Hvað felst í jólagjöf? Eva Ólafsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Fyrir nokkrum dögum rakst ég á umræðu á netinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um það hversu hárri upphæð væri sanngjarnt að eyða í jólagjöf til barnanna. Margir nefndu ákveðið viðmið – allt frá nokkrum þúsundköllum upp í tugi þúsunda. Og oftar en ekki var búið að ákveða hærri upphæð fyrir eldri börn en þau yngri. Ég velti því fyrir mér hvaða hugur liggur hér að baki. Hvað felst í þeim gjöfum sem við gefum börnunum okkar og öðrum ástvinum? Það er svo skrítið hvernig gildismat landans virðist að miklu leyti markast af peningum. Peningar eru orðnir mælikvarði á það hversu mikils virði hlutirnir eru og ef þú kaupir eitthvað nógu dýrt þá ættirðu að vera öruggur með að verða þér ekki til skammar með jólagjöfinni sem þú gefur. Á hverju ári þegar jólin nálgast byrjar sami tvískinnungurinn að hljóma. Fólk deilir á samfélagsmiðlum fallegum boðskap um raunverulegan tilgang jólanna og þá þætti sem við eigum að leggja áherslu á á þessum tíma. Ekki tapa þér í stressinu! Ekki missa þig í þrifum og tiltekt! Ekki versla frá þér allt vit! Því jólin eru hátíð ljóss og friðar. Fljótlega fara svo að tínast inn sögur þar sem niðurbrotnir jólasveinar skammast sín fyrir að hafa gefið barni mandarínu þegar annar jólasveinn (augljóslega alveg með’etta) gaf nýjustu eplagræjuna. Og þá er ég ekki að tala um skrælara. Auglýsingar æpa á okkur með „jólagjöf ársins“ og áður en fólk getur snúið sér í hring hefur hjarðhegðunin tekið völdin og allir hlaupa á eftir hinum til að verða sér nú ekki til skammar með einhverri hallærisgjöf sem var vinsæl í fyrra. Eða jafnvel hitteðfyrra!Lífseigt fyrirbæri Svo virðist sem efnishyggja sé ótrúlega lífseigt fyrirbæri. Svo lífseig að hún nær rétt svo að blunda í þjóðarsálinni í gegnum krepputíma en vaknar af dvalanum jafnskjótt og fólk er komið um borð í björgunarbátana á meðan skútan marar enn í hálfu kafi. Kapphlaupið endurtekur sig – allir verða að eignast það sem Jói og Sigga við hliðina voru að eignast. Allir rembast við að skreyta sig með fjöðrum af sama hananum. Sem mér finnst raunar alveg óskiljanlegt, því hvað er eftirsóknarvert við það að heilu raðhúsalengjurnar séu með sömu blómavasana, sömu húsgagnalínuna og sama þrefalda klósettpappírinn (en hey, þetta er sko PAPCO!)? Hvað hlýst af þessu öllu? Börnin alast upp við brenglað gildismat þar sem það skiptir minna máli hver þú ert og hvað þú gerir heldur en hvað þú átt… og hvað það kostaði! Mannkostir einstaklingsins lúta í lægra haldi fyrir efnislegum hlutum, íburði og tilgerð. Sorglegt en satt. Og þegar upp er staðið skilur þetta ekkert eftir sig því enginn mun minnast þín fyrir dótið sem þú áttir. Pældu í því. Að þessu sögðu vil ég bæta við að auðvitað er ekki hægt að alhæfa um allt og alla og innst inni vitum við flest hvað lífið snýst um. Við vitum að allt þetta dót veitir okkur enga raunverulega hamingju heldur í besta falli stundarfró þar til næsta „jólagjöf ársins“ poppar upp. Við vitum að jólin snúast um ljós og frið og gæðastundir með þeim sem okkur þykir vænst um. En einhverra hluta vegna virðast þau ítök sem hjörðin hefur vera ótrúlega sterk og um leið og flaumurinn fer af stað hrífur hann fólk með sér – þrátt fyrir háleitar yfirlýsingar þess um raunverulegt gildi jólanna. Gleðilega hátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum rakst ég á umræðu á netinu þar sem fólk skiptist á skoðunum um það hversu hárri upphæð væri sanngjarnt að eyða í jólagjöf til barnanna. Margir nefndu ákveðið viðmið – allt frá nokkrum þúsundköllum upp í tugi þúsunda. Og oftar en ekki var búið að ákveða hærri upphæð fyrir eldri börn en þau yngri. Ég velti því fyrir mér hvaða hugur liggur hér að baki. Hvað felst í þeim gjöfum sem við gefum börnunum okkar og öðrum ástvinum? Það er svo skrítið hvernig gildismat landans virðist að miklu leyti markast af peningum. Peningar eru orðnir mælikvarði á það hversu mikils virði hlutirnir eru og ef þú kaupir eitthvað nógu dýrt þá ættirðu að vera öruggur með að verða þér ekki til skammar með jólagjöfinni sem þú gefur. Á hverju ári þegar jólin nálgast byrjar sami tvískinnungurinn að hljóma. Fólk deilir á samfélagsmiðlum fallegum boðskap um raunverulegan tilgang jólanna og þá þætti sem við eigum að leggja áherslu á á þessum tíma. Ekki tapa þér í stressinu! Ekki missa þig í þrifum og tiltekt! Ekki versla frá þér allt vit! Því jólin eru hátíð ljóss og friðar. Fljótlega fara svo að tínast inn sögur þar sem niðurbrotnir jólasveinar skammast sín fyrir að hafa gefið barni mandarínu þegar annar jólasveinn (augljóslega alveg með’etta) gaf nýjustu eplagræjuna. Og þá er ég ekki að tala um skrælara. Auglýsingar æpa á okkur með „jólagjöf ársins“ og áður en fólk getur snúið sér í hring hefur hjarðhegðunin tekið völdin og allir hlaupa á eftir hinum til að verða sér nú ekki til skammar með einhverri hallærisgjöf sem var vinsæl í fyrra. Eða jafnvel hitteðfyrra!Lífseigt fyrirbæri Svo virðist sem efnishyggja sé ótrúlega lífseigt fyrirbæri. Svo lífseig að hún nær rétt svo að blunda í þjóðarsálinni í gegnum krepputíma en vaknar af dvalanum jafnskjótt og fólk er komið um borð í björgunarbátana á meðan skútan marar enn í hálfu kafi. Kapphlaupið endurtekur sig – allir verða að eignast það sem Jói og Sigga við hliðina voru að eignast. Allir rembast við að skreyta sig með fjöðrum af sama hananum. Sem mér finnst raunar alveg óskiljanlegt, því hvað er eftirsóknarvert við það að heilu raðhúsalengjurnar séu með sömu blómavasana, sömu húsgagnalínuna og sama þrefalda klósettpappírinn (en hey, þetta er sko PAPCO!)? Hvað hlýst af þessu öllu? Börnin alast upp við brenglað gildismat þar sem það skiptir minna máli hver þú ert og hvað þú gerir heldur en hvað þú átt… og hvað það kostaði! Mannkostir einstaklingsins lúta í lægra haldi fyrir efnislegum hlutum, íburði og tilgerð. Sorglegt en satt. Og þegar upp er staðið skilur þetta ekkert eftir sig því enginn mun minnast þín fyrir dótið sem þú áttir. Pældu í því. Að þessu sögðu vil ég bæta við að auðvitað er ekki hægt að alhæfa um allt og alla og innst inni vitum við flest hvað lífið snýst um. Við vitum að allt þetta dót veitir okkur enga raunverulega hamingju heldur í besta falli stundarfró þar til næsta „jólagjöf ársins“ poppar upp. Við vitum að jólin snúast um ljós og frið og gæðastundir með þeim sem okkur þykir vænst um. En einhverra hluta vegna virðast þau ítök sem hjörðin hefur vera ótrúlega sterk og um leið og flaumurinn fer af stað hrífur hann fólk með sér – þrátt fyrir háleitar yfirlýsingar þess um raunverulegt gildi jólanna. Gleðilega hátíð.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun