Bretar setja met í eyðslu auglýsingafjár fyrir jólin Sæunn Gísladóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Mikið hefur verið auglýst í Bretlandi að undanförnu, einkum í sjónvarpi. Bresk fyrirtæki munu verja 310 milljónum punda, jafnvirði 60 milljarða íslenskra króna, í sjónvarpsauglýsingar fyrir jólin í ár. Þetta er metár í jólaauglýsingum og hafa fyrirtæki ekki eytt jafn miklu í þær síðan árið 1998 samkvæmt frétt breska dagblaðsins The Guardian. Talið er að svokallaður „svartur föstudagur" og „stafrænn mánudagur" í kringum þakkargjörðarhátíðina og hækkun á auglýsingaverði í sjónvarpi séu meðal annars orsök þessarar þróunar. Auglýsingamarkaðurinn í bresku sjónvarpi mun samkvæmt spám vaxa um að minnsta kosti 8 prósent á þessu ári í tæplega fjóra milljarða breskra punda, jafnvirði 770 milljarða íslenskra króna. Þetta er mesti vöxtur í geiranum í tuttugu ár. Það sem ýtti undir vöxt á sjónvarpsauglýsingamarkaði í ár voru meðal annars íþróttaviðburðir eins og heimsmeistaramótið í rúgbí. Sjónvarpsauglýsingamarkaðurinn tók dýfu árið 2009 þegar tekjur drógust saman um 14,1 prósent á árinu. Það var versta kreppa sem auglýsingamarkaðurinn hafði gengið í gegnum í Bretlandi. Hann hefur farið vaxandi síðan þá. Spáð er áframhaldandi vexti á breska auglýsingamarkaðnum árið 2016. ZenithOptimedia spáir 9,7 prósent vexti í geiranum og að heildartekjur muni nema 17,3 milljörðum punda, jafnvirði 2.200 milljarða íslenskra króna. Spáð er því að vöxtur á sjónvarpsauglýsingamarkaði muni dragast saman um 5 prósent en að heildartekjur muni hins vegar nema 4,1 milljarði punda, jafnvirði 500 milljarða íslenskra króna. Auglýsingar í dagblöðum munu einnig dragast saman um 6,3 prósent á árinu. Auglýsingar á netinu munu hins vegar hækka um 17,0 prósent og nema 9,4 milljörðum punda, jafnvirði 1.200 milljarða íslenskra króna árið 2016. Talið er að mikil aukning verði á alþjóðlegum auglýsingamarkaði á næsta ári í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum, Ólympíuleikanna í Ríó og evrópumeistaramótinu í fótbolta. Talið er að forsetakosningar muni auka auglýsingatekjur í Bandaríkjunum um 2,3 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 300 milljarða íslenskra króna, sérstaklega í formi sjónvarpsauglýsinga og netauglýsinga. Þá munu Ólympíuleikarnir auka tekjur á alþjóðlegum auglýsingamarkaði um að minnsta kosti tvo milljarða bandaríkjadala, eða um 250 milljarða króna. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bresk fyrirtæki munu verja 310 milljónum punda, jafnvirði 60 milljarða íslenskra króna, í sjónvarpsauglýsingar fyrir jólin í ár. Þetta er metár í jólaauglýsingum og hafa fyrirtæki ekki eytt jafn miklu í þær síðan árið 1998 samkvæmt frétt breska dagblaðsins The Guardian. Talið er að svokallaður „svartur föstudagur" og „stafrænn mánudagur" í kringum þakkargjörðarhátíðina og hækkun á auglýsingaverði í sjónvarpi séu meðal annars orsök þessarar þróunar. Auglýsingamarkaðurinn í bresku sjónvarpi mun samkvæmt spám vaxa um að minnsta kosti 8 prósent á þessu ári í tæplega fjóra milljarða breskra punda, jafnvirði 770 milljarða íslenskra króna. Þetta er mesti vöxtur í geiranum í tuttugu ár. Það sem ýtti undir vöxt á sjónvarpsauglýsingamarkaði í ár voru meðal annars íþróttaviðburðir eins og heimsmeistaramótið í rúgbí. Sjónvarpsauglýsingamarkaðurinn tók dýfu árið 2009 þegar tekjur drógust saman um 14,1 prósent á árinu. Það var versta kreppa sem auglýsingamarkaðurinn hafði gengið í gegnum í Bretlandi. Hann hefur farið vaxandi síðan þá. Spáð er áframhaldandi vexti á breska auglýsingamarkaðnum árið 2016. ZenithOptimedia spáir 9,7 prósent vexti í geiranum og að heildartekjur muni nema 17,3 milljörðum punda, jafnvirði 2.200 milljarða íslenskra króna. Spáð er því að vöxtur á sjónvarpsauglýsingamarkaði muni dragast saman um 5 prósent en að heildartekjur muni hins vegar nema 4,1 milljarði punda, jafnvirði 500 milljarða íslenskra króna. Auglýsingar í dagblöðum munu einnig dragast saman um 6,3 prósent á árinu. Auglýsingar á netinu munu hins vegar hækka um 17,0 prósent og nema 9,4 milljörðum punda, jafnvirði 1.200 milljarða íslenskra króna árið 2016. Talið er að mikil aukning verði á alþjóðlegum auglýsingamarkaði á næsta ári í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum, Ólympíuleikanna í Ríó og evrópumeistaramótinu í fótbolta. Talið er að forsetakosningar muni auka auglýsingatekjur í Bandaríkjunum um 2,3 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði 300 milljarða íslenskra króna, sérstaklega í formi sjónvarpsauglýsinga og netauglýsinga. Þá munu Ólympíuleikarnir auka tekjur á alþjóðlegum auglýsingamarkaði um að minnsta kosti tvo milljarða bandaríkjadala, eða um 250 milljarða króna.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira