Tugir farþega Icelandair urðu strandaglópar í Bergen Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. desember 2015 16:52 Farþegarnir fóru með flugi Icelandair frá Bergen á hádegi í dag, sólarhring síðar en áætlað var, og lenti vélin í Keflavík núna í eftirmiðdaginn. vísir/anton brink Flugi Icelandair sem fara átti frá Bergen í Noregi til Keflavíkur klukkan 12 á hádegi í gær var aflýst með þeim afleiðingum að tugir farþega urðu strandaglópar í borginni. Biðu farþegarnir í allt að átta klukkutíma á flugvellinum áður en í ljós kom að ekkert yrði af fluginu til Íslands. Að því er fram kemur á heimasíðu Keflavíkurflugvallar átti flugvél Icelandair að fara héðan til Bergen klukkan 8 í gærmorgun en fór ekki í loftið fyrr en 11.25. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair varð töfin vegna veðurs í Bergen en flugvellinum þar var lokað um tíma sem varð til þess að ekki var hægt að lenda á vellinum. Flugvél Icelandair fór því til Stavangurs en undir venjulegum kringumstæðum hefði hún fyrst lent í Bergen, síðan flogið til Stavangurs og þaðan til Keflavíkur. Í Stavangri freistaði áhöfnin þess að bíða af sér veðrið í Bergen en eftir því sem tíminn leið varð ljóst að ekki yrði hægt að fljúga til Bergen og þaðan Keflavíkur vegna reglna um hvíldartíma flugáhafna. Því var tekin ákvörðun um að fljúga frá Stavangri til Keflavíkur sem þýddi að þeir farþegar sem ætluðu frá Keflavík til Bergen þurftu að komast þangað með öðrum flugfélögum. Þá þurftu þeir farþegar sem voru fastir í Bergen að dvelja á hóteli í nótt en Icelandair greiddi fyrir gistingu og mat sem og fargjaldið fyrir þá sem þurftu að fara frá Stavangri til Bergen. Farþegarnir fóru svo með flugi Icelandair frá Bergen á hádegi í dag, sólarhring síðar en áætlað var, og lenti vélin í Keflavík núna í eftirmiðdaginn. Fréttir af flugi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Flugi Icelandair sem fara átti frá Bergen í Noregi til Keflavíkur klukkan 12 á hádegi í gær var aflýst með þeim afleiðingum að tugir farþega urðu strandaglópar í borginni. Biðu farþegarnir í allt að átta klukkutíma á flugvellinum áður en í ljós kom að ekkert yrði af fluginu til Íslands. Að því er fram kemur á heimasíðu Keflavíkurflugvallar átti flugvél Icelandair að fara héðan til Bergen klukkan 8 í gærmorgun en fór ekki í loftið fyrr en 11.25. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair varð töfin vegna veðurs í Bergen en flugvellinum þar var lokað um tíma sem varð til þess að ekki var hægt að lenda á vellinum. Flugvél Icelandair fór því til Stavangurs en undir venjulegum kringumstæðum hefði hún fyrst lent í Bergen, síðan flogið til Stavangurs og þaðan til Keflavíkur. Í Stavangri freistaði áhöfnin þess að bíða af sér veðrið í Bergen en eftir því sem tíminn leið varð ljóst að ekki yrði hægt að fljúga til Bergen og þaðan Keflavíkur vegna reglna um hvíldartíma flugáhafna. Því var tekin ákvörðun um að fljúga frá Stavangri til Keflavíkur sem þýddi að þeir farþegar sem ætluðu frá Keflavík til Bergen þurftu að komast þangað með öðrum flugfélögum. Þá þurftu þeir farþegar sem voru fastir í Bergen að dvelja á hóteli í nótt en Icelandair greiddi fyrir gistingu og mat sem og fargjaldið fyrir þá sem þurftu að fara frá Stavangri til Bergen. Farþegarnir fóru svo með flugi Icelandair frá Bergen á hádegi í dag, sólarhring síðar en áætlað var, og lenti vélin í Keflavík núna í eftirmiðdaginn.
Fréttir af flugi Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira