Haukar aftur á sigurbraut | Fimmta tap Stjörnunnar í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2015 18:45 Helena fór fyrir Haukakonum í leiknum gegn Grindavík. vísir/anton Helena Sverrisdóttir var með 26 stig, 12 fráköst, fjórar stoðsendingar og fimm stolna bolta þegar Haukar unnu öruggan sigur á Grindavík, 59-78, í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Haukar skoruðu alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum í dag en Auður Íris Ólafsdóttir gerði fimm þeirra úr aðeins sjö skotum. Á meðan hittu Grindvíkingar aðeins úr fjórum af 15 þriggja stiga tilraunum sínum. Haukum gekk vel að halda Whitney Fraizer niðri en hún þurfti 16 skot til að skora þau 17 stig sem hún endaði með. Grindavík leiddi með einu stigi eftir 1. leikhluta, 16-15, en Haukar tóku völdin í 2. leikhluta þar sem þeir fengu aðeins á sig 11 stig. Sjö stigum munaði á liðunum í hálfleik, 27-34, en Haukararnir kláruðu svo dæmið í 3. leikhluta sem þeir unnu 27-17. Á endanum munaði 19 stigum á liðunum, 59-78. Helena var stigahæst í liði Hauka með 26 stig en hún nýtti átta af 13 skotum sínum utan af velli. Auður Íris kom næst með 15 stig og þá skoraði Pálína Gunnlaugsdóttir 14 stig og tók 13 fráköst. Fraizer skoraði mest fyrir Grindavík, eða 17 stig. Petrúnella Skúladóttir kom næst með 12 stig.Tölfræði leiks: Grindavík-Haukar 59-78 (16-15, 11-19, 17-27, 15-17)Grindavík: Whitney Michelle Frazier 17/8 fráköst/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 12, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 6/7 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Íris Sverrisdóttir 4/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 4, Hrund Skuladóttir 1, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0.Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/12 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 15, Pálína María Gunnlaugsdóttir 14/13 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Dýrfinna Arnardóttir 0.Valur vann sinn annan leik í röð í dag.vísir/vilhelmStjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð þegar liðið sótti Val heim. Lokatölur 78-64, Valskonum í vil. Karisma Chapman átti afbragðs góðan leik í liði Vals; skoraði 24 stig, tók 17 fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Ragna Margrét Brynjarsdóttir stóð upp úr í liði Garðbæinga með 24 stig, 12 fráköst og fimm varin skot. Stjarnan er án Chelsie Schweers þessa dagana en hún er meidd. Sex stigum munaði á liðunum í hálfleik, 40-34, en 3. leikhlutinn var eign Vals. Heimakonur unnu hann 21-13 og fóru með 14 stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Sami munur var á liðunum þegar lokaflautið gall. Lokatölur 78-64, Val í vil. Chapman var stigahæst í liði Vals með 24 stig en Hallveig Jónsdóttir kom næst með 17 stig. Ragna Margrét var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með 24 stig, en Bryndís Hanna Hreinsdóttir kom næst með 16 stig. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 14 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en hún tapaði boltanum 12 sinnum.Tölfræði leiks: Valur-Stjarnan 78-64 (23-15, 17-19, 21-13, 17-17)Valur: Karisma Chapman 24/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 17, Dagbjört Samúelsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Margrét Ósk Einarsdóttir 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 1, Ragnheiður Benónísdóttir 0/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0.Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 24/12 fráköst/5 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 16, Margrét Kara Sturludóttir 14/9 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Eva María Emilsdóttir 5, Erla Dís Þórsdóttir 3, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2/8 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 0/4 fráköst, María Björk Ásgeirsdóttir 0, Bára Fanney Hálfdanardóttir 0, Sigríður Antonsdóttir 0. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Helena Sverrisdóttir var með 26 stig, 12 fráköst, fjórar stoðsendingar og fimm stolna bolta þegar Haukar unnu öruggan sigur á Grindavík, 59-78, í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Haukar skoruðu alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum í dag en Auður Íris Ólafsdóttir gerði fimm þeirra úr aðeins sjö skotum. Á meðan hittu Grindvíkingar aðeins úr fjórum af 15 þriggja stiga tilraunum sínum. Haukum gekk vel að halda Whitney Fraizer niðri en hún þurfti 16 skot til að skora þau 17 stig sem hún endaði með. Grindavík leiddi með einu stigi eftir 1. leikhluta, 16-15, en Haukar tóku völdin í 2. leikhluta þar sem þeir fengu aðeins á sig 11 stig. Sjö stigum munaði á liðunum í hálfleik, 27-34, en Haukararnir kláruðu svo dæmið í 3. leikhluta sem þeir unnu 27-17. Á endanum munaði 19 stigum á liðunum, 59-78. Helena var stigahæst í liði Hauka með 26 stig en hún nýtti átta af 13 skotum sínum utan af velli. Auður Íris kom næst með 15 stig og þá skoraði Pálína Gunnlaugsdóttir 14 stig og tók 13 fráköst. Fraizer skoraði mest fyrir Grindavík, eða 17 stig. Petrúnella Skúladóttir kom næst með 12 stig.Tölfræði leiks: Grindavík-Haukar 59-78 (16-15, 11-19, 17-27, 15-17)Grindavík: Whitney Michelle Frazier 17/8 fráköst/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 12, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 6/7 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Íris Sverrisdóttir 4/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 4, Hrund Skuladóttir 1, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0.Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/12 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 15, Pálína María Gunnlaugsdóttir 14/13 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Dýrfinna Arnardóttir 0.Valur vann sinn annan leik í röð í dag.vísir/vilhelmStjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð þegar liðið sótti Val heim. Lokatölur 78-64, Valskonum í vil. Karisma Chapman átti afbragðs góðan leik í liði Vals; skoraði 24 stig, tók 17 fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Ragna Margrét Brynjarsdóttir stóð upp úr í liði Garðbæinga með 24 stig, 12 fráköst og fimm varin skot. Stjarnan er án Chelsie Schweers þessa dagana en hún er meidd. Sex stigum munaði á liðunum í hálfleik, 40-34, en 3. leikhlutinn var eign Vals. Heimakonur unnu hann 21-13 og fóru með 14 stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Sami munur var á liðunum þegar lokaflautið gall. Lokatölur 78-64, Val í vil. Chapman var stigahæst í liði Vals með 24 stig en Hallveig Jónsdóttir kom næst með 17 stig. Ragna Margrét var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með 24 stig, en Bryndís Hanna Hreinsdóttir kom næst með 16 stig. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 14 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en hún tapaði boltanum 12 sinnum.Tölfræði leiks: Valur-Stjarnan 78-64 (23-15, 17-19, 21-13, 17-17)Valur: Karisma Chapman 24/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 17, Dagbjört Samúelsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Margrét Ósk Einarsdóttir 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 1, Ragnheiður Benónísdóttir 0/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0.Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 24/12 fráköst/5 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 16, Margrét Kara Sturludóttir 14/9 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Eva María Emilsdóttir 5, Erla Dís Þórsdóttir 3, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2/8 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 0/4 fráköst, María Björk Ásgeirsdóttir 0, Bára Fanney Hálfdanardóttir 0, Sigríður Antonsdóttir 0.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira