Tekjur af Star Wars svipaðar tekjum íslenska ríkisins Sæunn Gísladóttir skrifar 16. desember 2015 09:18 George Lucas hefur hagnast gríðarlega á Star Wars þar sem hann samdi við Fox-myndverið um að eignast allar framhaldsmyndirnar og réttinn af öllu tengdu efni. Vísir/Getty George Lucas, skapari Star Wars, er einn auðugasti maður í Hollywood. Hann hefur hagnast gríðarlega á Star Wars þar sem hann samdi við Fox-myndverið á sínum tíma um að þiggja lægri laun fyrir leikstjórn fyrstu myndarinnar gegn því að eignast allar framhaldsmyndirnar og réttinn á öllu tengdu efni. Síðan þá hafa heildartekjur alls þess sem tengt er Star Wars numið um 3.700 milljörðum króna. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Björns Bergs Gunnarssonar, fræðslustjóra VÍB, á fundi um fjármál Star Wars í gær. Fram kom á fundinum að árið 2012 keypti Disney Lucasfilm (þar með talið Star Wars) af George Lucas á um 530 milljarða íslenskra króna, sem er ekki fjarri eignarhlut lífeyrissjóðanna á íslenskum hlutabréfamarkaði, eða um þriðjungur landsframleiðslu Íslands. Það kemur ef til vill sumum á óvart að 46 prósent af tekjum af Star Wars koma úr leikfangasölu, en einungis 12 prósent úr miðasölu í kvikmyndahúsum. 19 prósent af tekjum koma frá VHS- og DVD-sölu, og 12 prósent frá tölvuleikjum. Nýjasti kaflinn í Star Wars seríunni, Star Wars: The Force Awakens er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi í vikunni. Áætlaðar tekjur af Star Wars árið 2016 eru svipaðar fjárlögum íslenska ríkisins. Disney sér mikla möguleika í Star Wars. Hafist verður handa við smíði tveggja gríðarstórra skemmtigarða árið 2016 (í Flórída og Kaliforníu) og næstu sex árin kemur út að minnsta kosti ein mynd á ári. Ef allt gengur upp er áætlað að heildartekjur Star Wars verði yfir 3.000 milljarðar króna, en Disney fær þó að sjálfsögðu ekki allt í vasann. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fundinum. Fjármál Star Wars from Íslandsbanki on Vimeo. Star Wars Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
George Lucas, skapari Star Wars, er einn auðugasti maður í Hollywood. Hann hefur hagnast gríðarlega á Star Wars þar sem hann samdi við Fox-myndverið á sínum tíma um að þiggja lægri laun fyrir leikstjórn fyrstu myndarinnar gegn því að eignast allar framhaldsmyndirnar og réttinn á öllu tengdu efni. Síðan þá hafa heildartekjur alls þess sem tengt er Star Wars numið um 3.700 milljörðum króna. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Björns Bergs Gunnarssonar, fræðslustjóra VÍB, á fundi um fjármál Star Wars í gær. Fram kom á fundinum að árið 2012 keypti Disney Lucasfilm (þar með talið Star Wars) af George Lucas á um 530 milljarða íslenskra króna, sem er ekki fjarri eignarhlut lífeyrissjóðanna á íslenskum hlutabréfamarkaði, eða um þriðjungur landsframleiðslu Íslands. Það kemur ef til vill sumum á óvart að 46 prósent af tekjum af Star Wars koma úr leikfangasölu, en einungis 12 prósent úr miðasölu í kvikmyndahúsum. 19 prósent af tekjum koma frá VHS- og DVD-sölu, og 12 prósent frá tölvuleikjum. Nýjasti kaflinn í Star Wars seríunni, Star Wars: The Force Awakens er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi í vikunni. Áætlaðar tekjur af Star Wars árið 2016 eru svipaðar fjárlögum íslenska ríkisins. Disney sér mikla möguleika í Star Wars. Hafist verður handa við smíði tveggja gríðarstórra skemmtigarða árið 2016 (í Flórída og Kaliforníu) og næstu sex árin kemur út að minnsta kosti ein mynd á ári. Ef allt gengur upp er áætlað að heildartekjur Star Wars verði yfir 3.000 milljarðar króna, en Disney fær þó að sjálfsögðu ekki allt í vasann. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fundinum. Fjármál Star Wars from Íslandsbanki on Vimeo.
Star Wars Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira