Parísarsamkomulagið „varða á lengri leið“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2015 20:41 Gunnar Bragi og Sigmundur segjast báðir ánægðir með samkomulagið sem náðist í París í dag. „Ég fagna því að náðst hefur sögulegt og metnaðarfullt samkomulag í loftslagsmálum á Parísarfundinum og við munum leggja okkar af mörkum bæði hér heima og við að miðla þekkingu okkar og reynslu til annarra þjóða", segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Tilefnið er nýtt samkomulag í loftslagsmálum sem náðist í París í dag og var samþykkt með lófataki. Í samkomulaginu er meðal annars kveðið á um að ríki skuli bregðast við til þess að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda og takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Þá er þeim einnig gert að tryggja umtalsvert fjármagn til grænna lausna og aðstoð við ríki sem verða verst úti í breytingum. Sjá einnig: Loftslagssamningur samþykktur í ParísSamflokksmaður forsætisráðherra, Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra, segist einnig vera ánægð með tíðindi dagsins. „Við höfum orðið vitni að metnaðarfullu samkomulagi þennan dag 12/12, þar sem ákvarðanir hafa verið teknar um nýtt upphaf, nýja heimsmynd,“ segir Sigrún.Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra„Þetta eru skilaboð um breytta hegðun ríkja og einstaklinga, sem er möguleg vegna nýrrar tækni sem á eftir að þróast áfram í framtíðinni. Ég sagði áður en ég fór til Parísar að ég ætlaði að læra af öðrum - sjá og nema það sem hæst bæri í loftslagsmálum og það gekk svo sannarlega eftir. Það var ógleymanlegt að skynja þá miklu hugarfarsbreytingu sem er að verða á öllum vígstöðvum; hjá stjórnvöldum, atvinnulífi og einstaklingum og taka þátt í gerð þessa tímamótasamnings sem verður án efa til hagsbóta fyrir mannkynið. Ísland setti sig í flokk ríkja sem vildu ná háu metnaðarstigi á lokaspretti samningsins og þær áherslur sem þar voru settar fram náðust inn. Þetta sýnir að það skiptir engu hvort ríki eru stór eða smá - við erum öll undir sama þakinu,“ er ennfremur haft eftir henni í tilkynningu.Varða á lengri leið Utanríkisráðherra er sama sinnis. „Það er mikið fagnaðarefni að samkomulag hafi náðst og nú skiptir verulegu máli að efndir fylgi orðum," segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Parísarsamkomulagið er varða á lengri leið. Þá var einkar ánægjulegt að verða vitni að þeirri vitundarvakningu sem er að verða um þau mál sem Ísland hefur sett á oddinn; um viðtæk áhrif loftslagshlýnunar á norðurslóðum og nauðsyn þess að efla hlut endurnýjanlegrar orku til að draga úr útblæstri. Við fundum það vel í París að ríki, fyrirtæki og almenningur um allan heim eru að vakna til vitundar um að aðgerða er þörf og horfa meðal annars til þeirra þátta sem við höfum talað fyrir.“ Vísir hefur fyrr í dag reifað helstu atriði hins nýsamþykkta samkomulags. Hér má glöggva sig betur á þeim. Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31 Ban Ki-moon segir viðræðurnar á COP21 þær erfiðustu sem hann hefur komið að Aðalritari SÞ segist hafa tekið þátt í mörgum flóknum samningaviðræðum en viðræður á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær erfiðustu. 11. desember 2015 16:30 Loftslagssamningur samþykktur í París Samningurinn sem felur í sér að hitastig jarðarinnar hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir árið 2050 var rétt í þessu samþykktur á Loftslagsráðstefnunni í París. 12. desember 2015 18:50 COP21: Ísland til liðs við ríki sem krefjast metnaðarfulls loftslagssamnings Upphaflega átti nýr loftslagssamningur að liggja fyrir í dag en Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar, vonast til að samningurinn verði kynntur á morgun. 11. desember 2015 20:37 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
„Ég fagna því að náðst hefur sögulegt og metnaðarfullt samkomulag í loftslagsmálum á Parísarfundinum og við munum leggja okkar af mörkum bæði hér heima og við að miðla þekkingu okkar og reynslu til annarra þjóða", segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Tilefnið er nýtt samkomulag í loftslagsmálum sem náðist í París í dag og var samþykkt með lófataki. Í samkomulaginu er meðal annars kveðið á um að ríki skuli bregðast við til þess að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda og takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Þá er þeim einnig gert að tryggja umtalsvert fjármagn til grænna lausna og aðstoð við ríki sem verða verst úti í breytingum. Sjá einnig: Loftslagssamningur samþykktur í ParísSamflokksmaður forsætisráðherra, Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra, segist einnig vera ánægð með tíðindi dagsins. „Við höfum orðið vitni að metnaðarfullu samkomulagi þennan dag 12/12, þar sem ákvarðanir hafa verið teknar um nýtt upphaf, nýja heimsmynd,“ segir Sigrún.Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra„Þetta eru skilaboð um breytta hegðun ríkja og einstaklinga, sem er möguleg vegna nýrrar tækni sem á eftir að þróast áfram í framtíðinni. Ég sagði áður en ég fór til Parísar að ég ætlaði að læra af öðrum - sjá og nema það sem hæst bæri í loftslagsmálum og það gekk svo sannarlega eftir. Það var ógleymanlegt að skynja þá miklu hugarfarsbreytingu sem er að verða á öllum vígstöðvum; hjá stjórnvöldum, atvinnulífi og einstaklingum og taka þátt í gerð þessa tímamótasamnings sem verður án efa til hagsbóta fyrir mannkynið. Ísland setti sig í flokk ríkja sem vildu ná háu metnaðarstigi á lokaspretti samningsins og þær áherslur sem þar voru settar fram náðust inn. Þetta sýnir að það skiptir engu hvort ríki eru stór eða smá - við erum öll undir sama þakinu,“ er ennfremur haft eftir henni í tilkynningu.Varða á lengri leið Utanríkisráðherra er sama sinnis. „Það er mikið fagnaðarefni að samkomulag hafi náðst og nú skiptir verulegu máli að efndir fylgi orðum," segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Parísarsamkomulagið er varða á lengri leið. Þá var einkar ánægjulegt að verða vitni að þeirri vitundarvakningu sem er að verða um þau mál sem Ísland hefur sett á oddinn; um viðtæk áhrif loftslagshlýnunar á norðurslóðum og nauðsyn þess að efla hlut endurnýjanlegrar orku til að draga úr útblæstri. Við fundum það vel í París að ríki, fyrirtæki og almenningur um allan heim eru að vakna til vitundar um að aðgerða er þörf og horfa meðal annars til þeirra þátta sem við höfum talað fyrir.“ Vísir hefur fyrr í dag reifað helstu atriði hins nýsamþykkta samkomulags. Hér má glöggva sig betur á þeim.
Loftslagsmál Tengdar fréttir COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31 Ban Ki-moon segir viðræðurnar á COP21 þær erfiðustu sem hann hefur komið að Aðalritari SÞ segist hafa tekið þátt í mörgum flóknum samningaviðræðum en viðræður á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær erfiðustu. 11. desember 2015 16:30 Loftslagssamningur samþykktur í París Samningurinn sem felur í sér að hitastig jarðarinnar hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir árið 2050 var rétt í þessu samþykktur á Loftslagsráðstefnunni í París. 12. desember 2015 18:50 COP21: Ísland til liðs við ríki sem krefjast metnaðarfulls loftslagssamnings Upphaflega átti nýr loftslagssamningur að liggja fyrir í dag en Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar, vonast til að samningurinn verði kynntur á morgun. 11. desember 2015 20:37 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“ Laurent Fabius segir að samningstextinn sé vel samsettur , raunsær, lagalega bindandi og metnaðarfullur. 12. desember 2015 11:31
Ban Ki-moon segir viðræðurnar á COP21 þær erfiðustu sem hann hefur komið að Aðalritari SÞ segist hafa tekið þátt í mörgum flóknum samningaviðræðum en viðræður á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær erfiðustu. 11. desember 2015 16:30
Loftslagssamningur samþykktur í París Samningurinn sem felur í sér að hitastig jarðarinnar hækki ekki um meira en tvær gráður fyrir árið 2050 var rétt í þessu samþykktur á Loftslagsráðstefnunni í París. 12. desember 2015 18:50
COP21: Ísland til liðs við ríki sem krefjast metnaðarfulls loftslagssamnings Upphaflega átti nýr loftslagssamningur að liggja fyrir í dag en Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti loftslagsráðstefnunnar, vonast til að samningurinn verði kynntur á morgun. 11. desember 2015 20:37