Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 77-100 | Yfirburðir gestanna undir körfunni skiluðu tveimur stigum Ingvi Þór Sæmundsson í Röstinni skrifar 10. desember 2015 21:15 Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Grindavíkur. vísir/ernir Tindastóll vann mjög svo öruggan sigur, 77-100, á Grindavík í 10. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Stólarnir spiluðu vel í leiknum og nýttu sína styrkleika til hins ítrasta. Gestirnir höfðu gríðarlega yfirburði undir körfunni þar sem þeir skoruðu að vild og tóku hvert sóknarfrákastið á fætur öðru. Alls tóku Tindastólsmenn 55 fráköst gegn aðeins 37 hjá Grindavík. Þetta var fjórði leikur Tindastóls undir stjórn Spánverjans Jose Costa og hann virðist vera að gera góða hluti með liðið því frammistaða Stólanna í kvöld minnti á tímabilið í fyrra þegar liðið fór alla leið í úrslit. Grindvíkingar eru hins vegar á undarlegu ferðalagi og hafa tapað sex af síðustu sjö deildarleikjum. Þeir áttu ekkert skilið út úr leiknum í kvöld og þurfa að gefa verulega í ef þeir ætla sér að spila í úrslitakeppninni í vor. Gestirnir frá Sauðárkróki byrjuðu leikinn betur og komust fljótlega í 0-8 og 2-10. Stólararnir fóru mikið inn í teig þar sem höfðu mikla yfirburði gegn Kanalausum Grindvíkingum. Darrel Lewis, Jerome Hill og Helgi Rafn Viggósson voru allsráðandi í teignum og heiammenn réðu sama og ekkert við þá. Grindvíkingar náðu sér betur á strik eftir því sem leið á 1. leikhluta og náðu að minnka muninn niður í 19-21. Heimamenn hittu illa en voru duglegir að koma sér á vítalínuna og fengu sjö stig þaðan í 1. leikhluta. Stólarnir luku 1. leikhlutanum á 5-1 kafla sem gaf tóninn fyrir 2. leikhluta þar sem gestirnir höfðu mikla yfirburði. Tindastóll hafði enn meiri yfirburði inni í teig en til marks um það unnu gestirnir frákastabaráttuna í 2. leikhluta 16-7. Stólarnir voru ekki bara öflugir inni í teig því þeir fengu gott framlag frá Helga Frey Margeirssyni sem setti niður þrjá þrista á skömmum tíma. Á meðan gátu Grindvíkingar ekki keypt sér körfu en skotnýting þeirra í fyrri hálfleik var einungis 26%. Tindastóll náði mest 21 stigs forystu, 25-46, en Grindvíkingar kláruðu fyrri hálfleikinn ágætlega og skoruðu sjö af níu síðustu stigum hans. Fimmtán stigum munaði á liðunum í hálfleik, 33-48, og í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum. Sá litli gluggi sem opnaðist undir lok fyrri hálfleik lokaðist strax í byrjun þess seinni eftir tvo þrista frá Arnþóri Frey Guðmundssyni. Stólarnir voru áfram mun sterkari aðilinn og Grindvíkingar komu aldrei með neitt alvöru áhlaup. Átján stigum munaði á liðunum fyrir lokaleikhlutann, 56-74, og eftir 12-4 byrjun Tindastóls í 4. leikhluta var björninn unninn. Stólarnir héldu Grindvíkingum í öruggri fjarlægð og unnu að lokum 23 stiga sigur, 77-100. Lewis var stigahæstur í liði Tindastóls en hann skoraði 24 stig og hitti úr 11 af 15 skotum sínum utan af velli. Hill var öflugur undir körfunni, skoraði 19 stig og hirti 15 fráköst. Darrell Flake skilaði 18 stigum og átta fráköstum og þá skoraði Helgi Freyr 15 stig en hann hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Helgi Rafn átti sömuleiðis fínan leik með átta stig, sjö fráköst og fjögur varin skot. Hjá Grindvíkingum var fátt um fína drætti. Varnarleikurinn var skelfilega slakur og skotnýtingin aðeins 34%. Lykilmenn fundu sig ekki en til marks um það hittu þeir Jón Axel Guðmundsson og Jóhann Ólafsson aðeins úr samtals fimm af 28 skotum sem þeir tóku í leiknum. Ómar Örn Sævarsson var stigahæstur Grindvíkinga með 12 stig en Páll Axel Vilbergsson kom næstur með 10 stig. Þá átti Hinrik Guðbjartsson ágætis spretti og skoraði níu stig.Jóhann: Gáfum þessu ekki einu sinni séns Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var brúnaþungur í leikslok enda hans menn nýbúnir að tapa með 23 stigum, 77-100, fyrir Tindastóli. "Varnarleikurinn var ekki til staðar og við vorum hræðilegir á þeim enda vallarins," sagði Jóhann. Grindvíkingar spiluðu án Bandaríkjamanns í kvöld og það nýttu Tindastólsmenn sér til hins ítrasta en heimamenn áttu ekki roð í þá undir körfunni. Jóhann hefði samt viljað sjá meira og betra framlag frá sínum mönnum í kvöld. "Við hefðum getað lagt meira á okkur, heilt yfir. Þetta var erfitt, þetta Tindastólslið fór í úrslit í fyrra og þessi Spánverji hefur náð að pússla þessu vel saman. "Það var vitað að þetta yrði erfitt en við gáfum þessi ekki einu sinni séns," sagði Jóhann en Grindvíkingar voru aðeins með 34% skotnýtingu í leiknum. "Í fyrri hálfleik sköpuðum við okkur ágæt færi en við hittum illa. Við vorum á hælunum í vörninni og ef þeir hittu ekki tóku þeir bara sóknarfrákast," sagði Jóhann en Stólarnir tóku alls 18 slík í leiknum. Að sögn Jóhanns stendur leit að nýjum Bandaríkjamanni yfir. Hann staðfesti einnig að Grindvíkingar yrðu Kanalausir fram á næsta ár. "Þetta er í vinnslu og við erum að leita. Eins og ég hef sagt áður get ég ekki lagt inn pöntun og fengið það sem mig vantar. Það þarf að vanda valið," sagði Jóhann að lokum.Helgi Freyr: Liðið er orðið eins og það var í fyrra. Helgi Freyr Margeirsson var að vonum hinn kátasti eftir 23 stiga sigur Tindastóls á Grindavík í Mustad-höllinni í kvöld. "Það er ekki oft sem við höfum tekið sigur hérna í Grindavík en það er alltaf gaman að koma hingað," sagði Helgi sem gerði 15 stig í leiknum og hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum. Hann segir það hafa skipt talsverðu máli að Grindavík er ekki með bandarískan leikmann á þessari stundu. "Það er aðstöðumunur á liðunum, þá vantar útlending. En það er alltaf hættulegt að koma inn í svoleiðis aðstæður," sagði Helgi og bætti við: "Við spiluðum einfalt í sókninni og vorum ákveðnir í vörninni og þetta gekk vel upp." Tímabilið í ár hefur verið ansi sérstakt hjá Tindastóli en Finninn Pieti Poikola var látinn fara eftir aðeins fjóra leiki. Í hans stað fengu Stólarnir Spánverjann José Costa en Helgi ber honum vel söguna. "Þetta hefur gengið ótrúlega vel eftir að við fengum Costa. Hann kemur hlutunum vel frá sér og hann er búinn að kveikja neista í mönnum á ný. "Við erum á fjórðu viku með honum og liðið er orðið eins og það var í fyrra," sagði Helgi en Tindastóll fór sem kunnugt er alla leið í úrslit í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir KR. "Ég held að menn hafi gert svolítið lítið úr því hvað þetta var svakalega mikið sjokk í byrjun móts. Þetta var allt öðruvísi en við vorum vanir og liðið missti taktinn og sjálfstraustið en nú erum við komnir í það sem við þekkjum. "Nú verður ekki aftur snúið og við erum á uppleið," sagði Helgi Freyr að endingu.Bein lýsing: Grindavík - TindastóllTweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira
Tindastóll vann mjög svo öruggan sigur, 77-100, á Grindavík í 10. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Stólarnir spiluðu vel í leiknum og nýttu sína styrkleika til hins ítrasta. Gestirnir höfðu gríðarlega yfirburði undir körfunni þar sem þeir skoruðu að vild og tóku hvert sóknarfrákastið á fætur öðru. Alls tóku Tindastólsmenn 55 fráköst gegn aðeins 37 hjá Grindavík. Þetta var fjórði leikur Tindastóls undir stjórn Spánverjans Jose Costa og hann virðist vera að gera góða hluti með liðið því frammistaða Stólanna í kvöld minnti á tímabilið í fyrra þegar liðið fór alla leið í úrslit. Grindvíkingar eru hins vegar á undarlegu ferðalagi og hafa tapað sex af síðustu sjö deildarleikjum. Þeir áttu ekkert skilið út úr leiknum í kvöld og þurfa að gefa verulega í ef þeir ætla sér að spila í úrslitakeppninni í vor. Gestirnir frá Sauðárkróki byrjuðu leikinn betur og komust fljótlega í 0-8 og 2-10. Stólararnir fóru mikið inn í teig þar sem höfðu mikla yfirburði gegn Kanalausum Grindvíkingum. Darrel Lewis, Jerome Hill og Helgi Rafn Viggósson voru allsráðandi í teignum og heiammenn réðu sama og ekkert við þá. Grindvíkingar náðu sér betur á strik eftir því sem leið á 1. leikhluta og náðu að minnka muninn niður í 19-21. Heimamenn hittu illa en voru duglegir að koma sér á vítalínuna og fengu sjö stig þaðan í 1. leikhluta. Stólarnir luku 1. leikhlutanum á 5-1 kafla sem gaf tóninn fyrir 2. leikhluta þar sem gestirnir höfðu mikla yfirburði. Tindastóll hafði enn meiri yfirburði inni í teig en til marks um það unnu gestirnir frákastabaráttuna í 2. leikhluta 16-7. Stólarnir voru ekki bara öflugir inni í teig því þeir fengu gott framlag frá Helga Frey Margeirssyni sem setti niður þrjá þrista á skömmum tíma. Á meðan gátu Grindvíkingar ekki keypt sér körfu en skotnýting þeirra í fyrri hálfleik var einungis 26%. Tindastóll náði mest 21 stigs forystu, 25-46, en Grindvíkingar kláruðu fyrri hálfleikinn ágætlega og skoruðu sjö af níu síðustu stigum hans. Fimmtán stigum munaði á liðunum í hálfleik, 33-48, og í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum. Sá litli gluggi sem opnaðist undir lok fyrri hálfleik lokaðist strax í byrjun þess seinni eftir tvo þrista frá Arnþóri Frey Guðmundssyni. Stólarnir voru áfram mun sterkari aðilinn og Grindvíkingar komu aldrei með neitt alvöru áhlaup. Átján stigum munaði á liðunum fyrir lokaleikhlutann, 56-74, og eftir 12-4 byrjun Tindastóls í 4. leikhluta var björninn unninn. Stólarnir héldu Grindvíkingum í öruggri fjarlægð og unnu að lokum 23 stiga sigur, 77-100. Lewis var stigahæstur í liði Tindastóls en hann skoraði 24 stig og hitti úr 11 af 15 skotum sínum utan af velli. Hill var öflugur undir körfunni, skoraði 19 stig og hirti 15 fráköst. Darrell Flake skilaði 18 stigum og átta fráköstum og þá skoraði Helgi Freyr 15 stig en hann hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Helgi Rafn átti sömuleiðis fínan leik með átta stig, sjö fráköst og fjögur varin skot. Hjá Grindvíkingum var fátt um fína drætti. Varnarleikurinn var skelfilega slakur og skotnýtingin aðeins 34%. Lykilmenn fundu sig ekki en til marks um það hittu þeir Jón Axel Guðmundsson og Jóhann Ólafsson aðeins úr samtals fimm af 28 skotum sem þeir tóku í leiknum. Ómar Örn Sævarsson var stigahæstur Grindvíkinga með 12 stig en Páll Axel Vilbergsson kom næstur með 10 stig. Þá átti Hinrik Guðbjartsson ágætis spretti og skoraði níu stig.Jóhann: Gáfum þessu ekki einu sinni séns Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var brúnaþungur í leikslok enda hans menn nýbúnir að tapa með 23 stigum, 77-100, fyrir Tindastóli. "Varnarleikurinn var ekki til staðar og við vorum hræðilegir á þeim enda vallarins," sagði Jóhann. Grindvíkingar spiluðu án Bandaríkjamanns í kvöld og það nýttu Tindastólsmenn sér til hins ítrasta en heimamenn áttu ekki roð í þá undir körfunni. Jóhann hefði samt viljað sjá meira og betra framlag frá sínum mönnum í kvöld. "Við hefðum getað lagt meira á okkur, heilt yfir. Þetta var erfitt, þetta Tindastólslið fór í úrslit í fyrra og þessi Spánverji hefur náð að pússla þessu vel saman. "Það var vitað að þetta yrði erfitt en við gáfum þessi ekki einu sinni séns," sagði Jóhann en Grindvíkingar voru aðeins með 34% skotnýtingu í leiknum. "Í fyrri hálfleik sköpuðum við okkur ágæt færi en við hittum illa. Við vorum á hælunum í vörninni og ef þeir hittu ekki tóku þeir bara sóknarfrákast," sagði Jóhann en Stólarnir tóku alls 18 slík í leiknum. Að sögn Jóhanns stendur leit að nýjum Bandaríkjamanni yfir. Hann staðfesti einnig að Grindvíkingar yrðu Kanalausir fram á næsta ár. "Þetta er í vinnslu og við erum að leita. Eins og ég hef sagt áður get ég ekki lagt inn pöntun og fengið það sem mig vantar. Það þarf að vanda valið," sagði Jóhann að lokum.Helgi Freyr: Liðið er orðið eins og það var í fyrra. Helgi Freyr Margeirsson var að vonum hinn kátasti eftir 23 stiga sigur Tindastóls á Grindavík í Mustad-höllinni í kvöld. "Það er ekki oft sem við höfum tekið sigur hérna í Grindavík en það er alltaf gaman að koma hingað," sagði Helgi sem gerði 15 stig í leiknum og hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum sínum. Hann segir það hafa skipt talsverðu máli að Grindavík er ekki með bandarískan leikmann á þessari stundu. "Það er aðstöðumunur á liðunum, þá vantar útlending. En það er alltaf hættulegt að koma inn í svoleiðis aðstæður," sagði Helgi og bætti við: "Við spiluðum einfalt í sókninni og vorum ákveðnir í vörninni og þetta gekk vel upp." Tímabilið í ár hefur verið ansi sérstakt hjá Tindastóli en Finninn Pieti Poikola var látinn fara eftir aðeins fjóra leiki. Í hans stað fengu Stólarnir Spánverjann José Costa en Helgi ber honum vel söguna. "Þetta hefur gengið ótrúlega vel eftir að við fengum Costa. Hann kemur hlutunum vel frá sér og hann er búinn að kveikja neista í mönnum á ný. "Við erum á fjórðu viku með honum og liðið er orðið eins og það var í fyrra," sagði Helgi en Tindastóll fór sem kunnugt er alla leið í úrslit í fyrra þar sem liðið tapaði fyrir KR. "Ég held að menn hafi gert svolítið lítið úr því hvað þetta var svakalega mikið sjokk í byrjun móts. Þetta var allt öðruvísi en við vorum vanir og liðið missti taktinn og sjálfstraustið en nú erum við komnir í það sem við þekkjum. "Nú verður ekki aftur snúið og við erum á uppleið," sagði Helgi Freyr að endingu.Bein lýsing: Grindavík - TindastóllTweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira