Vill kosningabandalag með Katrínu í brúnni Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. desember 2015 13:21 Róbert Marshall Róbert Marshall þingmaður Bjartrar Framtíðar varpar fram þeirri tillögu á facebook síðu sinni að myndað verði kosningabandalag utan um ný vinnubrögð og ákveðna málaflokka fyrir næstu Alþingiskosningar. „Það þarf að bjarga Íslandi. Við erum föst í fari átakastjórnmála sem valda stöðnun og hnignun,“ segir Róbert á facebook síðu sinni. Í samtali við fréttastofu segir Róbert það miður að landinu sé stjórnað með annars flokks aðferðum. „Það er hvert ógæfumáli sem rekur annað. Umræðan er ónýt og það er engin forysta í þeim efnum frá þessari ríkisstjórn, við erum ekki að gera nægjanlegar umbætur og stuðla að endurreisn í heilbrigðiskerfinu, sem að ég held að allir landsmenn eru sammála um,“ segir hann. Þá nefnir hann að Ísland sé einnig staðnað í umhverfis- og jafnréttismálum og nefna megi fleiri þætti. „Staðan er einfaldlega þannig að það þarf að bregðast við þessari stöðu með öllum mögulegum ráðum og reyna að snúa við blaðinu. Og það er það sem ég er að leggja til.“Katrín JakobsdóttirVísir/daníelAðspurður segir hann að hann sé fyrst og fremst að horfa til stjórnarandstöðuflokkanna í þessu samhengi. „Þeir hafa sýnt það núna tvö ár í röð að þeir hafa lagt fram sameiginlegar fjárlagatillögur án mikilla áraka.“ Þá nefnir hann að hann sjálfur frekar en annað fólk sé ekki ómissandi í slíku samstarfi en hann vill sjæa Katrínu Jakobsdóttur fara fyrir ríkisstjórn utanþingsráðherra. „Ég held að það sé svona gengumgangandi góður stuðningur við hana, hún hefur sýnt það og við höfum séð að hún nýtur trausts langt utan raða sinna flokksmanna og það tel ég að sé ótvíræður kostur,“ segir Róbert. Hugmynd Róberts rímar vel við hugmyndir Birgittu Jónsdóttur þingmanns Pírata um kosningabandalag fyrir næstu Alþingiskosningar. Í mars á þessu ári lagði hún til að bandalag yrði myndað um nýja stjórnarskrá og kosningar um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Alþingi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Róbert Marshall þingmaður Bjartrar Framtíðar varpar fram þeirri tillögu á facebook síðu sinni að myndað verði kosningabandalag utan um ný vinnubrögð og ákveðna málaflokka fyrir næstu Alþingiskosningar. „Það þarf að bjarga Íslandi. Við erum föst í fari átakastjórnmála sem valda stöðnun og hnignun,“ segir Róbert á facebook síðu sinni. Í samtali við fréttastofu segir Róbert það miður að landinu sé stjórnað með annars flokks aðferðum. „Það er hvert ógæfumáli sem rekur annað. Umræðan er ónýt og það er engin forysta í þeim efnum frá þessari ríkisstjórn, við erum ekki að gera nægjanlegar umbætur og stuðla að endurreisn í heilbrigðiskerfinu, sem að ég held að allir landsmenn eru sammála um,“ segir hann. Þá nefnir hann að Ísland sé einnig staðnað í umhverfis- og jafnréttismálum og nefna megi fleiri þætti. „Staðan er einfaldlega þannig að það þarf að bregðast við þessari stöðu með öllum mögulegum ráðum og reyna að snúa við blaðinu. Og það er það sem ég er að leggja til.“Katrín JakobsdóttirVísir/daníelAðspurður segir hann að hann sé fyrst og fremst að horfa til stjórnarandstöðuflokkanna í þessu samhengi. „Þeir hafa sýnt það núna tvö ár í röð að þeir hafa lagt fram sameiginlegar fjárlagatillögur án mikilla áraka.“ Þá nefnir hann að hann sjálfur frekar en annað fólk sé ekki ómissandi í slíku samstarfi en hann vill sjæa Katrínu Jakobsdóttur fara fyrir ríkisstjórn utanþingsráðherra. „Ég held að það sé svona gengumgangandi góður stuðningur við hana, hún hefur sýnt það og við höfum séð að hún nýtur trausts langt utan raða sinna flokksmanna og það tel ég að sé ótvíræður kostur,“ segir Róbert. Hugmynd Róberts rímar vel við hugmyndir Birgittu Jónsdóttur þingmanns Pírata um kosningabandalag fyrir næstu Alþingiskosningar. Í mars á þessu ári lagði hún til að bandalag yrði myndað um nýja stjórnarskrá og kosningar um aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Alþingi Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira