Hvað felst í jólagjöf? Eva Ólafsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Fyrir nokkrum dögum rakst ég á umræðu á netinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um það hversu hárri upphæð væri sanngjarnt að eyða í jólagjöf til barnanna. Margir nefndu ákveðið viðmið – allt frá nokkrum þúsundköllum upp í tugi þúsunda. Og oftar en ekki var búið að ákveða hærri upphæð fyrir eldri börn en þau yngri. Ég velti því fyrir mér hvaða hugur liggur hér að baki. Hvað felst í þeim gjöfum sem við gefum börnunum okkar og öðrum ástvinum? Það er svo skrítið hvernig gildismat landans virðist að miklu leyti markast af peningum. Peningar eru orðnir mælikvarði á það hversu mikils virði hlutirnir eru og ef þú kaupir eitthvað nógu dýrt þá ættirðu að vera öruggur með að verða þér ekki til skammar með jólagjöfinni sem þú gefur. Á hverju ári þegar jólin nálgast byrjar sami tvískinnungurinn að hljóma. Fólk deilir á samfélagsmiðlum fallegum boðskap um raunverulegan tilgang jólanna og þá þætti sem við eigum að leggja áherslu á á þessum tíma. Ekki tapa þér í stressinu! Ekki missa þig í þrifum og tiltekt! Ekki versla frá þér allt vit! Því jólin eru hátíð ljóss og friðar. Fljótlega fara svo að tínast inn sögur þar sem niðurbrotnir jólasveinar skammast sín fyrir að hafa gefið barni mandarínu þegar annar jólasveinn (augljóslega alveg með’etta) gaf nýjustu eplagræjuna. Og þá er ég ekki að tala um skrælara. Auglýsingar æpa á okkur með „jólagjöf ársins“ og áður en fólk getur snúið sér í hring hefur hjarðhegðunin tekið völdin og allir hlaupa á eftir hinum til að verða sér nú ekki til skammar með einhverri hallærisgjöf sem var vinsæl í fyrra. Eða jafnvel hitteðfyrra!Lífseigt fyrirbæri Svo virðist sem efnishyggja sé ótrúlega lífseigt fyrirbæri. Svo lífseig að hún nær rétt svo að blunda í þjóðarsálinni í gegnum krepputíma en vaknar af dvalanum jafnskjótt og fólk er komið um borð í björgunarbátana á meðan skútan marar enn í hálfu kafi. Kapphlaupið endurtekur sig – allir verða að eignast það sem Jói og Sigga við hliðina voru að eignast. Allir rembast við að skreyta sig með fjöðrum af sama hananum. Sem mér finnst raunar alveg óskiljanlegt, því hvað er eftirsóknarvert við það að heilu raðhúsalengjurnar séu með sömu blómavasana, sömu húsgagnalínuna og sama þrefalda klósettpappírinn (en hey, þetta er sko PAPCO!)? Hvað hlýst af þessu öllu? Börnin alast upp við brenglað gildismat þar sem það skiptir minna máli hver þú ert og hvað þú gerir heldur en hvað þú átt… og hvað það kostaði! Mannkostir einstaklingsins lúta í lægra haldi fyrir efnislegum hlutum, íburði og tilgerð. Sorglegt en satt. Og þegar upp er staðið skilur þetta ekkert eftir sig því enginn mun minnast þín fyrir dótið sem þú áttir. Pældu í því. Að þessu sögðu vil ég bæta við að auðvitað er ekki hægt að alhæfa um allt og alla og innst inni vitum við flest hvað lífið snýst um. Við vitum að allt þetta dót veitir okkur enga raunverulega hamingju heldur í besta falli stundarfró þar til næsta „jólagjöf ársins“ poppar upp. Við vitum að jólin snúast um ljós og frið og gæðastundir með þeim sem okkur þykir vænst um. En einhverra hluta vegna virðast þau ítök sem hjörðin hefur vera ótrúlega sterk og um leið og flaumurinn fer af stað hrífur hann fólk með sér – þrátt fyrir háleitar yfirlýsingar þess um raunverulegt gildi jólanna. Gleðilega hátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum rakst ég á umræðu á netinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um það hversu hárri upphæð væri sanngjarnt að eyða í jólagjöf til barnanna. Margir nefndu ákveðið viðmið – allt frá nokkrum þúsundköllum upp í tugi þúsunda. Og oftar en ekki var búið að ákveða hærri upphæð fyrir eldri börn en þau yngri. Ég velti því fyrir mér hvaða hugur liggur hér að baki. Hvað felst í þeim gjöfum sem við gefum börnunum okkar og öðrum ástvinum? Það er svo skrítið hvernig gildismat landans virðist að miklu leyti markast af peningum. Peningar eru orðnir mælikvarði á það hversu mikils virði hlutirnir eru og ef þú kaupir eitthvað nógu dýrt þá ættirðu að vera öruggur með að verða þér ekki til skammar með jólagjöfinni sem þú gefur. Á hverju ári þegar jólin nálgast byrjar sami tvískinnungurinn að hljóma. Fólk deilir á samfélagsmiðlum fallegum boðskap um raunverulegan tilgang jólanna og þá þætti sem við eigum að leggja áherslu á á þessum tíma. Ekki tapa þér í stressinu! Ekki missa þig í þrifum og tiltekt! Ekki versla frá þér allt vit! Því jólin eru hátíð ljóss og friðar. Fljótlega fara svo að tínast inn sögur þar sem niðurbrotnir jólasveinar skammast sín fyrir að hafa gefið barni mandarínu þegar annar jólasveinn (augljóslega alveg með’etta) gaf nýjustu eplagræjuna. Og þá er ég ekki að tala um skrælara. Auglýsingar æpa á okkur með „jólagjöf ársins“ og áður en fólk getur snúið sér í hring hefur hjarðhegðunin tekið völdin og allir hlaupa á eftir hinum til að verða sér nú ekki til skammar með einhverri hallærisgjöf sem var vinsæl í fyrra. Eða jafnvel hitteðfyrra!Lífseigt fyrirbæri Svo virðist sem efnishyggja sé ótrúlega lífseigt fyrirbæri. Svo lífseig að hún nær rétt svo að blunda í þjóðarsálinni í gegnum krepputíma en vaknar af dvalanum jafnskjótt og fólk er komið um borð í björgunarbátana á meðan skútan marar enn í hálfu kafi. Kapphlaupið endurtekur sig – allir verða að eignast það sem Jói og Sigga við hliðina voru að eignast. Allir rembast við að skreyta sig með fjöðrum af sama hananum. Sem mér finnst raunar alveg óskiljanlegt, því hvað er eftirsóknarvert við það að heilu raðhúsalengjurnar séu með sömu blómavasana, sömu húsgagnalínuna og sama þrefalda klósettpappírinn (en hey, þetta er sko PAPCO!)? Hvað hlýst af þessu öllu? Börnin alast upp við brenglað gildismat þar sem það skiptir minna máli hver þú ert og hvað þú gerir heldur en hvað þú átt… og hvað það kostaði! Mannkostir einstaklingsins lúta í lægra haldi fyrir efnislegum hlutum, íburði og tilgerð. Sorglegt en satt. Og þegar upp er staðið skilur þetta ekkert eftir sig því enginn mun minnast þín fyrir dótið sem þú áttir. Pældu í því. Að þessu sögðu vil ég bæta við að auðvitað er ekki hægt að alhæfa um allt og alla og innst inni vitum við flest hvað lífið snýst um. Við vitum að allt þetta dót veitir okkur enga raunverulega hamingju heldur í besta falli stundarfró þar til næsta „jólagjöf ársins“ poppar upp. Við vitum að jólin snúast um ljós og frið og gæðastundir með þeim sem okkur þykir vænst um. En einhverra hluta vegna virðast þau ítök sem hjörðin hefur vera ótrúlega sterk og um leið og flaumurinn fer af stað hrífur hann fólk með sér – þrátt fyrir háleitar yfirlýsingar þess um raunverulegt gildi jólanna. Gleðilega hátíð.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun