Kristinn og Kayla gáfu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2015 17:10 Kristinn Jónsson og Kayla Grimsley. Vísir/Vilhelm Kristinn Jónsson úr Breiðabliki og Kayla Grimsley úr Þór/KA áttu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildum karla og kvenna á árinu 2015. Þetta kemur fram í bókinni Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson sem var kynnt á fréttamannafundi í dag, þar sem þau fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína frá Bókaútgáfunni Tindi, ásamt þeim sem höfnuðu í næstu sætum á eftir í báðum deildum. Þetta er í fyrsta sinn sem Kristinn á flestar stoðsendingar en þær voru 9 talsins hjá honum í deildinni í ár. Grimsley hlýtur hinsvegar þessa viðurkenningu í annað skipti en hún lagði upp 14 mörk fyrir Þór/KA í Pepsi-deild kvenna á þessu ári. Mjótt var á mununum í Pepsi-deild karla því Hilmar Árni Halldórsson úr Leikni R. var annar með 8 stoðsendingar og Kristinn komst framúr honum með því að leggja upp mark í uppbótartíma í lokaumferð deildarinnar. Jón Vilhelm Ákason úr ÍA, Atli Guðnason úr FH og Jacob Schoop úr KR komu næstir með 7 stoðsendingar hver. Sama er að segja um Pepsi-deild kvenna því Grimsley tryggði sér efsta sætið með því að leggja upp fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Akureyrarliðsins. Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni varð í öðru sæti með 13 stoðsendingar og síðan komu Fanndís Friðriksdóttir úr Breiðabliki, Kristín Erna Sigurlásdóttir úr ÍBV og Sarah Miller úr Þór/KA með 11 stoðsendingar hver. Bókaútgáfan Tindur veitti jafnframt árleg heiðursverðlaun sín. Þau hlaut að þessu sinni Tryggvi Guðmundsson fyrir einstæðan árangur sinn á ferlinum, bæði innanlands og utan, hvað varðar markaskorun, stoðsendingar og leikjafjölda.ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2015 Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 35. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er stærri en nokkru sinni fyrr en hún var stækkuð um sextán síður með sérstökum viðauka um karlalandsliðið og þann árangur þess að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2016. Bókin er nú 272 blaðsíður, öll litprentuð eins og undanfarin ár, og myndirnar eru líka fleiri en nokkru sinni fyrr, eða rúmlega 380 talsins. Þar eru m.a. liðsmyndir af sigurvegurum í öllum deildum og flokkum, öllum liðum sem fóru upp um deild í meistaraflokkum karla og kvenna, og svo af miklum fjölda leikmanna sem komu við sögu á árinu. Í bókinni eru viðtöl við Gylfa Þór Sigurðsson, Margréti Láru Viðarsdóttur, Geir Þorsteinsson, Fanndísi Friðriksdóttur og Emil Pálsson. Þar er einnig að finna frásagnir af öllum landsleikjum í öllum aldursflokkum, fjallað ítarlega um allar deildir Íslandsmótsins og gangur þess rakinn frá umferð til umferðar í efri deildunum, umfjöllun um alla Evrópuleiki íslensku liðanna, bikarkeppnina, deildabikarinn, nákvæmt yfirlit yfir atvinnumennina erlendis og hvað þeir gerðu á árinu, og margt fleira. Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum karla og kvenna, leikmenn allra liða í öllum deildum meistaraflokks koma fram ásamt leikja- og markafjölda, öll úrslit og lokastöður í öllum yngri flokkum á Íslandsmótinu. Þar má finna hverjir hafa spilað mest og skorað mest í öllum deildum, hvaða íslensku knattspyrnumenn hafa spilað flesta leiki á ferlinum, hvaða Íslendingar hafa spilað í Meistaradeild Evrópu, og ótalmargt fleira. Í bókinni er m.a. opinberað hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en viðkomandi leikmenn eru verðlaunaðir af bókaútgáfunni Tindi við útkomu bókarinnar. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Kristinn Jónsson úr Breiðabliki og Kayla Grimsley úr Þór/KA áttu flestar stoðsendingar í Pepsi-deildum karla og kvenna á árinu 2015. Þetta kemur fram í bókinni Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson sem var kynnt á fréttamannafundi í dag, þar sem þau fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína frá Bókaútgáfunni Tindi, ásamt þeim sem höfnuðu í næstu sætum á eftir í báðum deildum. Þetta er í fyrsta sinn sem Kristinn á flestar stoðsendingar en þær voru 9 talsins hjá honum í deildinni í ár. Grimsley hlýtur hinsvegar þessa viðurkenningu í annað skipti en hún lagði upp 14 mörk fyrir Þór/KA í Pepsi-deild kvenna á þessu ári. Mjótt var á mununum í Pepsi-deild karla því Hilmar Árni Halldórsson úr Leikni R. var annar með 8 stoðsendingar og Kristinn komst framúr honum með því að leggja upp mark í uppbótartíma í lokaumferð deildarinnar. Jón Vilhelm Ákason úr ÍA, Atli Guðnason úr FH og Jacob Schoop úr KR komu næstir með 7 stoðsendingar hver. Sama er að segja um Pepsi-deild kvenna því Grimsley tryggði sér efsta sætið með því að leggja upp fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Akureyrarliðsins. Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni varð í öðru sæti með 13 stoðsendingar og síðan komu Fanndís Friðriksdóttir úr Breiðabliki, Kristín Erna Sigurlásdóttir úr ÍBV og Sarah Miller úr Þór/KA með 11 stoðsendingar hver. Bókaútgáfan Tindur veitti jafnframt árleg heiðursverðlaun sín. Þau hlaut að þessu sinni Tryggvi Guðmundsson fyrir einstæðan árangur sinn á ferlinum, bæði innanlands og utan, hvað varðar markaskorun, stoðsendingar og leikjafjölda.ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2015 Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2015 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 35. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er stærri en nokkru sinni fyrr en hún var stækkuð um sextán síður með sérstökum viðauka um karlalandsliðið og þann árangur þess að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2016. Bókin er nú 272 blaðsíður, öll litprentuð eins og undanfarin ár, og myndirnar eru líka fleiri en nokkru sinni fyrr, eða rúmlega 380 talsins. Þar eru m.a. liðsmyndir af sigurvegurum í öllum deildum og flokkum, öllum liðum sem fóru upp um deild í meistaraflokkum karla og kvenna, og svo af miklum fjölda leikmanna sem komu við sögu á árinu. Í bókinni eru viðtöl við Gylfa Þór Sigurðsson, Margréti Láru Viðarsdóttur, Geir Þorsteinsson, Fanndísi Friðriksdóttur og Emil Pálsson. Þar er einnig að finna frásagnir af öllum landsleikjum í öllum aldursflokkum, fjallað ítarlega um allar deildir Íslandsmótsins og gangur þess rakinn frá umferð til umferðar í efri deildunum, umfjöllun um alla Evrópuleiki íslensku liðanna, bikarkeppnina, deildabikarinn, nákvæmt yfirlit yfir atvinnumennina erlendis og hvað þeir gerðu á árinu, og margt fleira. Þá er í bókinni afar nákvæm tölfræði um alla leikmenn í efstu deildum karla og kvenna, leikmenn allra liða í öllum deildum meistaraflokks koma fram ásamt leikja- og markafjölda, öll úrslit og lokastöður í öllum yngri flokkum á Íslandsmótinu. Þar má finna hverjir hafa spilað mest og skorað mest í öllum deildum, hvaða íslensku knattspyrnumenn hafa spilað flesta leiki á ferlinum, hvaða Íslendingar hafa spilað í Meistaradeild Evrópu, og ótalmargt fleira. Í bókinni er m.a. opinberað hvaða leikmenn áttu flestar stoðsendingar í efstu deildum karla og kvenna á árinu en viðkomandi leikmenn eru verðlaunaðir af bókaútgáfunni Tindi við útkomu bókarinnar.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira