Hjálmar hjólar í skemmdarvargana: Á von á ákæru vegna opnunar hliðsins á Laugavegi Bjarki Ármannsson skrifar 14. desember 2015 15:45 "Það var bara reiknað með að menn hlýddu ummælum og stæðu við samkomulag sem var búið að gera,“ segir Hjálmar. Vísir „Þetta er satt að segja ólíðandi,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, um opnun hliða sem ætlað var að afmarka göngugötur í miðborginni. Skólavörðustígur og hluti Laugavegs eiga að standa lokaðir fyrir bílaumferð tvo daga í senn á aðventunni en hliðin hafa verið opnuð tvær síðustu helgar. Síðasta laugardag greindu sjónarvottar frá því að ákveðnir kaupmenn hefðu opnað hliðið við Laugaveginn með verkfærum. Hjálmar segir borgina líta á málið alvarlegum augum. „Ekki síst í ljósi þess að undanfari þessarar ákvörðunar, að hafa þetta lokað fyrir bílaumferð á helgum á aðventunni, var meðal annars gerð í kjölfar ítarlegrar skoðanakönnunar meðal 74 kaupmanna og rekstraraðila á þessum parti Laugavegsins,“ segir Hjálmar. „63 prósent þeirra sem svöruðu voru hlynnt þessu.“Sjá einnig: Lokað fyrir umferð bíla á Laugavegi um aðventuna Ljóst er þó að nokkrir kaupmenn setja sig upp á móti lokununum. Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sagði í samtali við Ísland í dag nýlega að þeim hefði verið mótmælt á fundi kaupmanna með borgaryfirvöldum.Innslag Íslands í dag um lokanirnar á Laugavegi má sjá hér fyrir neðan.„Ég var ekki á þessum fundi en það fer svona tveimur sögum af því öllu saman,“ segir Hjálmar. „Það hefur alla tíð verið meirihluti kaupmanna á Laugaveginum hlynntur þessum lokunum. Það kom mjög skýrt fram í tveimur viðamiklum könnunum á þessu ári og í fyrra. Svo eru náttúrulega 75 prósent Reykvíkinga fylgjandi þeim. Meðal annars er þess vegna búið að ákveða, og samþykkja, að þessi sumarlokun frá 1. maí til 1. október verði til frambúðar.“Ekki standi til að ræða frekar við þá grunuðu Upphaflega stóð til að hafa lokað allar helgar í aðventunni og svo frá 18. desember til aðfangadags. Til að koma til móts við óskir nokkra kaupmanna var fyrstu aðventuhelgi í nóvember sleppt og sömuleiðis mánudegi og þriðjudegi fyrir jól. „Þess vegna kom það vægast sagt á óvart að um leið og það á að framfylgja þessu sem var samþykkt, kjósa fáeinir aðilar strax að brjóta samkomulagið,“ segir Hjálmar. „Meira að segja aðilar, hef ég heimildir um, sem voru á þessum fundi. Það eru vitni að því og búið að tilkynna þetta til lögreglu. Ég á von á því að það verði gefin út ákæra.“Ákveðnir kaupmenn koma hlaupandi með verkfæri og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað. Ógeðis frekja og yfirgangur. pic.twitter.com/mOXJLjkkG7— Bobby Breiðholt (@Breidholt) December 12, 2015 Hann segir það örfáa menn sem standa í þessu en að borgin hafi ekki í hyggju að ræða sérstaklega við þá fyrir næstu lokun. Búið sé að ræða þetta oft og að mati Hjálmars sé þeim ekki treystandi. Hann segir borgina hafa þurft að kalla út bakvaktir vegna opnunnar hliðanna, bæði til að laga ónýta lása sem voru skemmdir og til þess að loka hliðunum aftur. „Þannig að þarna er verið að eyðileggja eignir borginnar, svíkja gert samkomulag og í rauninni stofna fólki í hættu sem vissi ekki betur, til dæmis á laugardaginn, en að það gæti gengið óhult eftir þessum hluta Laugavegsins,“ segir hann. „Þetta verður örugglega vaktað næst, en það er þá kostnaður sem var ekki reiknað með að kæmi til. Það var bara reiknað með að menn hlýddu ummælum og stæðu við samkomulag sem var búið að gera.“ Göngugötur Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira
„Þetta er satt að segja ólíðandi,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, um opnun hliða sem ætlað var að afmarka göngugötur í miðborginni. Skólavörðustígur og hluti Laugavegs eiga að standa lokaðir fyrir bílaumferð tvo daga í senn á aðventunni en hliðin hafa verið opnuð tvær síðustu helgar. Síðasta laugardag greindu sjónarvottar frá því að ákveðnir kaupmenn hefðu opnað hliðið við Laugaveginn með verkfærum. Hjálmar segir borgina líta á málið alvarlegum augum. „Ekki síst í ljósi þess að undanfari þessarar ákvörðunar, að hafa þetta lokað fyrir bílaumferð á helgum á aðventunni, var meðal annars gerð í kjölfar ítarlegrar skoðanakönnunar meðal 74 kaupmanna og rekstraraðila á þessum parti Laugavegsins,“ segir Hjálmar. „63 prósent þeirra sem svöruðu voru hlynnt þessu.“Sjá einnig: Lokað fyrir umferð bíla á Laugavegi um aðventuna Ljóst er þó að nokkrir kaupmenn setja sig upp á móti lokununum. Björn Jón Bragason, framkvæmdastjóri Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sagði í samtali við Ísland í dag nýlega að þeim hefði verið mótmælt á fundi kaupmanna með borgaryfirvöldum.Innslag Íslands í dag um lokanirnar á Laugavegi má sjá hér fyrir neðan.„Ég var ekki á þessum fundi en það fer svona tveimur sögum af því öllu saman,“ segir Hjálmar. „Það hefur alla tíð verið meirihluti kaupmanna á Laugaveginum hlynntur þessum lokunum. Það kom mjög skýrt fram í tveimur viðamiklum könnunum á þessu ári og í fyrra. Svo eru náttúrulega 75 prósent Reykvíkinga fylgjandi þeim. Meðal annars er þess vegna búið að ákveða, og samþykkja, að þessi sumarlokun frá 1. maí til 1. október verði til frambúðar.“Ekki standi til að ræða frekar við þá grunuðu Upphaflega stóð til að hafa lokað allar helgar í aðventunni og svo frá 18. desember til aðfangadags. Til að koma til móts við óskir nokkra kaupmanna var fyrstu aðventuhelgi í nóvember sleppt og sömuleiðis mánudegi og þriðjudegi fyrir jól. „Þess vegna kom það vægast sagt á óvart að um leið og það á að framfylgja þessu sem var samþykkt, kjósa fáeinir aðilar strax að brjóta samkomulagið,“ segir Hjálmar. „Meira að segja aðilar, hef ég heimildir um, sem voru á þessum fundi. Það eru vitni að því og búið að tilkynna þetta til lögreglu. Ég á von á því að það verði gefin út ákæra.“Ákveðnir kaupmenn koma hlaupandi með verkfæri og opna hliðin jafnóðum og þeim er lokað. Ógeðis frekja og yfirgangur. pic.twitter.com/mOXJLjkkG7— Bobby Breiðholt (@Breidholt) December 12, 2015 Hann segir það örfáa menn sem standa í þessu en að borgin hafi ekki í hyggju að ræða sérstaklega við þá fyrir næstu lokun. Búið sé að ræða þetta oft og að mati Hjálmars sé þeim ekki treystandi. Hann segir borgina hafa þurft að kalla út bakvaktir vegna opnunnar hliðanna, bæði til að laga ónýta lása sem voru skemmdir og til þess að loka hliðunum aftur. „Þannig að þarna er verið að eyðileggja eignir borginnar, svíkja gert samkomulag og í rauninni stofna fólki í hættu sem vissi ekki betur, til dæmis á laugardaginn, en að það gæti gengið óhult eftir þessum hluta Laugavegsins,“ segir hann. „Þetta verður örugglega vaktað næst, en það er þá kostnaður sem var ekki reiknað með að kæmi til. Það var bara reiknað með að menn hlýddu ummælum og stæðu við samkomulag sem var búið að gera.“
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira