Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. desember 2015 07:00 Unnur Brá vonar að frumvarp um ný útlendingalög verði brátt tekin fyrir á þingi. Fréttablaðið/Vilhelm „Þú þarft að vera annaðhvort sérfræðingur eða flóttamaður frá Sýrlandi til að fá hæli hér,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Unnur Brá segir hælisleitendakerfið hafa verið búið til fyrir fólk í neyð. Þeir einstaklingar sem leiti að betra lífi og vilji vinna eigi að geta óskað eftir því að dvelja hér á öðrum grundvelli. „Ákvæði laganna okkar eru alltof þröng.“ Unnur Brá segir þverpólitíska þingmannanefnd skipaða af innanríkisráðherra hafa skilað af sér drögum að frumvarpi til nýrra laga um útlendingamál. Frumvarpið fjölgi þeim leiðum sem hægt er að fara til að sækja um leyfi til dvalar á Íslandi og mannúð verði í fyrirrúmi. „Þetta eru mikilvægar breytingar. Við erum að laga löggjöfina. Neyðarkerfið á að vera fyrir þá sem eru í sárri neyð,“ segir Unnur Brá og bætir við að ekki gangi að hafa stofnanir uppteknar við að afgreiða umsóknir frá fólki sem augljóslega fái neitun. Hún segir fólk hafa aðrar leiðir til að koma til Íslands, en þær séu of strangar. „Leiðirnar til að fá atvinnuleyfi eru til dæmis of þröngar. Það skýrist af ýmsu. Verkalýðshreyfingin hefur verið með mikla fyrirvara á að rýmka ákvæði fyrir fólk sem vill koma hingað til að vinna.“Ólína Þorvarðardóttir segir ekki góðan brag á fjárhagssambandi Útlendingastofnunar og Rauða Krossins.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni á Alþingi í gær. Hún vill stofnun umboðsmanns flóttamanna. „Það er alveg greinilegt að Útlendingastofnun hefur ekki hagsmuni flóttamanna að leiðarljósi. Hún hefur bara það lögbundna hlutverk að úrskurða í þessum málum,“ segir Ólína og bendir á að Útlendingastofnun greiði Rauða krossinum til að gæta hagsmuna flóttamanna og hælisleitenda. „Og það er ekki nógu góður bragur á því. Það er ekki æskilegt að úrskurðaraðili hafi fjárhagssamband við góðgerðarsamtök. Ég efast þó ekki um þá starfsmenn sem gegna lögmannsstörfum fyrir Rauða krossinn en held það sé einfaldlega til bóta að standa betur að þessum málum. Ég held að ef við ætlum að gera þetta almennilega þá verðum við að hafa hér stofnun sem hefur það eina hlutverk að gæta hagsmuna hælisleitenda og flóttamanna. Það er núna verið að hugsa um móttökustöð, það væri hægt að taka þessa hugmynd með í það starf,“ segir Ólína. Flóttamenn Tengdar fréttir Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
„Þú þarft að vera annaðhvort sérfræðingur eða flóttamaður frá Sýrlandi til að fá hæli hér,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Unnur Brá segir hælisleitendakerfið hafa verið búið til fyrir fólk í neyð. Þeir einstaklingar sem leiti að betra lífi og vilji vinna eigi að geta óskað eftir því að dvelja hér á öðrum grundvelli. „Ákvæði laganna okkar eru alltof þröng.“ Unnur Brá segir þverpólitíska þingmannanefnd skipaða af innanríkisráðherra hafa skilað af sér drögum að frumvarpi til nýrra laga um útlendingamál. Frumvarpið fjölgi þeim leiðum sem hægt er að fara til að sækja um leyfi til dvalar á Íslandi og mannúð verði í fyrirrúmi. „Þetta eru mikilvægar breytingar. Við erum að laga löggjöfina. Neyðarkerfið á að vera fyrir þá sem eru í sárri neyð,“ segir Unnur Brá og bætir við að ekki gangi að hafa stofnanir uppteknar við að afgreiða umsóknir frá fólki sem augljóslega fái neitun. Hún segir fólk hafa aðrar leiðir til að koma til Íslands, en þær séu of strangar. „Leiðirnar til að fá atvinnuleyfi eru til dæmis of þröngar. Það skýrist af ýmsu. Verkalýðshreyfingin hefur verið með mikla fyrirvara á að rýmka ákvæði fyrir fólk sem vill koma hingað til að vinna.“Ólína Þorvarðardóttir segir ekki góðan brag á fjárhagssambandi Útlendingastofnunar og Rauða Krossins.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni á Alþingi í gær. Hún vill stofnun umboðsmanns flóttamanna. „Það er alveg greinilegt að Útlendingastofnun hefur ekki hagsmuni flóttamanna að leiðarljósi. Hún hefur bara það lögbundna hlutverk að úrskurða í þessum málum,“ segir Ólína og bendir á að Útlendingastofnun greiði Rauða krossinum til að gæta hagsmuna flóttamanna og hælisleitenda. „Og það er ekki nógu góður bragur á því. Það er ekki æskilegt að úrskurðaraðili hafi fjárhagssamband við góðgerðarsamtök. Ég efast þó ekki um þá starfsmenn sem gegna lögmannsstörfum fyrir Rauða krossinn en held það sé einfaldlega til bóta að standa betur að þessum málum. Ég held að ef við ætlum að gera þetta almennilega þá verðum við að hafa hér stofnun sem hefur það eina hlutverk að gæta hagsmuna hælisleitenda og flóttamanna. Það er núna verið að hugsa um móttökustöð, það væri hægt að taka þessa hugmynd með í það starf,“ segir Ólína.
Flóttamenn Tengdar fréttir Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sjá meira
Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00