Vilja fækkun stofnana Sæunn Gísladóttir skrifar 18. desember 2015 06:00 Guðlaugur Þór segist vilja bæta við listann af stofnnum til aflagningu ef eitthvað er. Vísir/Vilhelm Stjórnarflokkarnir taka vel í tillögu Viðskiptaráðs Íslands um að fækka ríkisstofnunum. Það sé mikilvægt upp á hagræðingu og til að bjóða betri þjónustu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar benda á að þeir stóðu fyrir sameiningu í sinni ríkisstjórn. Hugmyndir um sameiningu eiga hins vegar ekki að stjórnast af hugmyndafræði um að draga úr ríkisrekstri, heldur til að efla gæði og fagmennsku að mati Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki hafa náð að skoða tillöguna gaumgæfilega, en sér lítist vel á hugmyndir um fækkun ríkisstofnana, það sé það sem lagt var upp með í hagræðingarhópnum.Katrín Jakobsdóttir segir að oft geti verið mjög góð rök fyrir sameiningu. Vísir/GVA„Við tölum iðulega um að við eigum erfitt með að stýra opinberum fjármálum á þensluskeiði. Margt bendir til þess að við séum að falla í þá gryfju aftur. Það er engin umræða um sparnað og forgangsröðun. Ég vonast til þess að við berum gæfu til þess að koma einhverjum af tillögunum í framkvæmd. Ég veit hins vegar ekki hvort ég sé sammála þeim öllum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist fagna hugmyndafræðinni sem birtist í tillögunni. „Það gera sér allir grein fyrir því að það þurfi að fara þessar leiðir, að spara stórkostlegt fé hjá ríkinu með fækkun ríkisstofnana og breytingu á skipulagi ríkisins. Til framtíðar stöndum við frammi fyrir því að þjóðin er að eldast og það er ljóst að ef ekki verður gripið til aðgerða sem fyrst þá stefnir þetta í óefni.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að margt gott sé í tillögunum. „Í tíð síðustu ríkisstjórnar lögðum við áherslu á sameiningu stofnana og sameiningu yfirstjórnar og stoðþjónustu til þess að verja þjónustu. Þjónustan sjálf er lykilatriði.“ Hann segir að síðan geti verið mismunandi sjónarmið hvernig þetta sé útfært. Almennt sé rétt að stefna að stærri einingum og sameina sérstaklega starfsmannahag, og innviði, en að einingarnar verði enn þá til með faglegt sjálfsforræði.“ Katrín Jakobsdóttir telur að oft geti verið mjög góð rök fyrir sameiningu. „Ég tel að margar af þessum stofnunum gegni mikilvægu hlutverki, en auðvitað skoðum við það með opnum hug hvort það sé betur gert með öðrum stofnunum. En svona hugmyndir eiga ekki að stjórnast endilega af einhverri hugmyndafræði um að draga úr ríkisrekstri, heldur til að efla gæði og fagmennsku.“ Helgi Hrafn Gunnarsson pírati vildi ekki tjá sig um málið.Skiptar skoðanir á aflagningu stofnanaViðskiptaráð leggur til aflagningu fimm ríkisstofnana; Íbúðalánasjóðs, Umboðsmanns skuldara, ÁTVR, Þróunarsamvinnustofnunar og Bankasýslunnar. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnmálamanna um þá tillögu. Guðlaugur Þór segist vilja bæta við listann ef eitthvað er. „Það er algjörlega óskiljanlegt að við séum að halda úti flestum þessara stofnana. Án nokkurra umræðu erum við búin að leggja í húsnæðisbanka ríkisins fjárhæð sem nemur nýjum Landspítala. Vigdís Hauksdóttir tekur einnig vel í tillögurnar. „Tvær þessara stofnana voru settar á stofn eftir bankahrunið og áttu að vera skammtímastofnanir þannig að ég tek heils hugar undir það að þær verði lagðar niður þegar þessum málum lýkur. Ég hef einnig séð eftir þessum 60 milljörðum sem ríkið hefur sett inn í Íbúðalánasjóð frá hruni. Árni Páll Árnason segist hins vegar ekki vera sammála þessari tillögu að öllu leyti. Hann bendir á að það séu ákveðin pólitísk ákvörðun sem felst í því til dæmis að leggja niður ÁTVR. Katrín Jakobsdóttir tekur ekki vel í tillögurnar, þörf sé enn þá á „hrunstofnunum“. „Ég er alfarið á móti því að leggja niður ÁTVR svo dæmi sé tekið.“ Hún telur hins vegar ljóst að það þurfi alltaf að endurmeta hlutverk stofnana. „Hlutverk sumra stofnana geta verið tímabundin.“ Alþingi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira
Stjórnarflokkarnir taka vel í tillögu Viðskiptaráðs Íslands um að fækka ríkisstofnunum. Það sé mikilvægt upp á hagræðingu og til að bjóða betri þjónustu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar benda á að þeir stóðu fyrir sameiningu í sinni ríkisstjórn. Hugmyndir um sameiningu eiga hins vegar ekki að stjórnast af hugmyndafræði um að draga úr ríkisrekstri, heldur til að efla gæði og fagmennsku að mati Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki hafa náð að skoða tillöguna gaumgæfilega, en sér lítist vel á hugmyndir um fækkun ríkisstofnana, það sé það sem lagt var upp með í hagræðingarhópnum.Katrín Jakobsdóttir segir að oft geti verið mjög góð rök fyrir sameiningu. Vísir/GVA„Við tölum iðulega um að við eigum erfitt með að stýra opinberum fjármálum á þensluskeiði. Margt bendir til þess að við séum að falla í þá gryfju aftur. Það er engin umræða um sparnað og forgangsröðun. Ég vonast til þess að við berum gæfu til þess að koma einhverjum af tillögunum í framkvæmd. Ég veit hins vegar ekki hvort ég sé sammála þeim öllum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segist fagna hugmyndafræðinni sem birtist í tillögunni. „Það gera sér allir grein fyrir því að það þurfi að fara þessar leiðir, að spara stórkostlegt fé hjá ríkinu með fækkun ríkisstofnana og breytingu á skipulagi ríkisins. Til framtíðar stöndum við frammi fyrir því að þjóðin er að eldast og það er ljóst að ef ekki verður gripið til aðgerða sem fyrst þá stefnir þetta í óefni.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að margt gott sé í tillögunum. „Í tíð síðustu ríkisstjórnar lögðum við áherslu á sameiningu stofnana og sameiningu yfirstjórnar og stoðþjónustu til þess að verja þjónustu. Þjónustan sjálf er lykilatriði.“ Hann segir að síðan geti verið mismunandi sjónarmið hvernig þetta sé útfært. Almennt sé rétt að stefna að stærri einingum og sameina sérstaklega starfsmannahag, og innviði, en að einingarnar verði enn þá til með faglegt sjálfsforræði.“ Katrín Jakobsdóttir telur að oft geti verið mjög góð rök fyrir sameiningu. „Ég tel að margar af þessum stofnunum gegni mikilvægu hlutverki, en auðvitað skoðum við það með opnum hug hvort það sé betur gert með öðrum stofnunum. En svona hugmyndir eiga ekki að stjórnast endilega af einhverri hugmyndafræði um að draga úr ríkisrekstri, heldur til að efla gæði og fagmennsku.“ Helgi Hrafn Gunnarsson pírati vildi ekki tjá sig um málið.Skiptar skoðanir á aflagningu stofnanaViðskiptaráð leggur til aflagningu fimm ríkisstofnana; Íbúðalánasjóðs, Umboðsmanns skuldara, ÁTVR, Þróunarsamvinnustofnunar og Bankasýslunnar. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnmálamanna um þá tillögu. Guðlaugur Þór segist vilja bæta við listann ef eitthvað er. „Það er algjörlega óskiljanlegt að við séum að halda úti flestum þessara stofnana. Án nokkurra umræðu erum við búin að leggja í húsnæðisbanka ríkisins fjárhæð sem nemur nýjum Landspítala. Vigdís Hauksdóttir tekur einnig vel í tillögurnar. „Tvær þessara stofnana voru settar á stofn eftir bankahrunið og áttu að vera skammtímastofnanir þannig að ég tek heils hugar undir það að þær verði lagðar niður þegar þessum málum lýkur. Ég hef einnig séð eftir þessum 60 milljörðum sem ríkið hefur sett inn í Íbúðalánasjóð frá hruni. Árni Páll Árnason segist hins vegar ekki vera sammála þessari tillögu að öllu leyti. Hann bendir á að það séu ákveðin pólitísk ákvörðun sem felst í því til dæmis að leggja niður ÁTVR. Katrín Jakobsdóttir tekur ekki vel í tillögurnar, þörf sé enn þá á „hrunstofnunum“. „Ég er alfarið á móti því að leggja niður ÁTVR svo dæmi sé tekið.“ Hún telur hins vegar ljóst að það þurfi alltaf að endurmeta hlutverk stofnana. „Hlutverk sumra stofnana geta verið tímabundin.“
Alþingi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Sjá meira