvenna í íþróttum: „Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur vill skora á Samtök íþróttafréttamanna, sem standa árlega að vali Íþróttamanns Íslands, að breyta núverandi fyrirkomulagi þannig að bæði verði fyrir valinu Íþróttamaður og Íþróttakona Íslands. Fyrirmyndir hvetja ungt fólk til frekari dáða og því mikilvægt að bæði kynin séu sýnileg börnum og ungmennum.“ Ef samtökin taka þetta mikilvæga skref mun umræðan um verðlaunin hætta að litast af því hvort karl fái verðlaunin í 56. sinn eða kona í 5. sinn. Verðlaunin eiga að snúast um afrekin sjálf og þau eru unnin af bæði körlum og konum.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun