Ritstjóri segir lögmann fara vísvitandi með rangfærslur Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2015 16:34 Þær Steinunn Ólína og Kristrún Elsa eru ekki á eitt sáttar og vísar sú fyrrnefnda gagnrýni hinnar síðarnefndu til föðurhúsanna. Kristrún Elsa Harðardóttir skammast í Kvennablaðinu vegna umfjöllunar um albönsku fjölskylduna á Facebooksíðu sinni. Kristrún Elsa er héraðsdómslögmaður hjá Land og lögmenn og eigandi íslensku skjalagerðarinnar en hún vill meina að umfjöllun Kvennablaðsins undir fyrirsögninni „Myrkraverk Útlendingastofnunar náðist á myndband“, um flutning albanskrar fjölskyldu af landi brott sé óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng. Fréttavefurinn mbl.is gerir sér mat úr Facebook-færslu lögmannsins. En þar kemur fram að Kristrún Elsa hafi starfað sem lögmaður hjá Útlendingastofnun við vinnslu hælismála og sé nú, sem sjálfstætt starfandi lögmaður, talsmaður hælisleitenda. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins og henni er ekki skemmt. „Kristrún skilur ekki íslensku – „myrkraverk“ eru framin í skjóli nætur og í umfjöllun Kvennablaðsins er ekki orði minnst á að lögreglan sé „vond“ enda er lögreglan að fylgja fyrirmælum útlendingastofnunnar og finnur þetta ekki upp hjá sjálfri sér. Þannig að gagnrýni Kristrúnar er rugl,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að aðgerðir Útlendingastofnunar séu óvægnar, ófagmannlegar og rangar og vill skila því til föðurhúsanna; gagnrýni Kristrúnar Elsu sé ekki á rökum reist. Og Steinunn furðar sig jafnframt á því að þarna fari talsmaður hælisleitenda. „Ég sendi henni skilaboð sem ég vona að hún fái, svohljóðandi: Sæl Kristrún, í umfjöllun Kvennablaðsins sem þú gagnrýnir á mbl.is er ekki orði hallað á störf lögreglu í þessu tiltekna máli þannig að það er ekki ljóst hvað þér gengur til annað en að fara vísvitandi með rangfærslur sem varla er héraðsdómslögmanni sæmandi.“Mikið er þetta óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng umfjöllun. Sjálf hef ég starfað beggja megin við borðið. Áður sem l...Posted by Kristrún Elsa Harðardóttir on 10. desember 2015 Flóttamenn Tengdar fréttir Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Kristrún Elsa Harðardóttir skammast í Kvennablaðinu vegna umfjöllunar um albönsku fjölskylduna á Facebooksíðu sinni. Kristrún Elsa er héraðsdómslögmaður hjá Land og lögmenn og eigandi íslensku skjalagerðarinnar en hún vill meina að umfjöllun Kvennablaðsins undir fyrirsögninni „Myrkraverk Útlendingastofnunar náðist á myndband“, um flutning albanskrar fjölskyldu af landi brott sé óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng. Fréttavefurinn mbl.is gerir sér mat úr Facebook-færslu lögmannsins. En þar kemur fram að Kristrún Elsa hafi starfað sem lögmaður hjá Útlendingastofnun við vinnslu hælismála og sé nú, sem sjálfstætt starfandi lögmaður, talsmaður hælisleitenda. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins og henni er ekki skemmt. „Kristrún skilur ekki íslensku – „myrkraverk“ eru framin í skjóli nætur og í umfjöllun Kvennablaðsins er ekki orði minnst á að lögreglan sé „vond“ enda er lögreglan að fylgja fyrirmælum útlendingastofnunnar og finnur þetta ekki upp hjá sjálfri sér. Þannig að gagnrýni Kristrúnar er rugl,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að aðgerðir Útlendingastofnunar séu óvægnar, ófagmannlegar og rangar og vill skila því til föðurhúsanna; gagnrýni Kristrúnar Elsu sé ekki á rökum reist. Og Steinunn furðar sig jafnframt á því að þarna fari talsmaður hælisleitenda. „Ég sendi henni skilaboð sem ég vona að hún fái, svohljóðandi: Sæl Kristrún, í umfjöllun Kvennablaðsins sem þú gagnrýnir á mbl.is er ekki orði hallað á störf lögreglu í þessu tiltekna máli þannig að það er ekki ljóst hvað þér gengur til annað en að fara vísvitandi með rangfærslur sem varla er héraðsdómslögmanni sæmandi.“Mikið er þetta óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng umfjöllun. Sjálf hef ég starfað beggja megin við borðið. Áður sem l...Posted by Kristrún Elsa Harðardóttir on 10. desember 2015
Flóttamenn Tengdar fréttir Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31
Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26
Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58