Gunnar Nelson missti mátt af ókunnum ástæðum eftir tvær mínútur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2015 08:32 Gunnar Nelson átti fá svör við tökum Demian Maia. Vísir/Getty Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis ræddi við Reykjavík Síðdegis um höfuðhögg í MMA og hvernig Gunnar Nelson hefur það eftir bardagann um síðustu helgi. Gunnar Nelson tapaði mjög illa fyrir Brasilíumanninum Demian Maia sem hafði mikla yfirburði og náði mörgum höggum á Gunnar í þessum þriggja lotu bardaga. Gunnar Nelson var mjög ólíkur sjálfum sér í bardaganum og Jón Viðar fór aðeins yfir það í viðtalinu við þá Þorgeir Ástvaldsson, Kristófer Helgason og Braga Guðmundsson. Rætt var meðal annars hvenær ástæða þykir að stöðva bardaga en stóran hluta bardagans lét Demian Maia höggin dynja á höfði Gunnars.Bardagann í heild má sjá hér að neðan.„Dómari stoppar bardaga ef manneskjan er ekki lengur með. Ef viðkomandi er búinn að vankast eða rotast eða sýnir einhver merki um að það að hann sé ekki á staðnum eða vill ekki vera á staðnum þá stoppar dómarinn bardagann strax," sagði Jón Viðar. Viðkomandi þarf því ekki að láta vita af því að hann sé búinn að fá nóg. „Það er allt morandi í læknum þarna, bæði læknar sem horfa á bardagann, sem meta Gunnar fyrir bardagann og meta Gunnar eftir bardagann. Það eru allt algjörir sérfræðingar í þessum málum öllum," sagði Jón Viðar. Sjá einnig: Lífið á bak við tjöldin hjá Gunnari Jón Viðar er mjög góður vinur Gunnars Nelson og hann var staddur út í Les Vegas og fylgdist með bardaganum í návígi. Hvernig leið honum að horfa upp á meðferðina sem íslenski bardagamaðurinn fékk? „Það var ekkert þægilegt að fylgjast með þessu. Þú sérð það samt ef þú horfir á bardagann að ekkert af þessum höggum voru virkilega þung. Gunni vankaðist aldrei en sagði hafa fundið aðeins fyrir einu höggi. Öll hin höggin lentu að mestu í höndunum á honum en runnu kannski aðeins í andlitið," sagði Jón Viðar. „Það sem var mest skrýtið við þetta allt saman að ég hef aldrei séð Gunna liggja undir einhverjum síðastliðin tíu ár. Ég hef samt séð hann glíma við bestu glímumenn í heimi og keppa marga bardaga. Hann hefur aldrei lent í þessari stöðu áður," sagði Jón Viðar. Hvað gerðist í bardaganum? „Það sem gerðist var að Gunni missti alla orkuna sína eftir tvær mínútur og við erum ekki alveg búnir að átta okkur á því af hverju það var. Hann sagði hafa fengið eitthvað aðeins í magann, ekki getað beitt sér og orkan hafi bara fjarað út eftir tvær mínútur," sagði Jón Viðar.Sjá einnig: Gunnar Nelson: „Ég er rétt að byrja“ „Við erum að reyna að komast að því af hverju það gerðist því hann var í svakalega góðu formi og leit rosalega vel út fyrir bardagann. Hann stóð sig ótrúlega vel á æfingum," sagði Jón Viðar. „Við teljum að þetta hafi ekki verið neitt sálrænt. Það var bara eitthvað líkamlegt sem klikkaði hjá honum. Honum leið nefnilega mjög vel fyrir bardagann," sagði Jón Viðar en hvaða áhrif hefur þetta tap? „Þetta hefur þau áhrif að hann þarf væntanlega tvo til þrjá auka bardaga áður en hann fær að keppa um titilinn. Þetta er eitt skref afturábak sem hann bætir fyrir vonandi á næsta ári," sagði Jón Viðar en það má hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.Að neðan er viðtal við Jón Viðar úr Ísland í dag í gær. MMA Tengdar fréttir Conor frá keppni í hálft ár? Conor McGregor meiddist á úlnlið í þrettán sekúndna bardaganum við Jose Aldo. 16. desember 2015 07:51 Lífið á bak við tjöldin hjá Gunnari | Magnaðar myndir Frábær innsýn í undirbúning Gunnars Nelson fyrir bardaga helgarinnar í Las Vegas. 15. desember 2015 12:30 Gunnar fékk tíu milljónir fyrir bardagann gegn Maia Gunnar Nelson fékk vel borgað fyrir tapið gegn Demian Maia en hefði fengið tvöfalt meira fyrir sigur. 15. desember 2015 11:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis ræddi við Reykjavík Síðdegis um höfuðhögg í MMA og hvernig Gunnar Nelson hefur það eftir bardagann um síðustu helgi. Gunnar Nelson tapaði mjög illa fyrir Brasilíumanninum Demian Maia sem hafði mikla yfirburði og náði mörgum höggum á Gunnar í þessum þriggja lotu bardaga. Gunnar Nelson var mjög ólíkur sjálfum sér í bardaganum og Jón Viðar fór aðeins yfir það í viðtalinu við þá Þorgeir Ástvaldsson, Kristófer Helgason og Braga Guðmundsson. Rætt var meðal annars hvenær ástæða þykir að stöðva bardaga en stóran hluta bardagans lét Demian Maia höggin dynja á höfði Gunnars.Bardagann í heild má sjá hér að neðan.„Dómari stoppar bardaga ef manneskjan er ekki lengur með. Ef viðkomandi er búinn að vankast eða rotast eða sýnir einhver merki um að það að hann sé ekki á staðnum eða vill ekki vera á staðnum þá stoppar dómarinn bardagann strax," sagði Jón Viðar. Viðkomandi þarf því ekki að láta vita af því að hann sé búinn að fá nóg. „Það er allt morandi í læknum þarna, bæði læknar sem horfa á bardagann, sem meta Gunnar fyrir bardagann og meta Gunnar eftir bardagann. Það eru allt algjörir sérfræðingar í þessum málum öllum," sagði Jón Viðar. Sjá einnig: Lífið á bak við tjöldin hjá Gunnari Jón Viðar er mjög góður vinur Gunnars Nelson og hann var staddur út í Les Vegas og fylgdist með bardaganum í návígi. Hvernig leið honum að horfa upp á meðferðina sem íslenski bardagamaðurinn fékk? „Það var ekkert þægilegt að fylgjast með þessu. Þú sérð það samt ef þú horfir á bardagann að ekkert af þessum höggum voru virkilega þung. Gunni vankaðist aldrei en sagði hafa fundið aðeins fyrir einu höggi. Öll hin höggin lentu að mestu í höndunum á honum en runnu kannski aðeins í andlitið," sagði Jón Viðar. „Það sem var mest skrýtið við þetta allt saman að ég hef aldrei séð Gunna liggja undir einhverjum síðastliðin tíu ár. Ég hef samt séð hann glíma við bestu glímumenn í heimi og keppa marga bardaga. Hann hefur aldrei lent í þessari stöðu áður," sagði Jón Viðar. Hvað gerðist í bardaganum? „Það sem gerðist var að Gunni missti alla orkuna sína eftir tvær mínútur og við erum ekki alveg búnir að átta okkur á því af hverju það var. Hann sagði hafa fengið eitthvað aðeins í magann, ekki getað beitt sér og orkan hafi bara fjarað út eftir tvær mínútur," sagði Jón Viðar.Sjá einnig: Gunnar Nelson: „Ég er rétt að byrja“ „Við erum að reyna að komast að því af hverju það gerðist því hann var í svakalega góðu formi og leit rosalega vel út fyrir bardagann. Hann stóð sig ótrúlega vel á æfingum," sagði Jón Viðar. „Við teljum að þetta hafi ekki verið neitt sálrænt. Það var bara eitthvað líkamlegt sem klikkaði hjá honum. Honum leið nefnilega mjög vel fyrir bardagann," sagði Jón Viðar en hvaða áhrif hefur þetta tap? „Þetta hefur þau áhrif að hann þarf væntanlega tvo til þrjá auka bardaga áður en hann fær að keppa um titilinn. Þetta er eitt skref afturábak sem hann bætir fyrir vonandi á næsta ári," sagði Jón Viðar en það má hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.Að neðan er viðtal við Jón Viðar úr Ísland í dag í gær.
MMA Tengdar fréttir Conor frá keppni í hálft ár? Conor McGregor meiddist á úlnlið í þrettán sekúndna bardaganum við Jose Aldo. 16. desember 2015 07:51 Lífið á bak við tjöldin hjá Gunnari | Magnaðar myndir Frábær innsýn í undirbúning Gunnars Nelson fyrir bardaga helgarinnar í Las Vegas. 15. desember 2015 12:30 Gunnar fékk tíu milljónir fyrir bardagann gegn Maia Gunnar Nelson fékk vel borgað fyrir tapið gegn Demian Maia en hefði fengið tvöfalt meira fyrir sigur. 15. desember 2015 11:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira
Conor frá keppni í hálft ár? Conor McGregor meiddist á úlnlið í þrettán sekúndna bardaganum við Jose Aldo. 16. desember 2015 07:51
Lífið á bak við tjöldin hjá Gunnari | Magnaðar myndir Frábær innsýn í undirbúning Gunnars Nelson fyrir bardaga helgarinnar í Las Vegas. 15. desember 2015 12:30
Gunnar fékk tíu milljónir fyrir bardagann gegn Maia Gunnar Nelson fékk vel borgað fyrir tapið gegn Demian Maia en hefði fengið tvöfalt meira fyrir sigur. 15. desember 2015 11:30