Heimavinnan nú að ná markmiðum COP21 Snærós Sindradóttir skrifar 14. desember 2015 06:00 Hugi Ólafsson Vísir/AFP „Ég held að ég geti ekki sagt að það séu nokkur einustu vonbrigði. Ég er búinn að fylgjast með þessu í yfir tíu ár og ég hef aldrei verið á fundi þar sem hefur verið jafn ríkur samkomulagsvilji og jákvætt andrúmsloft,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands í loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið svokallaða var samþykkt með lófataki að lokinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Cop21 sem hófst þann fyrsta desember síðastliðinn. Samkomulagið tekur gildi árið 2020 þegar tímabil Kýótó-bókunarinnar rennur sitt skeið.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon og forseti Frakklands François Hollande féllust í faðma í lok ráðstefnunnar í París á laugardag. Alls eiga 195 ríki Sameinuðu þjóðanna þátt í samkomulaginu. Fréttablaðið/EPAÍsland var með undanþágu frá Kýótó-bókuninni sem heimilaði umframlosun á 1600 þúsund tonnum af koltvísýringi svo hægt væri að byggja upp stóriðju. Hugi segir að nú spili Ísland í sama leik og aðrar þjóðir. „Við erum með sambærileg markmið og önnur Evrópuríki og ekki með neinar sérstakar undanþágur.“ Alls koma 195 ríki að Parísarsamkomulaginu sem dekkar ríflega níutíu prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum í dag. Hvert ríki setur sér eigin aðgerðaáætlun til að ná markmiðum um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda svo halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við 2°C. „Samningurinn er fyrst og fremst grunnur og ótímasettur. Flest ríki hafa verið að setja sér markmið til 2030 sem svo er gert ráð fyrir að verði reglulega endurskoðuð,“ segir Hugi. Hann segir markmið Íslands vera að finna í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum en þau verði svo útfærð betur.Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir erfitt að segja til um hvaða breytingar íslensk fyrirtæki og almenningur þurfi að gera til að Ísland nái eigin markmiðum. „Okkar skylda er jafn rík og annarra þjóða. Það sem ég segi og hef sagt er að fyrst og fremst þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting. Við höfum náð efsta sæti í jafnréttismálum í heiminum, auðvitað var það barátta, en það þurfti hugarfarsbreytingu. Nákvæmlega sömu hugarfarsbreytingu þarf núna um loftslagsmálið,“ segir Sigrún.Svandís SvavarsdóttirSvandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, segir að næsta verkefni sé að sýna að gjörðir fylgi orðum. „Við höfum tekið mjög skýrt undir þrjú megináherslumál Náttúruverndarsamtaka Íslands sem er í fyrsta lagi að Ísland verði sjálft að draga úr losun um fjörutíu prósent. Í öðru lagi að Ísland verði kolefnishlutlaust 2050 og í þriðja lagi liggur mælikvarðinn um hvort við meinum eitthvað sem við segjum á Drekasvæðinu,“ segir Svandís og að það sé fullkominn tvískinnungur að halda áfram undirbúningi vinnslu og rannsókna fyrir olíuborun. Einn helsti vísindamaður og aktivisti heims á sviði loftslagsmála, James Hansen, gefur lítið fyrir samkomulagið í samtali við the Guardian. „Það er kjaftæði af þeim að segjast geta náð hlýnun niður fyrir 2°C og reyna svo að gera betur á fimm ára fresti. Á meðan jarðefnaeldsneyti heldur áfram að vera ódýrasta eldsneytið þá munum við halda áfram að nota það.“ Loftslagsmál Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Ég held að ég geti ekki sagt að það séu nokkur einustu vonbrigði. Ég er búinn að fylgjast með þessu í yfir tíu ár og ég hef aldrei verið á fundi þar sem hefur verið jafn ríkur samkomulagsvilji og jákvætt andrúmsloft,“ segir Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands í loftslagsmálum. Parísarsamkomulagið svokallaða var samþykkt með lófataki að lokinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Cop21 sem hófst þann fyrsta desember síðastliðinn. Samkomulagið tekur gildi árið 2020 þegar tímabil Kýótó-bókunarinnar rennur sitt skeið.Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon og forseti Frakklands François Hollande féllust í faðma í lok ráðstefnunnar í París á laugardag. Alls eiga 195 ríki Sameinuðu þjóðanna þátt í samkomulaginu. Fréttablaðið/EPAÍsland var með undanþágu frá Kýótó-bókuninni sem heimilaði umframlosun á 1600 þúsund tonnum af koltvísýringi svo hægt væri að byggja upp stóriðju. Hugi segir að nú spili Ísland í sama leik og aðrar þjóðir. „Við erum með sambærileg markmið og önnur Evrópuríki og ekki með neinar sérstakar undanþágur.“ Alls koma 195 ríki að Parísarsamkomulaginu sem dekkar ríflega níutíu prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum í dag. Hvert ríki setur sér eigin aðgerðaáætlun til að ná markmiðum um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda svo halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við 2°C. „Samningurinn er fyrst og fremst grunnur og ótímasettur. Flest ríki hafa verið að setja sér markmið til 2030 sem svo er gert ráð fyrir að verði reglulega endurskoðuð,“ segir Hugi. Hann segir markmið Íslands vera að finna í sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum en þau verði svo útfærð betur.Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir erfitt að segja til um hvaða breytingar íslensk fyrirtæki og almenningur þurfi að gera til að Ísland nái eigin markmiðum. „Okkar skylda er jafn rík og annarra þjóða. Það sem ég segi og hef sagt er að fyrst og fremst þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyting. Við höfum náð efsta sæti í jafnréttismálum í heiminum, auðvitað var það barátta, en það þurfti hugarfarsbreytingu. Nákvæmlega sömu hugarfarsbreytingu þarf núna um loftslagsmálið,“ segir Sigrún.Svandís SvavarsdóttirSvandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna og fyrrverandi umhverfisráðherra, segir að næsta verkefni sé að sýna að gjörðir fylgi orðum. „Við höfum tekið mjög skýrt undir þrjú megináherslumál Náttúruverndarsamtaka Íslands sem er í fyrsta lagi að Ísland verði sjálft að draga úr losun um fjörutíu prósent. Í öðru lagi að Ísland verði kolefnishlutlaust 2050 og í þriðja lagi liggur mælikvarðinn um hvort við meinum eitthvað sem við segjum á Drekasvæðinu,“ segir Svandís og að það sé fullkominn tvískinnungur að halda áfram undirbúningi vinnslu og rannsókna fyrir olíuborun. Einn helsti vísindamaður og aktivisti heims á sviði loftslagsmála, James Hansen, gefur lítið fyrir samkomulagið í samtali við the Guardian. „Það er kjaftæði af þeim að segjast geta náð hlýnun niður fyrir 2°C og reyna svo að gera betur á fimm ára fresti. Á meðan jarðefnaeldsneyti heldur áfram að vera ódýrasta eldsneytið þá munum við halda áfram að nota það.“
Loftslagsmál Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira