Meistararnir í lykilstöðu eftir auðveldan sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2015 09:27 Gronkowski í kunnulegri stellingu. Vísir/Getty Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en eftir lokaleik umferðarinnar í kvöld eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildakeppninni. Meistararnir í New England Patriots komust aftur á beinu brautina í nótt eftir auðveldan sigur á Houston Texans, 27-6, og tryggðu sér þar með öruggt sæti í úrslitakeppninni fyrst allra liða í Ameríkudeildinni. Sóknarlið Patriots hefur misst gríðarlega marga leikmenn í meiðsli á tímabilinu en stuðningsmenn önduðu léttar þegar liðið endurheimti innherjann Rob Gronkowski. Hann er eitt hættulegasta vopn sem leikstjórnandinn Tom Brady getur leitað til og gerbreytir öllum sóknarleik Patriots. Gronkowski skoraði snertimark í nótt eftir sendingu frá Brady og Patriots komst aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum á undan. Liðið hafði unnið fyrstu tíu leiki sína á tímabilinu og eru nú með bestan árangur allra liða í Ameríkudeildinni með ellefu sigra í þrettán leikjum.Andy Dalton meiddist.Vísir/GettyDalton puttabrotinn Tveir helstu keppinautar Patriots í Ameríkudeildinni töpuðu bæði sínum leikjum. Cincinnati Bengals tapaði fyrir erkifjendum sínum í Pittsburgh Steelers, 33-20, en það sem verra er að þá þumalputtabrotnaði leikstjórnandinn Andy Dalton og missir hann af að minnsta kosti einum leik hjá Bengals. Það eru þó góðar líkur á að Cincinnati komist í úrslitakeppnina en þess er ekki að vænta að liðið vinni marga leiki þar án Dalton. Denver Broncos, sem hefur unnið tíu af þrettán leikjum sínum rétt eins og Cincinnati, tapaði á heimavelli í nótt fyrir Oakland Raiders, 15-12, og er nú tveimur sigrum á undan Kansas City Chiefs, sem vann San Diego Chargers, 10-3. Broncos er enn án leikstjórnandans Peyton Manning sem er að glíma við meiðsli í ökkla en er, rétt eins og Bengals, með það góðan árangur að stórslys þurfi til að liðið fari ekki í úrslitakeppnina.Cam Newton og félagar fögnuðu þrettánda sigrinum með því að stilla upp í selfie á hliðarlínunni.Vísir/GettyÓtrúlegir yfirburðir Carolina Í Þjóðardeildinni trónir Carolina Panthers enn á toppnum enda enn ósigrað eftir þrettán leiki. Carolina rústaði Atlanta Falcons í gær, 38-0. Liðið er öruggt með sigur í suðurriðli deildarinnar og það er þegar ljóst að liðið mun sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Green Bay Packers vann mikilvægan sigur Dallas, 28-7, og á nú einn sigur í forskot á Minnesota Vikings í norðurriðlinum. Seattle Seahawks er á ótrúlegri siglingu með leikstjórnandann Russel Wilson sjóðheitan en hann kastaði fyrir fimm snertimörkum í gær í öruggum 35-6 sigri liðsins á Baltimore Ravens. Þetta var fjórði sigur Seattle í röð sem á þó afar litlan möguleika á að vinna sinn riðil, vesturriðilinn, þar sem Arizona Cardinals er þar á toppnum með ellefu sigra. Seattle, sem er með átta sigra, er þó í góðri stöðu með að komast áfram sem svokallað Wild Card lið.Staðan í NFL-deildinniÚrslit helgarinnar: Baltimore - Seattle 6-35 Carolina - Atlanta 38-0 Chicago - Washington 21-24 Cincinnati - Pittsburgh 20-33 Cleveland - San Francisco 24-10 Jacksonville - Indianapolis 51-16 Kansas City - San Diego 10-3 New York Jets - Tennesse 30-8 Philadelphia - Buffalo 23-20 St. Louis - Detroit 21-14 Tampa Bay - New Orleans 17-24 Denver - Oakland 12-15 Green Bay - Dallas 28-7 Houston - New England 6-27 NFL Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sjá meira
Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en eftir lokaleik umferðarinnar í kvöld eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildakeppninni. Meistararnir í New England Patriots komust aftur á beinu brautina í nótt eftir auðveldan sigur á Houston Texans, 27-6, og tryggðu sér þar með öruggt sæti í úrslitakeppninni fyrst allra liða í Ameríkudeildinni. Sóknarlið Patriots hefur misst gríðarlega marga leikmenn í meiðsli á tímabilinu en stuðningsmenn önduðu léttar þegar liðið endurheimti innherjann Rob Gronkowski. Hann er eitt hættulegasta vopn sem leikstjórnandinn Tom Brady getur leitað til og gerbreytir öllum sóknarleik Patriots. Gronkowski skoraði snertimark í nótt eftir sendingu frá Brady og Patriots komst aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum á undan. Liðið hafði unnið fyrstu tíu leiki sína á tímabilinu og eru nú með bestan árangur allra liða í Ameríkudeildinni með ellefu sigra í þrettán leikjum.Andy Dalton meiddist.Vísir/GettyDalton puttabrotinn Tveir helstu keppinautar Patriots í Ameríkudeildinni töpuðu bæði sínum leikjum. Cincinnati Bengals tapaði fyrir erkifjendum sínum í Pittsburgh Steelers, 33-20, en það sem verra er að þá þumalputtabrotnaði leikstjórnandinn Andy Dalton og missir hann af að minnsta kosti einum leik hjá Bengals. Það eru þó góðar líkur á að Cincinnati komist í úrslitakeppnina en þess er ekki að vænta að liðið vinni marga leiki þar án Dalton. Denver Broncos, sem hefur unnið tíu af þrettán leikjum sínum rétt eins og Cincinnati, tapaði á heimavelli í nótt fyrir Oakland Raiders, 15-12, og er nú tveimur sigrum á undan Kansas City Chiefs, sem vann San Diego Chargers, 10-3. Broncos er enn án leikstjórnandans Peyton Manning sem er að glíma við meiðsli í ökkla en er, rétt eins og Bengals, með það góðan árangur að stórslys þurfi til að liðið fari ekki í úrslitakeppnina.Cam Newton og félagar fögnuðu þrettánda sigrinum með því að stilla upp í selfie á hliðarlínunni.Vísir/GettyÓtrúlegir yfirburðir Carolina Í Þjóðardeildinni trónir Carolina Panthers enn á toppnum enda enn ósigrað eftir þrettán leiki. Carolina rústaði Atlanta Falcons í gær, 38-0. Liðið er öruggt með sigur í suðurriðli deildarinnar og það er þegar ljóst að liðið mun sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Green Bay Packers vann mikilvægan sigur Dallas, 28-7, og á nú einn sigur í forskot á Minnesota Vikings í norðurriðlinum. Seattle Seahawks er á ótrúlegri siglingu með leikstjórnandann Russel Wilson sjóðheitan en hann kastaði fyrir fimm snertimörkum í gær í öruggum 35-6 sigri liðsins á Baltimore Ravens. Þetta var fjórði sigur Seattle í röð sem á þó afar litlan möguleika á að vinna sinn riðil, vesturriðilinn, þar sem Arizona Cardinals er þar á toppnum með ellefu sigra. Seattle, sem er með átta sigra, er þó í góðri stöðu með að komast áfram sem svokallað Wild Card lið.Staðan í NFL-deildinniÚrslit helgarinnar: Baltimore - Seattle 6-35 Carolina - Atlanta 38-0 Chicago - Washington 21-24 Cincinnati - Pittsburgh 20-33 Cleveland - San Francisco 24-10 Jacksonville - Indianapolis 51-16 Kansas City - San Diego 10-3 New York Jets - Tennesse 30-8 Philadelphia - Buffalo 23-20 St. Louis - Detroit 21-14 Tampa Bay - New Orleans 17-24 Denver - Oakland 12-15 Green Bay - Dallas 28-7 Houston - New England 6-27
NFL Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sjá meira