Ofsaveðri spáð á morgun sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. desember 2015 11:17 Spá fyrir meðalvindhraða kl. 06 miðvikudaginn 30. desember. Rauðir, gulbrúnir og bleikir litir tákna hættulegasta vindinn. Vindaspá þessi er reiknuð af Veðurstofu Íslands með Harmonie veðurlíkaninu. Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri austantil á landinu í nótt og í fyrramálið, fyrst suðaustanlands. Fólk er því hvatt til að festa lausamuni og eigendur báta til að tryggja báta sína. Búist er við að í kvöld hvessi, austanstormi eða roki, 20 til 27 metrum á sekúndu. Suðlægari þegar líði á nóttina og gæti vindur náð fárviðri eða allt að 33 metrum á sekúndu á Austfjörðum. Talsvert hægari norðaustan og síðar norðaustan og síðar norðanátt um landið vestanvert. Úrkoma verður í formi rigningar og á köflum talsverð rigning suðaustan- og austantil. Rigning eða slydda á köflum annars staðar. Í fyrramálið snýst suðvestan 18 til 25 með skúrum og síðar éljum en dregur síðan smám saman úr vindi og kólnar. Samfara svona veðurhæð, lágum loftþrýstingi og stöðu sjávarfalla ( flóð eftir miðnætti austantil á landinu) má búast við að sjávarstaða verði talsvert. Í viðvörun frá Veðurstofu Ísland segir að langt suður í hafi sé 958 mb ört vaxandi hæð sem fari hratt til norðurs. Gert sé ráð fyrir að loftþrýstingur verði um 934 mb þegar hún komi upp að suðausturströndinni fljótlega eftir miðnætti í kvöld og 933 mb við Melrakkasléttu um klukkan sjö í fyrramálið. Lægðin haldi síðan áfram til norðurs og þá fari veður batnandi. Stutt spá fyrir landið í kvöld og nótt.Suðaustan 8-15 m/s og slydda með köflum eða él, en úrkomulítið NA-lands. Hiti um eða yfir frostmarki. Ört vaxandi austan- og norðaustanátt í kvöld, víða 18-23 upp úr miðnætti, en 23-28 og mikil rigning eða slydda á SA- og A-landi. Sunnan 25-33 A-til á landinu seint í nótt og fyrramálið, hvassast austast. Snýst í suðvestan 15-25 á morgun, hvassast norðantil. Rigning eða slydda og síðar él. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Veður Tengdar fréttir „Sögulegum stormi“ spáð á Íslandi á morgun Djúp lægð nálgast landið óðfluga og spá fjölmiðlar ytra því að stormurinn verði „sögulegur“. Er hann talinn verða svo öflugur að met verði slegin. 29. desember 2015 09:59 Fylgstu með storminum nálgast Veðurstofan hefur varað við stormi víða á landinu í dag en búast má við roki eða ofsaveðri austantil á landinu. 29. desember 2015 09:28 Norðurljósasýning víðast hvar á morgun Búast má við norðurljósasýningu hér á landi næstu tvo daga. 29. desember 2015 11:06 Djúp lægð á leið yfir landið Búast má við roki eða ofsaveðri austantil á landinu en í kvöld hvessir ört og í nótt fer mjög djúp lægð norður yfir landið. 29. desember 2015 08:09 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri austantil á landinu í nótt og í fyrramálið, fyrst suðaustanlands. Fólk er því hvatt til að festa lausamuni og eigendur báta til að tryggja báta sína. Búist er við að í kvöld hvessi, austanstormi eða roki, 20 til 27 metrum á sekúndu. Suðlægari þegar líði á nóttina og gæti vindur náð fárviðri eða allt að 33 metrum á sekúndu á Austfjörðum. Talsvert hægari norðaustan og síðar norðaustan og síðar norðanátt um landið vestanvert. Úrkoma verður í formi rigningar og á köflum talsverð rigning suðaustan- og austantil. Rigning eða slydda á köflum annars staðar. Í fyrramálið snýst suðvestan 18 til 25 með skúrum og síðar éljum en dregur síðan smám saman úr vindi og kólnar. Samfara svona veðurhæð, lágum loftþrýstingi og stöðu sjávarfalla ( flóð eftir miðnætti austantil á landinu) má búast við að sjávarstaða verði talsvert. Í viðvörun frá Veðurstofu Ísland segir að langt suður í hafi sé 958 mb ört vaxandi hæð sem fari hratt til norðurs. Gert sé ráð fyrir að loftþrýstingur verði um 934 mb þegar hún komi upp að suðausturströndinni fljótlega eftir miðnætti í kvöld og 933 mb við Melrakkasléttu um klukkan sjö í fyrramálið. Lægðin haldi síðan áfram til norðurs og þá fari veður batnandi. Stutt spá fyrir landið í kvöld og nótt.Suðaustan 8-15 m/s og slydda með köflum eða él, en úrkomulítið NA-lands. Hiti um eða yfir frostmarki. Ört vaxandi austan- og norðaustanátt í kvöld, víða 18-23 upp úr miðnætti, en 23-28 og mikil rigning eða slydda á SA- og A-landi. Sunnan 25-33 A-til á landinu seint í nótt og fyrramálið, hvassast austast. Snýst í suðvestan 15-25 á morgun, hvassast norðantil. Rigning eða slydda og síðar él. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.
Veður Tengdar fréttir „Sögulegum stormi“ spáð á Íslandi á morgun Djúp lægð nálgast landið óðfluga og spá fjölmiðlar ytra því að stormurinn verði „sögulegur“. Er hann talinn verða svo öflugur að met verði slegin. 29. desember 2015 09:59 Fylgstu með storminum nálgast Veðurstofan hefur varað við stormi víða á landinu í dag en búast má við roki eða ofsaveðri austantil á landinu. 29. desember 2015 09:28 Norðurljósasýning víðast hvar á morgun Búast má við norðurljósasýningu hér á landi næstu tvo daga. 29. desember 2015 11:06 Djúp lægð á leið yfir landið Búast má við roki eða ofsaveðri austantil á landinu en í kvöld hvessir ört og í nótt fer mjög djúp lægð norður yfir landið. 29. desember 2015 08:09 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
„Sögulegum stormi“ spáð á Íslandi á morgun Djúp lægð nálgast landið óðfluga og spá fjölmiðlar ytra því að stormurinn verði „sögulegur“. Er hann talinn verða svo öflugur að met verði slegin. 29. desember 2015 09:59
Fylgstu með storminum nálgast Veðurstofan hefur varað við stormi víða á landinu í dag en búast má við roki eða ofsaveðri austantil á landinu. 29. desember 2015 09:28
Norðurljósasýning víðast hvar á morgun Búast má við norðurljósasýningu hér á landi næstu tvo daga. 29. desember 2015 11:06
Djúp lægð á leið yfir landið Búast má við roki eða ofsaveðri austantil á landinu en í kvöld hvessir ört og í nótt fer mjög djúp lægð norður yfir landið. 29. desember 2015 08:09