Borgarstjóri segir þingmann eiga að biðjast afsökunar á ummælum um Björk Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2015 10:15 Björk Guðmundsdóttir og gríman góða. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins biðjist afsökunar á orðum sínum um Björk þegar Jón sagði hana vera frekar daufa til augnanna á bak við grímuna. Vísir/GVA „Svona gerir maður ekki,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um orð Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í garð tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Jón ritaði færslu á Facebook um orð Bjarkar sem hún lét falla í viðtali við breska fjölmiðilinn Sky þar sem hún kallaði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að vilja útmá hálendið í stað þess að vernda það.Sjá einnig: Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubbaJón GunnarssonVísirJón Gunnarsson segist botna lítið í Björk og segist vera á því að hún sé haldin veruleikafirringu á háu stigi. Jón segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í París hvetja Íslendinga til að nýta með skynsömum hætti endurnýjanlegar orkuauðlindir til aukinnar verðmætasköpunar. „Nýting þeirra mun skapa traustan grunn að Íslensku samfélagi, tækifæri til að gera svo mikið betur á mörgum sviðum. Ég reikna ekki með að Björk leggi sín lóð á þær vogarskálar, eða borgar hún skatta og gjöld á Íslandi. Spyr sá sem ekki veit,“ skrifar Jón sem er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Lýkur hann skrifum sínum um Björk með því að segja: „Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna.“ Dagur B. kallar þessi skrif Jóns lágkúru og segir Jón eiga að biðjast afsökunar á þessum ummælum og draga þau til baka að eða sitja uppi með ævarandi skömm. „Björk er ekki aðeins sá íslenski listamaður sem hefur náð lengst á alþjóðavettvangi og sá Íslendingur sem vakið hefur mesta og jákvæðasta athygli á land og þjóð. Hún er líka skýr og afdráttarlaus málsvari íslenskrar náttúru og umhverfismála. Að hún þurfi að fá yfir sig skít og skot vegna þessa - og það af hinu "háa Alþingi" segir mikið um hvernig fyrir löggjafasamkomu okkar er komið. Er tilgangurinn að reyna að hræða fólk frá því að taka málstað umhverfisins,“ spyr Dagur.Hvað er hægt að segja um svona lágkúru? "Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna." Þetta eru (í alvörunni) orð...Posted by Dagur B. Eggertsson on Monday, December 14, 2015 Alþingi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Svona gerir maður ekki,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um orð Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í garð tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Jón ritaði færslu á Facebook um orð Bjarkar sem hún lét falla í viðtali við breska fjölmiðilinn Sky þar sem hún kallaði Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra fyrir að vilja útmá hálendið í stað þess að vernda það.Sjá einnig: Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubbaJón GunnarssonVísirJón Gunnarsson segist botna lítið í Björk og segist vera á því að hún sé haldin veruleikafirringu á háu stigi. Jón segir niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar í París hvetja Íslendinga til að nýta með skynsömum hætti endurnýjanlegar orkuauðlindir til aukinnar verðmætasköpunar. „Nýting þeirra mun skapa traustan grunn að Íslensku samfélagi, tækifæri til að gera svo mikið betur á mörgum sviðum. Ég reikna ekki með að Björk leggi sín lóð á þær vogarskálar, eða borgar hún skatta og gjöld á Íslandi. Spyr sá sem ekki veit,“ skrifar Jón sem er formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Lýkur hann skrifum sínum um Björk með því að segja: „Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna.“ Dagur B. kallar þessi skrif Jóns lágkúru og segir Jón eiga að biðjast afsökunar á þessum ummælum og draga þau til baka að eða sitja uppi með ævarandi skömm. „Björk er ekki aðeins sá íslenski listamaður sem hefur náð lengst á alþjóðavettvangi og sá Íslendingur sem vakið hefur mesta og jákvæðasta athygli á land og þjóð. Hún er líka skýr og afdráttarlaus málsvari íslenskrar náttúru og umhverfismála. Að hún þurfi að fá yfir sig skít og skot vegna þessa - og það af hinu "háa Alþingi" segir mikið um hvernig fyrir löggjafasamkomu okkar er komið. Er tilgangurinn að reyna að hræða fólk frá því að taka málstað umhverfisins,“ spyr Dagur.Hvað er hægt að segja um svona lágkúru? "Hún er frekar dauf til augnanna á bak við grímuna." Þetta eru (í alvörunni) orð...Posted by Dagur B. Eggertsson on Monday, December 14, 2015
Alþingi Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira