Kaupmenn á Laugavegi sagðir hunsa lokanir borgarinnar Bjarki Ármannsson skrifar 12. desember 2015 16:43 Gangandi vegfarendur á Laugaveginum. Vísir/Stefán Hlið í miðborg Reykjavíkur, sem ætlað er að afmarka göngugötur yfir aðventuna, voru í dag og síðustu helgi opnuð til að hleypa bílum í götuna. Sjónarvottar segja ákveðna kaupmenn á Laugaveginum hafa opnað hliðið á horni Laugavegs og Vatnsstígs í dag með verkfærum. Skólavörðustígur og hluti Laugavegs eiga í dag að standa lokaðir fyrir bílaumferð. Hliðinu við Laugaveg hefur nú verið lokað á ný en fyrr í dag stóð það opið. Þá stóð hliðið að Skólavörðustíg einnig opið síðasta laugardag, samkvæmt sjónarvottum. Grafíski hönnuðurinn Bobby Breiðholt setti inn mynd af hliðinu við Laugaveg opnu á Twitter fyrr í dag og sagði kaupmenn „koma hlaupandi og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað.“ Þá segist fréttavefurinn Nútíminn hafa heimildir fyrir því að vegfarandi hafi náð myndum af kaupmönnunum og komið þeim til lögreglu. Ákveðnir kaupmenn koma hlaupandi með verkfæri og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað. Ógeðis frekja og yfirgangur. pic.twitter.com/mOXJLjkkG7— Bobby Breiðholt (@Breidholt) December 12, 2015 Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsnefndar.Vísir/StefánSamþykkt var í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í lok nóvember að loka umferð bíla um Skólavörðustíg og hluta Laugavegs fyrstu tvær helgarnar í desember og síðan milli 18. og 24. desember. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, sagði þá í samtali við Vísi að rekstraðilar í miðborginni hefðu verið heimsóttir og að meirihluti þeirra væru hlynntir slíkri lokun. Þó er ljóst að einhverjir kaupmenn setja sig upp á móti lokuninni. Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sagði í samtali við Ísland í dag nýlega að henni hefði verið mótmælt á fundi kaupmanna með borgaryfirvöldum. Þá segir Gunnar Guðjónsson, formaður samtakanna, sömuleiðis að lokanirnar leggist illa í kaupmenn í Morgunblaðinu í dag. Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson við gerð þessarar fréttar.Innslag Íslands í dag um lokanirnar á Laugavegi má sjá hér fyrir neðan. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Hlið í miðborg Reykjavíkur, sem ætlað er að afmarka göngugötur yfir aðventuna, voru í dag og síðustu helgi opnuð til að hleypa bílum í götuna. Sjónarvottar segja ákveðna kaupmenn á Laugaveginum hafa opnað hliðið á horni Laugavegs og Vatnsstígs í dag með verkfærum. Skólavörðustígur og hluti Laugavegs eiga í dag að standa lokaðir fyrir bílaumferð. Hliðinu við Laugaveg hefur nú verið lokað á ný en fyrr í dag stóð það opið. Þá stóð hliðið að Skólavörðustíg einnig opið síðasta laugardag, samkvæmt sjónarvottum. Grafíski hönnuðurinn Bobby Breiðholt setti inn mynd af hliðinu við Laugaveg opnu á Twitter fyrr í dag og sagði kaupmenn „koma hlaupandi og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað.“ Þá segist fréttavefurinn Nútíminn hafa heimildir fyrir því að vegfarandi hafi náð myndum af kaupmönnunum og komið þeim til lögreglu. Ákveðnir kaupmenn koma hlaupandi með verkfæri og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað. Ógeðis frekja og yfirgangur. pic.twitter.com/mOXJLjkkG7— Bobby Breiðholt (@Breidholt) December 12, 2015 Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsnefndar.Vísir/StefánSamþykkt var í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í lok nóvember að loka umferð bíla um Skólavörðustíg og hluta Laugavegs fyrstu tvær helgarnar í desember og síðan milli 18. og 24. desember. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, sagði þá í samtali við Vísi að rekstraðilar í miðborginni hefðu verið heimsóttir og að meirihluti þeirra væru hlynntir slíkri lokun. Þó er ljóst að einhverjir kaupmenn setja sig upp á móti lokuninni. Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sagði í samtali við Ísland í dag nýlega að henni hefði verið mótmælt á fundi kaupmanna með borgaryfirvöldum. Þá segir Gunnar Guðjónsson, formaður samtakanna, sömuleiðis að lokanirnar leggist illa í kaupmenn í Morgunblaðinu í dag. Ekki náðist í Hjálmar Sveinsson við gerð þessarar fréttar.Innslag Íslands í dag um lokanirnar á Laugavegi má sjá hér fyrir neðan.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira