Umfjöllun og viðtöl: FSu - KR 96 - 103 | Seiglusigur KR á Selfossi Daníel Rúnarsson í Iðu á Selfossi skrifar 10. desember 2015 18:30 Hlynur Hreinsson, leikmaður FSu. vísir/ernir Íslandsmeistarar KR þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á Selfossi gegn nýliðum FSu. Selfyssingar leiddu mest allan leikinn en reynsla og gæði Vesturbæinga var of mikil í fjórða leikhluta og sigldu þeir sigrinum í höfn að lokum, 96-103. Stútfullir sjálfstrausts eftir óvæntan sigur á liði Keflavíkur í síðustu umferð komu Selfyssingar brjálaðir til leiks og hreinlega kaffærðu Íslandsmeistarana úr Vesturbæ. Nafnarnir Christopher Caird og Christopher Woods settu nánast á sýningu í fyrsta leikhluta og þegar henni yfirlauk var staðan 35-19, Woods með 14 stig og Caird 12. Ótrúleg værukærð yfir KR-liðinu á meðan allt gekk upp hjá FSu. Vesturbæingar eru ekki vanir að fá á sig 35 stig í einum og sama leikhlutanum. Það sást best á leiðtoga liðsins, Helga Má Magnússyni, sem þrátt fyrir að þurfa að sætta sig við að byrja á bekknum í upphafi leiks, kom dýrvitlaus inná í upphafi annars leikhluta og setti fyrstu sjö stig vallarins. En Adam var ekki lengi í paradís, Woods og Caird höfðu þá fengið nóg af sýningu Helga og fóru í sama gír og þeir höfuð verið í allan fyrsta leikhlutann. Fremstir í flokki flottrar liðsheildar FSu liðsins keyrðu þeir forystu sína í 20 stig, 53-33, og allt ætlaði um koll að keyra í Iðu. En KR-ingar eiga ýmis vopn í sínu vopnabúri og tókst að laga stöðuna töluvert með því að setja níu síðustu stig hálfleiksins, staðan 56-46 í hálfleik eftir flautuþrist frá Brynjari Þór Björnssyni. Vesturbæingar komu heldur öflugri til leiks í seinni hálfleik. Mike Craion hafði fengið nóg af skotsýningu Chris Woods og fór að spila harðari vörn á hann. Einnig átti hinn ungi KR-ingur Þórir Þorbjarnarson flottar rispur en þrátt fyrir áhlaup KR-inga bognuðu heimamenn ekki. Baráttan undir körfunni harðnaði umtalsvert og varnir liðanna hertust saman. KR-ingar minnkuðu muninn um fjögur stig og staðan 78-72 að loknum þriðja leikhluta. FSu enn í bílstjórasætinu en KR-ingar farnir að gera sig breiða. Fjórði leikhluti byrjaði eins og sá þriðji. KR-ingar hertu tökin með Mike Craion langfremstan í broddi fylkingar. Áhlaup Vesturbæinga beygði heimamenn í þriðja leikhluta en í þeim fjórða brotnuðu þeir endanlega. Reynslumiklir leikmenn KR-liðsins gengu á lagið, jöfnuðu leikinn 80-80 og komust skömmu seinna yfir, 80-82, í fyrsta skipti síðan á upphafsmínútum leiksins. Með Mike Craion í þeim ham sem hann var, bæði í vörn og sókn, og frábæru framlagi frá Helga Má Magnússyni voru KR-ingar einfaldlega of sterkir fyrir nýliðana, lokatölur leiksins 96-103. Afskaplega svekkjandi fyrir Selfyssinga sem réðu ferðinni í leiknum í rúmar 30 mínútur af 40 en það dugir einfaldlega ekki til gegn jafn sterku liði og KR. KR-ingar geta hinsvegar prísað sig sæla með að fara aftur yfir heiðina með tvö stig í farteskinu. Chris Caird og Woods voru frábærir í liði FSu en þó dró stórlega af þeim þegar líða tók á leikinn. Caird með 30 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar en Woods með 28 stig, 14 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá KR var Mike Craion eins og áður segir í sérflokki, skilaði 39 stigum, 18 fráköstum, stal 3 boltum og varði 3 skot - auk þess að loka algjörlega á Chris Woods í fjórða leikhluta. Með sigrinum halda KR-ingar sér í efsta sætinu ásamt Keflavík en FSu sitja kyrrir fyrir í næst neðsta sæti deildarinnar með 4 stig eftir 10 leiki. Finnur Freyr: Heppnir að ekki fór verr "FSu mættu fullir af sjálfstrausti og gripu okkur bara í bólinu, náðu okkur á hælunum og spiluðu flottan körfubolta fyrstu 15 mínúturnar af leiknum. Þá var það okkar að rífa okkur upp úr þeirri djúpu holu sem við vorum komnir í en sem betur fer náðum við að klóra okkur til baka, sérstaklega með flottri baráttu frá Helga. Þeir settu 35 stig á okkur þarna í fyrsta leikhluta og eru komnir 20 stigum upp fyrir okkur eftir 15 mínútur. Varnarlega vorum við bara ekki með, menn voru týndir. Við vorum í einhverjum skuggaleik, eltum þá um allan völl en það vantaði alla ákveðni og kraft í okkar leik. Í raun vorum við bara heppnir að ekki fór verr." Mikilvægi Helga Más Magnússonar sást vel í leiknum en Helgi skilaði 27 stigum af bekknum í kvöld. "Helgi hefur ekki spilað í 3 mánuði og er því ekki alveg kominn á þann stað sem við viljum að hann sé en hann fer langt á skapinu og setti 27 stig í dag. Hann er leikmaður sem við höfum saknað og í svona leikjum þar sem liðið hikstar þá er hann mikilvægur til að koma okkur inn í leiki." Mike Craion hefur verið töluvert gagnrýndur fyrir að vera ekki í toppformi, þrátt fyrir að vera einn albesti leikmaður liðsins á tímabilinu. "Það er varla að maður þori að segja það en Mike hefur verið á annarri löppinni í allan vetur og verið að klikka á fullt af auvðeldum færum. Í dag tók hann það svolítið til sín að Chris Woods var búinn að jarða hann í fyrri hálfleik og hann svaraði því bara eins og alvöru karlmaður og áttu seinni hálfleikinn nánast einn." sagði Finnur Freyr að lokum sáttur við seiglusigur sinna manna og stigin tvö.Helgi Már Magnússon: Woods fór 20 sinnum til hægri "Fyrir leik hélt ég að við myndum ná að klára þá fyrr í leiknum, en það þýðir ekkert að koma svona út í leikinn. Við höfum ekkert efni á því frekar en önnur lið í deildinni." Þeir nafnar Chris Woods og Chris Caird virtust geta skorað að vild í fyrri hálfleik og vörn KR-inga átti engin svör. "Woods fór þarna til hægri 20 sinnum í leiknum og hann er vissulega góður í því. Caird labbaði svo bara framhjá okkur eins og hann vildi. Í seinni hálfleik vorum við mikið ákveðnari og ýttum þeim meira út úr sínum kerfum, þá fara þeir að taka skot sem þeir eru kannski ekki jafn vanir að taka gengur verr með." Helgi hefur verið mikið frá vegna meiðsla á tímabilinu og byrjaði leikinn á bekknum en skoraði þrátt fyrir það 27 stig. Er hann sáttur við bekkjarsetuna? "Ég var alveg búinn á því hérna í lokin. Ég er búinn að ná rúmri viku af alvöru æfingum og ég fann það í vörninni að menn fóru full auðveldlega framhjá mér, eins og sást hjá Caird sem vissi greinilega af þessu. Maður getur falið þreytuna betur í sókninni. En þetta er allt að koma, þetta er bara körfubolti og ég get alveg byrjað á bekknum eins og hver annar." sagði Helgi Már dauðfeginn stigunum tveimur að leik loknum.Eric: Stýrðum leiknum í 30-35 mínútur "Við lentum í reyndu körfuboltaliði hér í kvöld, það er alveg ljóst. Við stýrðum leiknum í 30-35 mínútur en þegar kom að lokakaflanum þá fóru þeir að ýta okkur út úr okkar flæði og hlutirnir urðu erfiðir. En við spiluðum frábærlega hér á heimavelli loksins og það er ýmislegt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik." sagði Eric Olson þjálfari FSu stoltur af sínum mönnum en súr í bragði að leik loknum. FSu eru einungis með 4 stig að 10 leikjum loknum en er Eric farinn að hafa einhverjar áhyggjur af stöðu liðsins? "Nei, áhyggjur er allavega ekki rétta orðið. Við vitum af leikjum þar sem við getum náð í stig. Við höfum sýnt að við erum í þessari deild af ástæðu, við höfum sýnt að við getum spilað við bestu liðin í deildinni og gefið þeim alvöru leik. Nú þurfum við bara að gera smá áhlaup á seinni hluta tímabilsins. Næsti leikur er reyndar erfiður, gegn Tindastól, og nú þurfum við að setja alla okkar orku í að spila vel á erfiðum útivelli"Chris Caird: Sóknarfráköstin þeirra drápu okkur "Við vorum með þá í rúma þrjá leikhluta en þá var pressan frá þeim einfaldlega orðin of mikil og við vorum búnir á því. Þeir juku pressuna gríðarlega í seinni hálfleik og við hættum að fá skotin okkar. Craion var síðan frábær fyrir þá. Að lokum voru það svo sóknarfráköstin þeirra sem drápu okkur." sagði niðurlútur Chris Caird að leik loknum. FSu hafa gefið flestum liðum í deildinni erfiða leiki en hafa átt í vandræðum með að klára sigrana. Eru 4 stig eftir 10 leiki eitthvað sem leikmenn eru farnir að hafa áhyggjur af? "Auðvitað er þetta í hausnum á mönnum en við eigum ekki að láta þetta hafa áhrif á okkur. Við hefðum átt að vinna fyrstu þrjá leikina og líka þennan leik í kvöld gegn einu besta liði landsins. Við þurfum að vera harðari af okkur í lok leikja, fá varnarstopp og stíga menn út. Ég vil ekki gefa neinar afsakanir en við erum með ungt lið og allir svona leikir fara beint í reynslubankann þeirra. Við erum núnar komnir með Chris Woods sem hefur átt tvo frábæra leiki í röð auk þess sem hann er mikill leiðtogi utan vallar líka. Það eru margir leikir eftir sem við eigum að geta unnið og þannig eigum við að horfa á framhaldið." Bein lýsing: FSu - KRTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira
Íslandsmeistarar KR þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á Selfossi gegn nýliðum FSu. Selfyssingar leiddu mest allan leikinn en reynsla og gæði Vesturbæinga var of mikil í fjórða leikhluta og sigldu þeir sigrinum í höfn að lokum, 96-103. Stútfullir sjálfstrausts eftir óvæntan sigur á liði Keflavíkur í síðustu umferð komu Selfyssingar brjálaðir til leiks og hreinlega kaffærðu Íslandsmeistarana úr Vesturbæ. Nafnarnir Christopher Caird og Christopher Woods settu nánast á sýningu í fyrsta leikhluta og þegar henni yfirlauk var staðan 35-19, Woods með 14 stig og Caird 12. Ótrúleg værukærð yfir KR-liðinu á meðan allt gekk upp hjá FSu. Vesturbæingar eru ekki vanir að fá á sig 35 stig í einum og sama leikhlutanum. Það sást best á leiðtoga liðsins, Helga Má Magnússyni, sem þrátt fyrir að þurfa að sætta sig við að byrja á bekknum í upphafi leiks, kom dýrvitlaus inná í upphafi annars leikhluta og setti fyrstu sjö stig vallarins. En Adam var ekki lengi í paradís, Woods og Caird höfðu þá fengið nóg af sýningu Helga og fóru í sama gír og þeir höfuð verið í allan fyrsta leikhlutann. Fremstir í flokki flottrar liðsheildar FSu liðsins keyrðu þeir forystu sína í 20 stig, 53-33, og allt ætlaði um koll að keyra í Iðu. En KR-ingar eiga ýmis vopn í sínu vopnabúri og tókst að laga stöðuna töluvert með því að setja níu síðustu stig hálfleiksins, staðan 56-46 í hálfleik eftir flautuþrist frá Brynjari Þór Björnssyni. Vesturbæingar komu heldur öflugri til leiks í seinni hálfleik. Mike Craion hafði fengið nóg af skotsýningu Chris Woods og fór að spila harðari vörn á hann. Einnig átti hinn ungi KR-ingur