Bardagaíþróttir harðlega gagnrýndar Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2015 11:29 Áverkar Gunnars Nelsons hafa aldrei verið meiri og gagnrýnin á MMA hefur að sama skapi magnast á Íslandi. Mikil umræða um skaðsemi bardagaíþrótta ríkir nú víða í samfélaginu eftir að Gunnar Nelson tapaði bardaga sínum í MMA. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur bendir á fyrirbæri sem heitir CTE á Facebooksíðu sinni og hefur það vakið mikla athygli; heilabilun sem kemur oft fram meðal íþróttamanna sem hafa mátt þola þung höfuðhögg eftir að ferli lýkur. „Gunnar fékk 142 höfuðhögg í bardaganum frá manni sem æfir sig á hverjum degi að kýla,“ segir Hafrún í pistli sínum en hún er með doktorspróf í líf- og læknavísindum. „Það er alveg klárt að þessi 142 högg sem Gunnar fékk juku líkurnar á að hann þrói með sér CTE í framtíðinni.“Gunnar fékk 142 höfuðhögg í bardaganum frá manni sem æfir sig á hverjum degi að kýla. Margir segja að þetta sé í lagi þv...Posted by Hafrún Kristjánsdóttir on Sunday, December 13, 2015Bubbi og Egill tókust á um MMA í gær.Heilabilun sem þung höfuðhögg orsakaHafrún er ekki sú eina sem bendir á skaðsemi höfuðhögga. Í Morgunútvarpi Rásar 2 var rætt við Gunnar Jóhannsson lækni sem fylgdist með bardaganum. Hann segist hafa orðið áhyggjufullur strax í 2. lotu bardagans, og þóttist greina að höfuðhöggin virkuðu illa á samhæfingu vöðva líkamans sem litli heili stjórnar, þá strax hafi verið tekið að hægja á Gunnari nafna hans. Læknirinn sagði að það væru mörg læknisfræðileg heiti yfir þá sem hafa verið lengi í boxi og fengið heilabilun sem má rekja beint til þungra höfuðhögga. „Punch drunk syndrome. Þegar maður fær þungt högg á hausinn er heilinn umvafinn heilavökva sem dregur úr venjulegum höggum en við svona þung högg á skellur heilinn utan í höfuðkúpuna og hinum megin þegar hann er að rétta sig aftur af,“ sagði Gunnar.Gagnrýnin harðari nú en fyrir áriHann segir að við þetta hljótist beinn heilaskaði. Þó menn rotist ekki beint þá leiða rannsóknir það í ljós að um litlar blæðingar verður, frumur deyja og skaðast. „“Og í viðgerðinni koma ekki eins góðar frumur til baka og stoðefni og þá myndast útfellingar sem valda einkennum eins og alsheimersjúkdómi.“ Gagnrýnin kemur fram víða og er áberandi nú, meira en verið hefur. Vísir greindi frá afstöðu sjónvarpsmannsins Egils Helgasonar til þessa bardaga og svari Bubba Morthens í gær. Egill er fráleitt sá eini sem vill gagnrýna MMA, sem margir telja upphafningu á ofbeldi. Í mars í fyrra greindi Vísir frá afstöðu Barnaheilla, sem lýstu yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson gæti haft á æsku landsins, að hún væri líkleg til að taka upp á slagsmálum í auknara mæli með Gunnar sem fyrirmynd. Margrét Júlía Rafnsdóttir hjá Barnaheillum sagði þá þetta hugsanlega leiða til meira ofbeldis meðal barna og unglinga en þó þekkist í þeirra röðum. „Já, það er alveg rétt. Þar sem þetta er flokkað sem íþrótt og við lítum svo á að íþróttamenn séu góðar fyrirmyndir fyrir börn. En þarna er það sannarlega ekki þar sem þetta er klárlega mikið ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi.“ Þau ummæli féllu í afar grýttan jarðveg meðal aðdáenda Gunnars en nú virðist fólk miklu móttækilegra fyrir þessum röddum. Líklega hefur Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði á Facebook um helgina: „Það finnst miklu fleirum núna MMA vera ógeðslegt af því núna var Gunnar laminn í spað en hann var ekki sá sem lamdi.“Það finnst miklu fleirum núna MMA vera ógeðslegt af því núna var Gunnar laminn í spað en hann var ekki sá sem lamdi.Posted by Ágúst Borgþór Sverrisson on Sunday, December 13, 2015Í mars í fyrra féllu ummæli Margrétar Júlíu í grýttan jarðveg en fólk virðist miklu móttækilegra fyrir gagnrýni á MMA nú, en var þða.Ekki hægt að flokka MMA með íþróttumGagnrýnin er miklu meira áberandi nú en fyrir ári. Þannig sætir tíðindum að Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður hjá KSÍ, gagnrýnir MMA harðlega í kjölfar bardagans og hann vill ekki flokka MMA með íþróttum: „Gunnar var laminn 124 sinnum í andlitið í bardaganum sem snérist um að halda honum niðri og lemja hann ítrekað með hnefa, fótum eða olnboga. 124 sinnum! Gunni lá blóðugur og virtist ringlaður - skiljanlega,“ segir Hilmar Þór og heldur áfram: Nú er líkamlegt atgervi þeirra sem berjast í UFC gott. En að tilgangur "íþróttarinnar" sé bara að meiða er mér framandi. UFC er bara söluvara fyrir ofbeldi - kannski finnst mér leiðinlegt að sé góða drengi lamda til óbóta. Var ég spenntur? Já, aðallega að sjá hvort Gunnar myndi lifa barsmíðarnar af. Gunni er of góður drengur fyrir svona vitleysu!“Ég vil byrja að segja að ég kann vel við Gunnar Nelson, hef tekið hann viðtöl og finnst hann góð fyrirmynd að mörgu...Posted by Hilmar Þór Guðmundsson on Sunday, December 13, 2015Fyrirmyndin Gunnar NelsonHart er deilt um hvort fyrirmyndin Gunnar Nelson er óæskileg og þannig hefur Vísir heimildir fyrir því að þá um nóttina, eftir bardagann hafi ungur maður sem ekkert hafði unnið sér til saka verið barinn, nefbrotinn og var mikill blóðpollur á götunni. Þetta var í Bankastræti og stóð maður yfir honum í bardagastellingu. Samkvæmt Jóhanni Karli Þórissyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er þó ekki hægt að greina að óvenju mikið hafi verið um líkamasárásir þessa helgi, fjögur mál eru skráð, þar af tvö sem flokka má undir slagsmál. Og er það svipað og verið hefur. „Þetta er svipað og verið hefur. Menn eldast uppúr þessu, ná sér í konur og þá koma einhverjir nýir vitleysingar fram á sjónarsviðið. Það er endurnýjun í þessu eins og öðru.“ Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Mikil umræða um skaðsemi bardagaíþrótta ríkir nú víða í samfélaginu eftir að Gunnar Nelson tapaði bardaga sínum í MMA. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur bendir á fyrirbæri sem heitir CTE á Facebooksíðu sinni og hefur það vakið mikla athygli; heilabilun sem kemur oft fram meðal íþróttamanna sem hafa mátt þola þung höfuðhögg eftir að ferli lýkur. „Gunnar fékk 142 höfuðhögg í bardaganum frá manni sem æfir sig á hverjum degi að kýla,“ segir Hafrún í pistli sínum en hún er með doktorspróf í líf- og læknavísindum. „Það er alveg klárt að þessi 142 högg sem Gunnar fékk juku líkurnar á að hann þrói með sér CTE í framtíðinni.“Gunnar fékk 142 höfuðhögg í bardaganum frá manni sem æfir sig á hverjum degi að kýla. Margir segja að þetta sé í lagi þv...Posted by Hafrún Kristjánsdóttir on Sunday, December 13, 2015Bubbi og Egill tókust á um MMA í gær.Heilabilun sem þung höfuðhögg orsakaHafrún er ekki sú eina sem bendir á skaðsemi höfuðhögga. Í Morgunútvarpi Rásar 2 var rætt við Gunnar Jóhannsson lækni sem fylgdist með bardaganum. Hann segist hafa orðið áhyggjufullur strax í 2. lotu bardagans, og þóttist greina að höfuðhöggin virkuðu illa á samhæfingu vöðva líkamans sem litli heili stjórnar, þá strax hafi verið tekið að hægja á Gunnari nafna hans. Læknirinn sagði að það væru mörg læknisfræðileg heiti yfir þá sem hafa verið lengi í boxi og fengið heilabilun sem má rekja beint til þungra höfuðhögga. „Punch drunk syndrome. Þegar maður fær þungt högg á hausinn er heilinn umvafinn heilavökva sem dregur úr venjulegum höggum en við svona þung högg á skellur heilinn utan í höfuðkúpuna og hinum megin þegar hann er að rétta sig aftur af,“ sagði Gunnar.Gagnrýnin harðari nú en fyrir áriHann segir að við þetta hljótist beinn heilaskaði. Þó menn rotist ekki beint þá leiða rannsóknir það í ljós að um litlar blæðingar verður, frumur deyja og skaðast. „“Og í viðgerðinni koma ekki eins góðar frumur til baka og stoðefni og þá myndast útfellingar sem valda einkennum eins og alsheimersjúkdómi.“ Gagnrýnin kemur fram víða og er áberandi nú, meira en verið hefur. Vísir greindi frá afstöðu sjónvarpsmannsins Egils Helgasonar til þessa bardaga og svari Bubba Morthens í gær. Egill er fráleitt sá eini sem vill gagnrýna MMA, sem margir telja upphafningu á ofbeldi. Í mars í fyrra greindi Vísir frá afstöðu Barnaheilla, sem lýstu yfir miklum áhyggjum af óæskilegum áhrifum sem Gunnar Nelson gæti haft á æsku landsins, að hún væri líkleg til að taka upp á slagsmálum í auknara mæli með Gunnar sem fyrirmynd. Margrét Júlía Rafnsdóttir hjá Barnaheillum sagði þá þetta hugsanlega leiða til meira ofbeldis meðal barna og unglinga en þó þekkist í þeirra röðum. „Já, það er alveg rétt. Þar sem þetta er flokkað sem íþrótt og við lítum svo á að íþróttamenn séu góðar fyrirmyndir fyrir börn. En þarna er það sannarlega ekki þar sem þetta er klárlega mikið ofbeldi og börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi.“ Þau ummæli féllu í afar grýttan jarðveg meðal aðdáenda Gunnars en nú virðist fólk miklu móttækilegra fyrir þessum röddum. Líklega hefur Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði á Facebook um helgina: „Það finnst miklu fleirum núna MMA vera ógeðslegt af því núna var Gunnar laminn í spað en hann var ekki sá sem lamdi.“Það finnst miklu fleirum núna MMA vera ógeðslegt af því núna var Gunnar laminn í spað en hann var ekki sá sem lamdi.Posted by Ágúst Borgþór Sverrisson on Sunday, December 13, 2015Í mars í fyrra féllu ummæli Margrétar Júlíu í grýttan jarðveg en fólk virðist miklu móttækilegra fyrir gagnrýni á MMA nú, en var þða.Ekki hægt að flokka MMA með íþróttumGagnrýnin er miklu meira áberandi nú en fyrir ári. Þannig sætir tíðindum að Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður hjá KSÍ, gagnrýnir MMA harðlega í kjölfar bardagans og hann vill ekki flokka MMA með íþróttum: „Gunnar var laminn 124 sinnum í andlitið í bardaganum sem snérist um að halda honum niðri og lemja hann ítrekað með hnefa, fótum eða olnboga. 124 sinnum! Gunni lá blóðugur og virtist ringlaður - skiljanlega,“ segir Hilmar Þór og heldur áfram: Nú er líkamlegt atgervi þeirra sem berjast í UFC gott. En að tilgangur "íþróttarinnar" sé bara að meiða er mér framandi. UFC er bara söluvara fyrir ofbeldi - kannski finnst mér leiðinlegt að sé góða drengi lamda til óbóta. Var ég spenntur? Já, aðallega að sjá hvort Gunnar myndi lifa barsmíðarnar af. Gunni er of góður drengur fyrir svona vitleysu!“Ég vil byrja að segja að ég kann vel við Gunnar Nelson, hef tekið hann viðtöl og finnst hann góð fyrirmynd að mörgu...Posted by Hilmar Þór Guðmundsson on Sunday, December 13, 2015Fyrirmyndin Gunnar NelsonHart er deilt um hvort fyrirmyndin Gunnar Nelson er óæskileg og þannig hefur Vísir heimildir fyrir því að þá um nóttina, eftir bardagann hafi ungur maður sem ekkert hafði unnið sér til saka verið barinn, nefbrotinn og var mikill blóðpollur á götunni. Þetta var í Bankastræti og stóð maður yfir honum í bardagastellingu. Samkvæmt Jóhanni Karli Þórissyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er þó ekki hægt að greina að óvenju mikið hafi verið um líkamasárásir þessa helgi, fjögur mál eru skráð, þar af tvö sem flokka má undir slagsmál. Og er það svipað og verið hefur. „Þetta er svipað og verið hefur. Menn eldast uppúr þessu, ná sér í konur og þá koma einhverjir nýir vitleysingar fram á sjónarsviðið. Það er endurnýjun í þessu eins og öðru.“
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira