Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - FSu 107-88 | Öruggt hjá Stólunum Ísak Óli Traustason í Síkinu á Sauðárkróki skrifar 17. desember 2015 23:15 Darrell Lewis, leikmaður Tindastóls. vísir/ernir Tindstóll vann öruggan sigur á FSU í kvöld, 107-80, í Síkinu á Sauðárkróki. Leikurinn hófst klukkustund seinna en áætlað var vegna þess að dómarar og gestirnir í FSU komust ekki á leikstað á réttum tíma. Heimamenn hófu leikinn með miklum krafti og leiddu eftir fyrsta fjórðun 21–14. Stólarnir settu svo í annan gír í öðrum leikhluta og skoruðu í honum 35 stig og hálfleikstölur á Sauðárkróki 56–35. Heimamenn voru að spila vel með Jerome Hill og Darrel Keith Lewis í broddi fylkingar. Hjá gestunum voru Hlynur Hreinsson og Christopher Woods sprækir. Þetta tuttugu stiga forskot heimamanna hélst síðan út leikinn og náðu gestirnir í FSU aldrei að ógna Stólunum. Tindastóll skoraði 60 stig í teignum í kvöld á móti 30 stigum hjá FSU. Lokatölur í kvöld 107–80 og öruggur sigur staðreynd sem sendir Stólanna brosandi inn í jólafríið. Hjá Tindastóli voru allir að spila glimrandi vel bæði í vörn og sókn. Pétur Rúnar Birgisson, Hill og Lewis voru bestir hjá heimamönnum. Hill endaði leikinn með 32 stig og 12 fráköst og skoraði grimmt inn í teig. Helgi Freyr Margeirsson endaði síðan með 11 stig og skoraði tvær körfur úr opnum leik úr tveim skotum. Cristopher Woods endaði með 30 stig og 12 fráköst og leiddi gestina með sínu framlagi og Hlynur Hreinsson endaði með 15 stig. Eftir leikinn í kvöld þá eru Stólarnir með 6 sigra og 5 töp og FSU með 2 sigra og 9 töp.Tölfræði leiks: Tindastóll-FSu 107-80 (21-14, 35-21, 26-23, 25-22)Tindastóll: Jerome Hill 32/12 fráköst, Darrel Keith Lewis 27/6 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 11, Darrell Flake 8/6 fráköst, Hannes Ingi Másson 7, Helgi Rafn Viggósson 7, Pétur Rúnar Birgisson 7/5 fráköst/7 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 6/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Sigurður Páll Stefánsson 0, Ingvi Rafn Ingvarsson 0, Svavar Atli Birgisson 0.FSu: Christopher Woods 30/12 fráköst, Hlynur Hreinsson 15/4 fráköst, Ari Gylfason 12, Gunnar Ingi Harðarson 10, Cristopher Caird 9/5 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Svavar Ingi Stefánsson 1, Bjarni Geir Gunnarsson 0, Hilmir Ægir Ómarsson 0, Jörundur Snær Hjartarson 0, Maciej Klimaszewski 0, Arnþór Tryggvason 0/4 fráköst.Costa: Að ná að stöðva Caird og Woods skilaði sigri í dag Jose Costa, þjálfari Tindastóls, var að vonum ánægður eftir leik þegar að blaðamaður náði tali af honum aðpurður út í leikinn óskaði Costa leikmönnum sínum til hamingju með frábæran leik. „Þeir lögðu sig hart fram í vörninni, það sem að við lögðum upp með gegn Caird og Woods gekk upp og það er ástæðan fyrir sigrinum í dag,“ sagði spænski þjálfarinn. Tindstólsmenn byrjuðu leikinn vel í dag og þegar að Costa var spurður út í byrjunina sagði hann: „Þeir vinna Keflavík og skora 20 stig á fyrstu fimm mínútunum en í dag þá skora þeir aðeins 4 stig á fyrstu fimm mín. Við vissum að það væri mikilvægt að halda þeim niðri og okkur tókst það. „Við vissum að þeir vilja spila með Caird sem fjarka fyrir utan þriggja stiga línuna þá taka þeir áhættu og áhættan er sú að þeir eru veikari undir körfunni í fjarkanum”. Costa var alsæll og brosti út að eyrum þegar að hann sagði blaðamanni að hann væri að fara heim í jólafrí og hitta fjölkylduna sína. „Gleðileg jól til allra”, sagði spænski þjálfarinn að lokum. Olson: Við vorum rassskelltirEric Olson, þjálfari FSu, var svekktur eftir tap sinna mann í kvöld hann sagði að leikur sinna manna hafi verið vonbrigði. „Mér fannst við vera rassskelltir. Við mættum ekki til leiks hér í kvöld, það er held ég ekki reynsluleysi, menn voru bara ekki tilbúnir í þennan leik. „Við vissum að við værum að mæta á erfiðan útivöll, við gáfum okkur aldrei tækifæri,“ sagði Eric. Hann sagðist taka ábyrgðina af þessu tapi á sjálfan sig sem þjálfara. „Þeir eru stærri en við og nýttu sér það í dag. Við lögðum upp með það að taka fljót þriggja stiga skot og það gekk ekki upp og við fengum það í bakið,“ sagði Eric og bætti því við að vörn Selfyssinga hafi ekki verið nógu góð. „Við vorum góðir sóknarlega í síðustu tveim leikjum en ekki í dag. Þeir eru með gott lið og við hlupum kerfin okkar illa og okkur vantar meiri reynslu í okkar lið. „Við þurfum alltaf að spila á okkar hæðstu getu til þess að eiga möguleika og við gerðum það ekki í kvöld,“ sagði Eric. „Dómararnir dæma og á útivelli er allt tvöfalt erfiðara, þeir skutu 27 vítaskotum og það er okkur að kenna að þeir fengu þau, þeir voru að keyra mikið á okkur,“ sagði Eric og bætti við: „Mér finnst dómararnir alltaf vera að gera sitt besta og eins og við vorum að spila í dag þá vorum við að bjóða hættunni heim.“ Pétur Rúnar: Costa er að koma með baráttu aftur í liðið Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, átti góðan leik í kvöld hann var sáttur í leikslok. „Það er frábært að fara í jólafríið með svona sigri. Allir voru á tánum. Þetta lið var að vinna KR með 22 stigum í síðustu umferð og við erum að leiða allan leikinn með 20 stigum. „Við spiluðum frábæra vörn allan tímann þeir voru að skora af vítalínunni mjög mikið, við vorum svoldið mikið að slá. Við byrjuðum vel og kláruðum leikinn einnig vel,“ sagði Pétur. „Við lögðum upp með fyrir leikinn að sækja inn í teig við vissum að þeir væru veikir þarna inn í þrátt fyrir að hafa Woods. Hann er sterkur og er að frákasta vel en hann er ekki að spila góða vörn og við ákváðum að fara á hann og það gekk svona vel,“ sagði Pétur. Aðspurður út í Jose Costa, þjálfara Tindastóls, sagði Pétur: „Hann er að koma baráttu aftur í liðið og það er bara frábært.“ Bein lýsing: Tindastóll - FSuTweets by @visirkarfa5 Dominos-deild karla Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira
Tindstóll vann öruggan sigur á FSU í kvöld, 107-80, í Síkinu á Sauðárkróki. Leikurinn hófst klukkustund seinna en áætlað var vegna þess að dómarar og gestirnir í FSU komust ekki á leikstað á réttum tíma. Heimamenn hófu leikinn með miklum krafti og leiddu eftir fyrsta fjórðun 21–14. Stólarnir settu svo í annan gír í öðrum leikhluta og skoruðu í honum 35 stig og hálfleikstölur á Sauðárkróki 56–35. Heimamenn voru að spila vel með Jerome Hill og Darrel Keith Lewis í broddi fylkingar. Hjá gestunum voru Hlynur Hreinsson og Christopher Woods sprækir. Þetta tuttugu stiga forskot heimamanna hélst síðan út leikinn og náðu gestirnir í FSU aldrei að ógna Stólunum. Tindastóll skoraði 60 stig í teignum í kvöld á móti 30 stigum hjá FSU. Lokatölur í kvöld 107–80 og öruggur sigur staðreynd sem sendir Stólanna brosandi inn í jólafríið. Hjá Tindastóli voru allir að spila glimrandi vel bæði í vörn og sókn. Pétur Rúnar Birgisson, Hill og Lewis voru bestir hjá heimamönnum. Hill endaði leikinn með 32 stig og 12 fráköst og skoraði grimmt inn í teig. Helgi Freyr Margeirsson endaði síðan með 11 stig og skoraði tvær körfur úr opnum leik úr tveim skotum. Cristopher Woods endaði með 30 stig og 12 fráköst og leiddi gestina með sínu framlagi og Hlynur Hreinsson endaði með 15 stig. Eftir leikinn í kvöld þá eru Stólarnir með 6 sigra og 5 töp og FSU með 2 sigra og 9 töp.Tölfræði leiks: Tindastóll-FSu 107-80 (21-14, 35-21, 26-23, 25-22)Tindastóll: Jerome Hill 32/12 fráköst, Darrel Keith Lewis 27/6 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 11, Darrell Flake 8/6 fráköst, Hannes Ingi Másson 7, Helgi Rafn Viggósson 7, Pétur Rúnar Birgisson 7/5 fráköst/7 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 6/5 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Sigurður Páll Stefánsson 0, Ingvi Rafn Ingvarsson 0, Svavar Atli Birgisson 0.FSu: Christopher Woods 30/12 fráköst, Hlynur Hreinsson 15/4 fráköst, Ari Gylfason 12, Gunnar Ingi Harðarson 10, Cristopher Caird 9/5 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Svavar Ingi Stefánsson 1, Bjarni Geir Gunnarsson 0, Hilmir Ægir Ómarsson 0, Jörundur Snær Hjartarson 0, Maciej Klimaszewski 0, Arnþór Tryggvason 0/4 fráköst.Costa: Að ná að stöðva Caird og Woods skilaði sigri í dag Jose Costa, þjálfari Tindastóls, var að vonum ánægður eftir leik þegar að blaðamaður náði tali af honum aðpurður út í leikinn óskaði Costa leikmönnum sínum til hamingju með frábæran leik. „Þeir lögðu sig hart fram í vörninni, það sem að við lögðum upp með gegn Caird og Woods gekk upp og það er ástæðan fyrir sigrinum í dag,“ sagði spænski þjálfarinn. Tindstólsmenn byrjuðu leikinn vel í dag og þegar að Costa var spurður út í byrjunina sagði hann: „Þeir vinna Keflavík og skora 20 stig á fyrstu fimm mínútunum en í dag þá skora þeir aðeins 4 stig á fyrstu fimm mín. Við vissum að það væri mikilvægt að halda þeim niðri og okkur tókst það. „Við vissum að þeir vilja spila með Caird sem fjarka fyrir utan þriggja stiga línuna þá taka þeir áhættu og áhættan er sú að þeir eru veikari undir körfunni í fjarkanum”. Costa var alsæll og brosti út að eyrum þegar að hann sagði blaðamanni að hann væri að fara heim í jólafrí og hitta fjölkylduna sína. „Gleðileg jól til allra”, sagði spænski þjálfarinn að lokum. Olson: Við vorum rassskelltirEric Olson, þjálfari FSu, var svekktur eftir tap sinna mann í kvöld hann sagði að leikur sinna manna hafi verið vonbrigði. „Mér fannst við vera rassskelltir. Við mættum ekki til leiks hér í kvöld, það er held ég ekki reynsluleysi, menn voru bara ekki tilbúnir í þennan leik. „Við vissum að við værum að mæta á erfiðan útivöll, við gáfum okkur aldrei tækifæri,“ sagði Eric. Hann sagðist taka ábyrgðina af þessu tapi á sjálfan sig sem þjálfara. „Þeir eru stærri en við og nýttu sér það í dag. Við lögðum upp með það að taka fljót þriggja stiga skot og það gekk ekki upp og við fengum það í bakið,“ sagði Eric og bætti því við að vörn Selfyssinga hafi ekki verið nógu góð. „Við vorum góðir sóknarlega í síðustu tveim leikjum en ekki í dag. Þeir eru með gott lið og við hlupum kerfin okkar illa og okkur vantar meiri reynslu í okkar lið. „Við þurfum alltaf að spila á okkar hæðstu getu til þess að eiga möguleika og við gerðum það ekki í kvöld,“ sagði Eric. „Dómararnir dæma og á útivelli er allt tvöfalt erfiðara, þeir skutu 27 vítaskotum og það er okkur að kenna að þeir fengu þau, þeir voru að keyra mikið á okkur,“ sagði Eric og bætti við: „Mér finnst dómararnir alltaf vera að gera sitt besta og eins og við vorum að spila í dag þá vorum við að bjóða hættunni heim.“ Pétur Rúnar: Costa er að koma með baráttu aftur í liðið Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, átti góðan leik í kvöld hann var sáttur í leikslok. „Það er frábært að fara í jólafríið með svona sigri. Allir voru á tánum. Þetta lið var að vinna KR með 22 stigum í síðustu umferð og við erum að leiða allan leikinn með 20 stigum. „Við spiluðum frábæra vörn allan tímann þeir voru að skora af vítalínunni mjög mikið, við vorum svoldið mikið að slá. Við byrjuðum vel og kláruðum leikinn einnig vel,“ sagði Pétur. „Við lögðum upp með fyrir leikinn að sækja inn í teig við vissum að þeir væru veikir þarna inn í þrátt fyrir að hafa Woods. Hann er sterkur og er að frákasta vel en hann er ekki að spila góða vörn og við ákváðum að fara á hann og það gekk svona vel,“ sagði Pétur. Aðspurður út í Jose Costa, þjálfara Tindastóls, sagði Pétur: „Hann er að koma baráttu aftur í liðið og það er bara frábært.“ Bein lýsing: Tindastóll - FSuTweets by @visirkarfa5
Dominos-deild karla Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Enski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Sjá meira