Erfiðasta jólagjöfin er til maka Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. desember 2015 07:00 Fjórða hverjum Norðmanni finnst erfiðast að finna réttu jólagjöfina handa makanum, að því er fram kemur í könnun sem norska raftækjaverslunin Elkjøp lét gera fyrir sig. „Viðskiptavinir leita helst ráða hjá okkur vegna þessara gjafa,“ er í tilkynningu Elkjøp haft eftir Atle Bakke framkvæmdastjóra. „Sem er kannski skiljanlegt, því maður vill jú að gjöfin til mannsins, eða konunnar, í lífi manns hitti í mark.“ Í könnuninni, sem fyrirtækið YouGov gerði fyrir Elkjøp, kemur líka fram að 17 prósentum finnist erfiðast að gefa foreldrum sínum gjöf, meðan 12 prósentum finnst erfiðast að finna gjöf handa börnum sínum. „Vel heppnuð gjöf undirstrikar gott samband við þann sem tekur við henni, en misheppnuð gjöf getur vakið efasemdir um sambandið. Tengingin er sterkari eftir því sem sambandið er nánara,“ er haft eftir Anitu Borch hjá SIFO, norsku neytendarannsóknastofunni. „Það er því meira undir þegar maður kaupir gjafir handa maka.“ Hún segir engu að síður hægt að komast yfir slys vegna misheppnaðra gjafa. „Sumir taka þetta nærri sér og aðrir ekki. Ef hugsunin er góð að baki gjöfinni, eða sá sem gefur virðist hafa lagt bæði tíma og orku í hana, þá vegur það upp á móti hættunni á að gjöfinni verði illa tekið,“ segir Borch. Könnun Elkjøp sýnir hins vegar að níu af tíu aðspurðum voru áfram um að gjafir frá þeim falli að smekk þess sem við þeim tekur. Borch segir hins vegar allan gang á því hvað falli í kramið hjá fólki, þetta sé persónubundið og fari eftir sambandi fólks. „Karlar ættu samt að velta fyrir sér hvort konan verði í alvörunni ánægð með baðvog undir jólatrénu.“ Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjórða hverjum Norðmanni finnst erfiðast að finna réttu jólagjöfina handa makanum, að því er fram kemur í könnun sem norska raftækjaverslunin Elkjøp lét gera fyrir sig. „Viðskiptavinir leita helst ráða hjá okkur vegna þessara gjafa,“ er í tilkynningu Elkjøp haft eftir Atle Bakke framkvæmdastjóra. „Sem er kannski skiljanlegt, því maður vill jú að gjöfin til mannsins, eða konunnar, í lífi manns hitti í mark.“ Í könnuninni, sem fyrirtækið YouGov gerði fyrir Elkjøp, kemur líka fram að 17 prósentum finnist erfiðast að gefa foreldrum sínum gjöf, meðan 12 prósentum finnst erfiðast að finna gjöf handa börnum sínum. „Vel heppnuð gjöf undirstrikar gott samband við þann sem tekur við henni, en misheppnuð gjöf getur vakið efasemdir um sambandið. Tengingin er sterkari eftir því sem sambandið er nánara,“ er haft eftir Anitu Borch hjá SIFO, norsku neytendarannsóknastofunni. „Það er því meira undir þegar maður kaupir gjafir handa maka.“ Hún segir engu að síður hægt að komast yfir slys vegna misheppnaðra gjafa. „Sumir taka þetta nærri sér og aðrir ekki. Ef hugsunin er góð að baki gjöfinni, eða sá sem gefur virðist hafa lagt bæði tíma og orku í hana, þá vegur það upp á móti hættunni á að gjöfinni verði illa tekið,“ segir Borch. Könnun Elkjøp sýnir hins vegar að níu af tíu aðspurðum voru áfram um að gjafir frá þeim falli að smekk þess sem við þeim tekur. Borch segir hins vegar allan gang á því hvað falli í kramið hjá fólki, þetta sé persónubundið og fari eftir sambandi fólks. „Karlar ættu samt að velta fyrir sér hvort konan verði í alvörunni ánægð með baðvog undir jólatrénu.“
Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira