Öld olíunnar liðin Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. desember 2015 18:30 Markmið bandalagsins er að halda hlýnun innan við 1,5 gráður. Vísir Öld olíunnar er liðin með nýju loftlagssamkomulagi. Þetta segir sérfræðingur í loftlagsmálum og að margar þjóðir muni reyna að skipta yfir í endurnýtanlega orku. Hann segir Íslendinga eiga að vera í fararbroddi í kolefnisjöfnun og vera fyrirmynd annarra þjóð. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa fagnað sögulegu samkomulagi sem náðist á loftlagsráðstefnunni í París í gær. Samningurinn sem samþykktur var af 195 þjóðum felur í sér að koma á veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 2 gráður. Jafnframt á að reyna að tryggja að hitastig hækki ekki um meira en um 1,5 gráðu. Þá á útblástur gróðurhúsalofttegunda að ná hámarki sem fyrst og í framhaldinu á að draga hratt úr útblæstri. Samningurinn hefur það í för með sér að dregið verður verulega úr notkun jarðefnaeldsneyta líkt og olíu og kolum. „Ef þetta samkomulag gengur eftir þá er öld olíu liðin. Hún mun hætta. Menn munu auðvitað alltaf nýta olíu þó ekki væri nema bara í allskonar svona sér smurningu og slíkt,“ segir Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsmálum hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að endurnýtanlegir orkugjafar verði nýttir í stað olíu og kola. „Margar þjóðir munu reyna að skipta yfir í endurvinnanlega orku. Við í sjálfu sér erum búin að því fyrir þó nokkuð löngu síðan og erum með megnið af okkar húshitun í jarðhita og mengið af okkar raforku í vatnsorku og við í sjálfu sér getum þá horft til annarra þátta. Það er nýta raforkuna betur. Rafvæðing bílaflotans og svo slíkt og síðan bindingaraðgerðir. Það er hægt að draga verulega úr losun með því að hérna endurheimta votlendið. Það er hægt að auka bindingu bæði með því að endurheimta örfoka land með því sem við köllum landrækt og síðan líka með skógrækt,“ segir Halldór. Hann segir Íslendinga eiga að vera í fararbroddi í kolefnisjöfnun og vera fyrirmynd annarra þjóð. „Það eru viss tækifæri fyrir Íslendinga ef við yrðum á undan öðrum þjóðum í því að kolefnisjafna okkur,“ segir Halldór. Loftslagsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Öld olíunnar er liðin með nýju loftlagssamkomulagi. Þetta segir sérfræðingur í loftlagsmálum og að margar þjóðir muni reyna að skipta yfir í endurnýtanlega orku. Hann segir Íslendinga eiga að vera í fararbroddi í kolefnisjöfnun og vera fyrirmynd annarra þjóð. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa fagnað sögulegu samkomulagi sem náðist á loftlagsráðstefnunni í París í gær. Samningurinn sem samþykktur var af 195 þjóðum felur í sér að koma á veg fyrir að hitastig á jörðinni hækki um meira en 2 gráður. Jafnframt á að reyna að tryggja að hitastig hækki ekki um meira en um 1,5 gráðu. Þá á útblástur gróðurhúsalofttegunda að ná hámarki sem fyrst og í framhaldinu á að draga hratt úr útblæstri. Samningurinn hefur það í för með sér að dregið verður verulega úr notkun jarðefnaeldsneyta líkt og olíu og kolum. „Ef þetta samkomulag gengur eftir þá er öld olíu liðin. Hún mun hætta. Menn munu auðvitað alltaf nýta olíu þó ekki væri nema bara í allskonar svona sér smurningu og slíkt,“ segir Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsmálum hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að endurnýtanlegir orkugjafar verði nýttir í stað olíu og kola. „Margar þjóðir munu reyna að skipta yfir í endurvinnanlega orku. Við í sjálfu sér erum búin að því fyrir þó nokkuð löngu síðan og erum með megnið af okkar húshitun í jarðhita og mengið af okkar raforku í vatnsorku og við í sjálfu sér getum þá horft til annarra þátta. Það er nýta raforkuna betur. Rafvæðing bílaflotans og svo slíkt og síðan bindingaraðgerðir. Það er hægt að draga verulega úr losun með því að hérna endurheimta votlendið. Það er hægt að auka bindingu bæði með því að endurheimta örfoka land með því sem við köllum landrækt og síðan líka með skógrækt,“ segir Halldór. Hann segir Íslendinga eiga að vera í fararbroddi í kolefnisjöfnun og vera fyrirmynd annarra þjóð. „Það eru viss tækifæri fyrir Íslendinga ef við yrðum á undan öðrum þjóðum í því að kolefnisjafna okkur,“ segir Halldór.
Loftslagsmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira