Segir leiðinlegt að skemmdarverk hafi verið unnin á húsnæði Útlendingastofnunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2015 14:11 Orðið "fasistar" var málað á húsnæði Útlendingastofnunar í gær. vísir/gva Skemmdarverk sem unnin voru á húsnæði Útlendingastofnunar í gærkvöldi voru tilkynnt til lögreglu sem kom á staðinn í morgun, skoðaði vettvang og gerði skýrslu, en eins og greint var frá í gær var krotað á veggi stofnunarinnar orðið „Fasistar.“ Ekki var búið að þrífa krotið af í morgun þegar ljósmyndara Vísis bar að garði en samkvæmt Kristínu Maríu Gunnarsdóttur, staðgengli forstjóra Útlendingastofnunar, var það gert eftir að lögregla hafði komið og skoðað vettvanginn. Aðspurð hvernig starfsfólki hafi orðið við í morgun þegar það mætti til vinnu, segir hún: „Þetta er náttúrulega voða leiðinlegt, þú getur rétt ímyndað þér. Það er náttúrulega bara fólk að vinna hérna sem auðvitað líður illa yfir þessu. Hér eru líka bara allir að reyna að gera sitt besta þannig að þetta er ósköp leiðinlegt verð ég segja.“ Þá nefnir Kristín fjölmiðlaumfjöllun seinustu daga um málefni flóttamanna og hælisleitenda og segir að umfjöllun um Útlendingastofnun hafi verið óvægin. Það spili þó inn í að stofnunin megi ekki tjá sig um einstök mál. „Umfjöllunin verður því oft kannski svolítið einhliða. Það er samt ágætt að það sé fjallað um þessi mál í fjölmiðlum og ég fagna því en við munum væntanlega líka bregðast við og fara að fyrra bragði að fjalla um mál. Koma til dæmis upplýsingum á framfæri varðandi það þegar fólki er veitt hæli og vera meira áberandi að því leyti. Þetta er kannski eitthvað ákall á það að veita meiri upplýsingar.“Málað var með rauðri málningu á glugga stofnunarinnar.vísir/gva Flóttamenn Tengdar fréttir Búið að krota „Fasistar“ á Útlendingastofnun Ákvörðun stofnunarinnar um að senda 27 einstaklinga sem sótt höfðu um dvalarleyfi, frá landi í nótt og í morgun hefur mætt mikilli gagnrýni og umtalsverði reiði. 10. desember 2015 23:22 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Skemmdarverk sem unnin voru á húsnæði Útlendingastofnunar í gærkvöldi voru tilkynnt til lögreglu sem kom á staðinn í morgun, skoðaði vettvang og gerði skýrslu, en eins og greint var frá í gær var krotað á veggi stofnunarinnar orðið „Fasistar.“ Ekki var búið að þrífa krotið af í morgun þegar ljósmyndara Vísis bar að garði en samkvæmt Kristínu Maríu Gunnarsdóttur, staðgengli forstjóra Útlendingastofnunar, var það gert eftir að lögregla hafði komið og skoðað vettvanginn. Aðspurð hvernig starfsfólki hafi orðið við í morgun þegar það mætti til vinnu, segir hún: „Þetta er náttúrulega voða leiðinlegt, þú getur rétt ímyndað þér. Það er náttúrulega bara fólk að vinna hérna sem auðvitað líður illa yfir þessu. Hér eru líka bara allir að reyna að gera sitt besta þannig að þetta er ósköp leiðinlegt verð ég segja.“ Þá nefnir Kristín fjölmiðlaumfjöllun seinustu daga um málefni flóttamanna og hælisleitenda og segir að umfjöllun um Útlendingastofnun hafi verið óvægin. Það spili þó inn í að stofnunin megi ekki tjá sig um einstök mál. „Umfjöllunin verður því oft kannski svolítið einhliða. Það er samt ágætt að það sé fjallað um þessi mál í fjölmiðlum og ég fagna því en við munum væntanlega líka bregðast við og fara að fyrra bragði að fjalla um mál. Koma til dæmis upplýsingum á framfæri varðandi það þegar fólki er veitt hæli og vera meira áberandi að því leyti. Þetta er kannski eitthvað ákall á það að veita meiri upplýsingar.“Málað var með rauðri málningu á glugga stofnunarinnar.vísir/gva
Flóttamenn Tengdar fréttir Búið að krota „Fasistar“ á Útlendingastofnun Ákvörðun stofnunarinnar um að senda 27 einstaklinga sem sótt höfðu um dvalarleyfi, frá landi í nótt og í morgun hefur mætt mikilli gagnrýni og umtalsverði reiði. 10. desember 2015 23:22 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Búið að krota „Fasistar“ á Útlendingastofnun Ákvörðun stofnunarinnar um að senda 27 einstaklinga sem sótt höfðu um dvalarleyfi, frá landi í nótt og í morgun hefur mætt mikilli gagnrýni og umtalsverði reiði. 10. desember 2015 23:22