Þórir Þorbjarnarson flottar rispur en þrátt fyrir áhlaup KR-inga bognuðu heimamenn ekki. Baráttan undir körfunni harðnaði umtalsvert og varnir liðanna hertust saman. KR-ingar minnkuðu muninn um fjögur stig og staðan 78-72 að loknum þriðja leikhluta. FSu enn í bílstjórasætinu en KR-ingar farnir að gera sig breiða. Fjórði leikhluti byrjaði eins og sá þriðji. KR-ingar hertu tökin með Mike Craion langfremstan í broddi fylkingar. Áhlaup Vesturbæinga beygði heimamenn í þriðja leikhluta en í þeim fjórða brotnuðu þeir endanlega. Reynslumiklir leikmenn KR-liðsins gengu á lagið, jöfnuðu leikinn 80-80 og komust skömmu seinna yfir, 80-82, í fyrsta skipti síðan á upphafsmínútum leiksins. Með Mike Craion í þeim ham sem hann var, bæði í vörn og sókn, og frábæru framlagi frá Helga Má Magnússyni voru KR-ingar einfaldlega of sterkir fyrir nýliðana, lokatölur leiksins 96-103. Afskaplega svekkjandi fyrir Selfyssinga sem réðu ferðinni í leiknum í rúmar 30 mínútur af 40 en það dugir einfaldlega ekki til gegn jafn sterku liði og KR. KR-ingar geta hinsvegar prísað sig sæla með að fara aftur yfir heiðina með tvö stig í farteskinu. Chris Caird og Woods voru frábærir í liði FSu en þó dró stórlega af þeim þegar líða tók á leikinn. Caird með 30 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar en Woods með 28 stig, 14 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá KR var Mike Craion eins og áður segir í sérflokki, skilaði 39 stigum, 18 fráköstum, stal 3 boltum og varði 3 skot - auk þess að loka algjörlega á Chris Woods í fjórða leikhluta. Með sigrinum halda KR-ingar sér í efsta sætinu ásamt Keflavík en FSu sitja kyrrir fyrir í næst neðsta sæti deildarinnar með 4 stig eftir 10 leiki. Finnur Freyr: Heppnir að ekki fór verr "FSu mættu fullir af sjálfstrausti og gripu okkur bara í bólinu, náðu okkur á hælunum og spiluðu flottan körfubolta fyrstu 15 mínúturnar af leiknum. Þá var það okkar að rífa okkur upp úr þeirri djúpu holu sem við vorum komnir í en sem betur fer náðum við að klóra okkur til baka, sérstaklega með flottri baráttu frá Helga. Þeir settu 35 stig á okkur þarna í fyrsta leikhluta og eru komnir 20 stigum upp fyrir okkur eftir 15 mínútur. Varnarlega vorum við bara ekki með, menn voru týndir. Við vorum í einhverjum skuggaleik, eltum þá um allan völl en það vantaði alla ákveðni og kraft í okkar leik. Í raun vorum við bara heppnir að ekki fór verr." Mikilvægi Helga Más Magnússonar sást vel í leiknum en Helgi skilaði 27 stigum af bekknum í kvöld. "Helgi hefur ekki spilað í 3 mánuði og er því ekki alveg kominn á þann stað sem við viljum að hann sé en hann fer langt á skapinu og setti 27 stig í dag. Hann er leikmaður sem við höfum saknað og í svona leikjum þar sem liðið hikstar þá er hann mikilvægur til að koma okkur inn í leiki." Mike Craion hefur verið töluvert gagnrýndur fyrir að vera ekki í toppformi, þrátt fyrir að vera einn albesti leikmaður liðsins á tímabilinu. "Það er varla að maður þori að segja það en Mike hefur verið á annarri löppinni í allan vetur og verið að klikka á fullt af auvðeldum færum. Í dag tók hann það svolítið til sín að Chris Woods var búinn að jarða hann í fyrri hálfleik og hann svaraði því bara eins og alvöru karlmaður og áttu seinni hálfleikinn nánast einn." sagði Finnur Freyr að lokum sáttur við seiglusigur sinna manna og stigin tvö.Helgi Már Magnússon: Woods fór 20 sinnum til hægri "Fyrir leik hélt ég að við myndum ná að klára þá fyrr í leiknum, en það þýðir ekkert að koma svona út í leikinn. Við höfum ekkert efni á því frekar en önnur lið í deildinni." Þeir nafnar Chris Woods og Chris Caird virtust geta skorað að vild í fyrri hálfleik og vörn KR-inga átti engin svör. "Woods fór þarna til hægri 20 sinnum í leiknum og hann er vissulega góður í því. Caird labbaði svo bara framhjá okkur eins og hann vildi. Í seinni hálfleik vorum við mikið ákveðnari og ýttum þeim meira út úr sínum kerfum, þá fara þeir að taka skot sem þeir eru kannski ekki jafn vanir að taka gengur verr með." Helgi hefur verið mikið frá vegna meiðsla á tímabilinu og byrjaði leikinn á bekknum en skoraði þrátt fyrir það 27 stig. Er hann sáttur við bekkjarsetuna? "Ég var alveg búinn á því hérna í lokin. Ég er búinn að ná rúmri viku af alvöru æfingum og ég fann það í vörninni að menn fóru full auðveldlega framhjá mér, eins og sást hjá Caird sem vissi greinilega af þessu. Maður getur falið þreytuna betur í sókninni. En þetta er allt að koma, þetta er bara körfubolti og ég get alveg byrjað á bekknum eins og hver annar." sagði Helgi Már dauðfeginn stigunum tveimur að leik loknum.Eric: Stýrðum leiknum í 30-35 mínútur "Við lentum í reyndu körfuboltaliði hér í kvöld, það er alveg ljóst. Við stýrðum leiknum í 30-35 mínútur en þegar kom að lokakaflanum þá fóru þeir að ýta okkur út úr okkar flæði og hlutirnir urðu erfiðir. En við spiluðum frábærlega hér á heimavelli loksins og það er ýmislegt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik." sagði Eric Olson þjálfari FSu stoltur af sínum mönnum en súr í bragði að leik loknum. FSu eru einungis með 4 stig að 10 leikjum loknum en er Eric farinn að hafa einhverjar áhyggjur af stöðu liðsins? "Nei, áhyggjur er allavega ekki rétta orðið. Við vitum af leikjum þar sem við getum náð í stig. Við höfum sýnt að við erum í þessari deild af ástæðu, við höfum sýnt að við getum spilað við bestu liðin í deildinni og gefið þeim alvöru leik. Nú þurfum við bara að gera smá áhlaup á seinni hluta tímabilsins. Næsti leikur er reyndar erfiður, gegn Tindastól, og nú þurfum við að setja alla okkar orku í að spila vel á erfiðum útivelli"Chris Caird: Sóknarfráköstin þeirra drápu okkur "Við vorum með þá í rúma þrjá leikhluta en þá var pressan frá þeim einfaldlega orðin of mikil og við vorum búnir á því. Þeir juku pressuna gríðarlega í seinni hálfleik og við hættum að fá skotin okkar. Craion var síðan frábær fyrir þá. Að lokum voru það svo sóknarfráköstin þeirra sem drápu okkur." sagði niðurlútur Chris Caird að leik loknum. FSu hafa gefið flestum liðum í deildinni erfiða leiki en hafa átt í vandræðum með að klára sigrana. Eru 4 stig eftir 10 leiki eitthvað sem leikmenn eru farnir að hafa áhyggjur af? "Auðvitað er þetta í hausnum á mönnum en við eigum ekki að láta þetta hafa áhrif á okkur. Við hefðum átt að vinna fyrstu þrjá leikina og líka þennan leik í kvöld gegn einu besta liði landsins. Við þurfum að vera harðari af okkur í lok leikja, fá varnarstopp og stíga menn út. Ég vil ekki gefa neinar afsakanir en við erum með ungt lið og allir svona leikir fara beint í reynslubankann þeirra. Við erum núnar komnir með Chris Woods sem hefur átt tvo frábæra leiki í röð auk þess sem hann er mikill leiðtogi utan vallar líka. Það eru margir leikir eftir sem við eigum að geta unnið og þannig eigum við að horfa á framhaldið." Bein lýsing: FSu - KRTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Sjá meira