Umræðu um fjárlög loks lokið Sveinn Arnarsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í pontu á þingfundi í gærkvöldi. Einar K. Guðfinnsson þingforseti stýrir fundinum, en umræður um fjárlög hafa aldrei staðið lengur á fyrri þingum. vísir/anton brink Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Lengstu umræðu um fjárlög frá því rafræn skráning þingræðna hófst lauk á fjórða tímanum í gær. Eftir átta daga samfellda þingfundi um aðra umræðu fjárlaga, sem oft á tíðum varði fram á nótt, höfðu 1.758 ræður verið haldnar í rúmar 87 klukkustundir, langflestar þeirra haldnar af stjórnarandstöðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom það flatt upp á suma stjórnarandstöðuþingmenn þegar formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, boðaði í hádegisfréttum útvarps í gær, að umræðum lyki þann daginn. Ekkert samkomulag virðist hafa verið gert milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Meirihluti á þingi hafði gagnrýnt stjórnarandstöðuna harðlega fyrir grímulaust málþóf og forsætisráðherra sagði í þingræðu að hér væri stjórnarandstaðan að slá einn eitt Íslandsmetið í málþófi. Katrín Júlíusdóttir benti hins vegar á að þessi barátta væri ekki háð til einskis. Þetta væri leið minnihlutans til þess að berjast fyrir auknum framlögum til Ríkisútvarpsins og Landspítalans sem og að öryrkjar og aldraðir fengju einnig leiðréttingu á kjörum sínum frá 1. maí síðastliðnum eins og aðrir hópar þessa lands.Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Píratavísir/vilhelmAtkvæðagreiðsla hófst að lokinni annarri umræðu. Um þrjú hundruð breytingartillögur lágu fyrir þinginu og því tók það nokkra klukkutíma að klára það verk. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, var ánægð með að þessum umræðum væri loksins lokið. „Ég er afar hamingjusöm og ánægjulegt að umræðan hafi verið stöðvuð. Mér fannst orðið svolítið mikið af endurtekningum í umræðum og langt síðan það gerðist að eitthvað nýtt hafi komið fram í umræðunni. Umræðan hafði fyrir löngu verið tæmd,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir umræðurnar hafa verið mjög góðar og innihaldsríkar. „Fyrir mér var þetta ekki löng umræða. Við vitum að þessi umræða er sú lengsta frá upphafi en það má kannski segja að umræður hafi þá í gegnum tíðina ekki verið nógu langar. Hér var meirihluti fjárlaganefndar með um þrjú hundruð breytingartillögur og við gátum ekki farið í gegnum þær allar á þessum tíma svo dæmi sé tekið,“ segir Helgi. Vigdís segist vona að þingið geti klárað frumvarpið fyrir jól þó hún setji það ekki fyrir sig að mæta milli jóla og nýárs til þingfundar. Fjárlaganefndarfundur hefur verið boðaður í dag. „Ég hef boðað fjárlaganefnd á fund og legg kapp á að þetta komi sem fyrst aftur til þings til að ljúka fjárlögum. Auðvitað vona ég að við getum klárað þetta fljótt og auðveldlega.“ Alþingi Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þingumræðunnar hefur verið um fjárlögin Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. 16. desember 2015 14:34 Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna Leiðtogar stjórnarandstöðunnar ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. 16. desember 2015 18:29 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Lengstu umræðu um fjárlög frá því rafræn skráning þingræðna hófst lauk á fjórða tímanum í gær. Eftir átta daga samfellda þingfundi um aðra umræðu fjárlaga, sem oft á tíðum varði fram á nótt, höfðu 1.758 ræður verið haldnar í rúmar 87 klukkustundir, langflestar þeirra haldnar af stjórnarandstöðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom það flatt upp á suma stjórnarandstöðuþingmenn þegar formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, boðaði í hádegisfréttum útvarps í gær, að umræðum lyki þann daginn. Ekkert samkomulag virðist hafa verið gert milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Meirihluti á þingi hafði gagnrýnt stjórnarandstöðuna harðlega fyrir grímulaust málþóf og forsætisráðherra sagði í þingræðu að hér væri stjórnarandstaðan að slá einn eitt Íslandsmetið í málþófi. Katrín Júlíusdóttir benti hins vegar á að þessi barátta væri ekki háð til einskis. Þetta væri leið minnihlutans til þess að berjast fyrir auknum framlögum til Ríkisútvarpsins og Landspítalans sem og að öryrkjar og aldraðir fengju einnig leiðréttingu á kjörum sínum frá 1. maí síðastliðnum eins og aðrir hópar þessa lands.Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Píratavísir/vilhelmAtkvæðagreiðsla hófst að lokinni annarri umræðu. Um þrjú hundruð breytingartillögur lágu fyrir þinginu og því tók það nokkra klukkutíma að klára það verk. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, var ánægð með að þessum umræðum væri loksins lokið. „Ég er afar hamingjusöm og ánægjulegt að umræðan hafi verið stöðvuð. Mér fannst orðið svolítið mikið af endurtekningum í umræðum og langt síðan það gerðist að eitthvað nýtt hafi komið fram í umræðunni. Umræðan hafði fyrir löngu verið tæmd,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir umræðurnar hafa verið mjög góðar og innihaldsríkar. „Fyrir mér var þetta ekki löng umræða. Við vitum að þessi umræða er sú lengsta frá upphafi en það má kannski segja að umræður hafi þá í gegnum tíðina ekki verið nógu langar. Hér var meirihluti fjárlaganefndar með um þrjú hundruð breytingartillögur og við gátum ekki farið í gegnum þær allar á þessum tíma svo dæmi sé tekið,“ segir Helgi. Vigdís segist vona að þingið geti klárað frumvarpið fyrir jól þó hún setji það ekki fyrir sig að mæta milli jóla og nýárs til þingfundar. Fjárlaganefndarfundur hefur verið boðaður í dag. „Ég hef boðað fjárlaganefnd á fund og legg kapp á að þetta komi sem fyrst aftur til þings til að ljúka fjárlögum. Auðvitað vona ég að við getum klárað þetta fljótt og auðveldlega.“
Alþingi Tengdar fréttir Fjörutíu prósent þingumræðunnar hefur verið um fjárlögin Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. 16. desember 2015 14:34 Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna Leiðtogar stjórnarandstöðunnar ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. 16. desember 2015 18:29 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Fjörutíu prósent þingumræðunnar hefur verið um fjárlögin Búið er að ræða um þau í um 90 klukkustundir. 16. desember 2015 14:34
Stjórnarandstaðan situr hjá við atkvæðagreiðsluna Leiðtogar stjórnarandstöðunnar ætla að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í flestum málum. 16. desember 2015 18:29