Fyrsti indverski sportbíllinn Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2015 16:21 DC Avanti frá DC Design í Indlandi. Bílaframleiðandinn DC Design í Indlandi hefur kynnt sinn fyrsta sportbíl, DC Avanti. Bíllinn er með 2,0 lítra vél frá Renault og DC Design hefur átt við hana og kreist út úr henni 250 og 310 hestöfl í tveimur mismunandi útgáfum. Hún er tengd við annaðhvort 6 gíra beinskiptingu eða sjálfskiptingu sem framleidd er af DC Design. Bíllinn er aðeins fyrir tvo, vegur 1.580 kíló og er afturhjóladrifinn. Hlutar yfirbyggingar bílsins eru úr koltrefjum til að halda þyngd hans niðri og hann stendur á 20 tommu felgum. Bíllinn stendur óvenju hátt frá vegi eða 15 sentimetrum og er það ef til vill afar hentugt fyrir ekki alltof góða vegi Indlands. Sæti bílsins eru með Alcantara áklæði og stýrið er leðurklætt og innréttingin í heild ríkuleg. DC Design ætlar að hefja sölu þessa bíls í apríl á næsta ári. Verð hans verður 8,5 milljónir króna og framleiðsla hans er takmörkuð við aðeins 31 bíl. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent
Bílaframleiðandinn DC Design í Indlandi hefur kynnt sinn fyrsta sportbíl, DC Avanti. Bíllinn er með 2,0 lítra vél frá Renault og DC Design hefur átt við hana og kreist út úr henni 250 og 310 hestöfl í tveimur mismunandi útgáfum. Hún er tengd við annaðhvort 6 gíra beinskiptingu eða sjálfskiptingu sem framleidd er af DC Design. Bíllinn er aðeins fyrir tvo, vegur 1.580 kíló og er afturhjóladrifinn. Hlutar yfirbyggingar bílsins eru úr koltrefjum til að halda þyngd hans niðri og hann stendur á 20 tommu felgum. Bíllinn stendur óvenju hátt frá vegi eða 15 sentimetrum og er það ef til vill afar hentugt fyrir ekki alltof góða vegi Indlands. Sæti bílsins eru með Alcantara áklæði og stýrið er leðurklætt og innréttingin í heild ríkuleg. DC Design ætlar að hefja sölu þessa bíls í apríl á næsta ári. Verð hans verður 8,5 milljónir króna og framleiðsla hans er takmörkuð við aðeins 31 bíl.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent