Of mikil svartsýni að afskrifa Gunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. desember 2015 07:00 Gunnar hefur tapað tveimur af síðustu þremur bardögum sínum. vísir/getty Eftir tvö töp í síðustu þremur bardögum Gunnars Nelson er ljóst að uppgangur hans innan UFC verður ekki jafn hraður og aðdáendur hans vonuðust til í upphafi ferils hans innan bardagasambandsins bandaríska. Gunnar tapaði um helgina fyrir Brasilíumanninum Demian Maia sem vann yfirburðasigur á Íslendingnum sterka. Við tapið féll Gunnar um tvö sæti á styrkleikalista UFC í veltivigt. Fréttablaðið fékk álit þriggja mikilla áhugamanna um UFC og eru þeir á einu máli um að tapið fyrir Maia um helgina muni ekki hafa jafn slæm áhrif á feril Gunnars í UFC og margir óttast. „Það er algjör óþarfi að örvænta,“ segir Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, sem lýsti bardaganum á Stöð 2 Sport um helgina. Aðrir sem Fréttablaðið ræddi við eru Pétur Marinó Jónsson og Guttormur Árni Ársælsson sem hafa báðir lengi fylgst með bardagaíþróttum og fjallað um þær í fjölmiðlum.Sjá einnig: Gunnar Nelson missti mátt af ókunnum ástæðum eftir tvær mínútur „Þetta er ekki jafn mikið áfall og margir telja,“ segir Guttormur Árni sem undrast ekki að margir hafi áhyggjur af framtíð Gunnars eftir bardagann. „Ég hef heyrt menn tala á þeim nótum að þetta tap sé mikið bakslag fyrir hann en ég held að það sé ekki raunin. Umræðan úti er fremur á þann veg að bardaginn sýndi hversu ótrúlega fær Maia er fremur en að tala illa um hæfileika Gunnars.“ Pétur Marinó, sem var viðstaddur bardagann í Las Vegas, segir að menn séu afar fljótir að gleyma í blönduðum bardagalistum. „Það man enginn lengra aftur í tímann en síðasta bardaga. Menn eru fljótir að afskrifa þig ef þú varst ekki stórkostlegur í síðasta bardaga. Þegar menn vinna á ný þá ertu aftur orðinn frábær. Gunnar er enn á fínum aldri [27 ára] og ég hef enn sömu trú á honum á áður. Tapið breytir því ekki.“Vísir/GettyFullmikil svartsýni Dóri bendir á að vegferð núverandi UFC-meistara í veltivigt, Robbie Lawler, á toppinn hafi ekki alltaf verið greið. Lawler hóf feril sinn í UFC árið 2002 en tveimur árum síðar datt hann út eftir að hafa tapað þremur af fjórum bardögum. Næstu rúmu átta árin barðist hann í öðrum og minni keppnum áður en hann komst aftur að hjá UFC, þar sem hann varð svo meistari í fyrra. „Gunni á svo margt eftir ógert og það er fullmikil svartsýni að ætla að afskrifa hann núna. Honum var refsað gegn Maia og það gerist þegar þú ert kominn í þennan gæðaflokk,“ segir hann og bætir við að það sé ekki auðvelt að takast á við jafn öflugan glímumann og Maia, hversu góður glímumaður sem Gunnar sé sjálfur.Sjá einnig: Maia kemur til Íslands og æfir með Gunnari Nelson „Það er ekkert smáræði að fá svona mann á bakið á sér. Það er mjög þreytandi og dregur úr manni orku. Það gerðust mjög fallegir hlutir í fyrstu lotunni og Gunni náði að verjast honum vel framan af, enda hefur hann áður keppt við menn í brasilísku jiu-jitsu sem eru jafn góðir og Maia. Þetta var bara ekki hans kvöld.“ Guttormur tekur undir þetta og bendir á að fáir hefðu getað varist Maia í þessari stöðu. „Það er sama í hversu góðu formi þú ert. Ef þú ert með svona mann sem bakpoka þá mun draga talsvert af þér,“ segir hann.Gott að æfa með Conor Allir eru sammála um að það henti Gunnari vel að berjast samtímis Conor McGregor, sem er nú orðinn UFC-meistari í fjaðurvigt. „Þeim finnst þægilegt að æfa sig saman, eru með sama þjálfara og hafa allt sitt lið í sama taktinum,“ segir Pétur Marinó. „Gunnari finnst sjálfum að það henti sér vel að æfa með öðrum bardagamönnum sem eru að berjast á sama tíma og hann og ég held að það sé rétt metið hjá honum.“ Guttormur segir að þeir séu ólíkir bardagamenn og það sé gott fyrir slíka menn að æfa saman. „Conor dregur svo marga Íra að sér og Írarnir elska Gunna líka. Ekki er það verra,“ bendir hann á. Guttormur hefur enn fremur ekki áhyggjur af að tapið um helgina muni gera nokkuð annað en að efla Gunnar. „Honum seinkar eitthvað á vegferð sinni upp metorðastigann. Hann var spenntur fyrir því að keppa um titilinn á næsta ári en líklega verður ekki af því, sérstaklega miðað við hvað það er mikið af sterkum mönnum í hans deild. En ég held að hann eigi eftir að vinna sig fljótt upp aftur og standa sig afar vel í næsta bardaga.“fréttablaðiðHvernig á 2016 að vera fyrir Gunnar Nelson?Annar tónn eftir næsta bardaga „Ég vil að að Gunnar taki þrjá bardaga á næsta ári,“ segir Dóri DNA. „Ég reikna með að hann fái einhvern andstæðing sem er á svipuðum stað á styrkleikalistanum og hann.“ Hann segir mikilvægt að Gunnar missi ekki dampinn þrátt fyrir tapið gegn Demian Maia um helgina. „Sérfróðir menn hafa talað um svínslegar bætingar hjá honum og við megum ekki vera of svartsýn. Eins og einhver góður maður sagði – ef þú tapar ekki af og til í MMA þá ertu að berjast við ranga fólkið.“Fljótt aftur í hringinn „Ef Gunnar nær að vinna 3-4 bardaga á næsta ári þá er hann kominn við toppinn í sínum þyngdarflokki. Ég vil að hann fari fljótt aftur í hringinn svo að hann nái að minnsta kosti þremur bardögum á næsta ári,“ segir Guttormur Árni Ársælsson. „Ég reikna með að næsti andstæðingur Gunnars verði einhver sem er fyrir utan topp tíu á styrkleikalistanum. En ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því að Gunnar muni ekki standa sig vel í næsta bardaga.“Vorkenni næsta andstæðingi „Ég vil að Gunnar byrji á því að berjast við einhvern svipaðan andstæðing og John Hathaway, sem hann átti upphaflega að mæta á UFC 189 í sumar. Einhvern sem er rétt utan við topp fimmtán en er samt sterkur, með reynslu og ágætisnafn,“ segir Pétur Marinó Jónsson. „Ég sé fyrir mér að Gunnar komi fáránlega sterkur til leiks og leiki sér að honum. Ég vorkenni næsta andstæðingi Gunnars,“ segir hann og bætir við að hann vilji fá þrjá bardaga á næsta ári. „Það hefur bara einu sinni gerst áður og það var í fyrra.“ MMA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Orðinn þreyttur á ójöfnum leikjum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Sjá meira
Eftir tvö töp í síðustu þremur bardögum Gunnars Nelson er ljóst að uppgangur hans innan UFC verður ekki jafn hraður og aðdáendur hans vonuðust til í upphafi ferils hans innan bardagasambandsins bandaríska. Gunnar tapaði um helgina fyrir Brasilíumanninum Demian Maia sem vann yfirburðasigur á Íslendingnum sterka. Við tapið féll Gunnar um tvö sæti á styrkleikalista UFC í veltivigt. Fréttablaðið fékk álit þriggja mikilla áhugamanna um UFC og eru þeir á einu máli um að tapið fyrir Maia um helgina muni ekki hafa jafn slæm áhrif á feril Gunnars í UFC og margir óttast. „Það er algjör óþarfi að örvænta,“ segir Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, sem lýsti bardaganum á Stöð 2 Sport um helgina. Aðrir sem Fréttablaðið ræddi við eru Pétur Marinó Jónsson og Guttormur Árni Ársælsson sem hafa báðir lengi fylgst með bardagaíþróttum og fjallað um þær í fjölmiðlum.Sjá einnig: Gunnar Nelson missti mátt af ókunnum ástæðum eftir tvær mínútur „Þetta er ekki jafn mikið áfall og margir telja,“ segir Guttormur Árni sem undrast ekki að margir hafi áhyggjur af framtíð Gunnars eftir bardagann. „Ég hef heyrt menn tala á þeim nótum að þetta tap sé mikið bakslag fyrir hann en ég held að það sé ekki raunin. Umræðan úti er fremur á þann veg að bardaginn sýndi hversu ótrúlega fær Maia er fremur en að tala illa um hæfileika Gunnars.“ Pétur Marinó, sem var viðstaddur bardagann í Las Vegas, segir að menn séu afar fljótir að gleyma í blönduðum bardagalistum. „Það man enginn lengra aftur í tímann en síðasta bardaga. Menn eru fljótir að afskrifa þig ef þú varst ekki stórkostlegur í síðasta bardaga. Þegar menn vinna á ný þá ertu aftur orðinn frábær. Gunnar er enn á fínum aldri [27 ára] og ég hef enn sömu trú á honum á áður. Tapið breytir því ekki.“Vísir/GettyFullmikil svartsýni Dóri bendir á að vegferð núverandi UFC-meistara í veltivigt, Robbie Lawler, á toppinn hafi ekki alltaf verið greið. Lawler hóf feril sinn í UFC árið 2002 en tveimur árum síðar datt hann út eftir að hafa tapað þremur af fjórum bardögum. Næstu rúmu átta árin barðist hann í öðrum og minni keppnum áður en hann komst aftur að hjá UFC, þar sem hann varð svo meistari í fyrra. „Gunni á svo margt eftir ógert og það er fullmikil svartsýni að ætla að afskrifa hann núna. Honum var refsað gegn Maia og það gerist þegar þú ert kominn í þennan gæðaflokk,“ segir hann og bætir við að það sé ekki auðvelt að takast á við jafn öflugan glímumann og Maia, hversu góður glímumaður sem Gunnar sé sjálfur.Sjá einnig: Maia kemur til Íslands og æfir með Gunnari Nelson „Það er ekkert smáræði að fá svona mann á bakið á sér. Það er mjög þreytandi og dregur úr manni orku. Það gerðust mjög fallegir hlutir í fyrstu lotunni og Gunni náði að verjast honum vel framan af, enda hefur hann áður keppt við menn í brasilísku jiu-jitsu sem eru jafn góðir og Maia. Þetta var bara ekki hans kvöld.“ Guttormur tekur undir þetta og bendir á að fáir hefðu getað varist Maia í þessari stöðu. „Það er sama í hversu góðu formi þú ert. Ef þú ert með svona mann sem bakpoka þá mun draga talsvert af þér,“ segir hann.Gott að æfa með Conor Allir eru sammála um að það henti Gunnari vel að berjast samtímis Conor McGregor, sem er nú orðinn UFC-meistari í fjaðurvigt. „Þeim finnst þægilegt að æfa sig saman, eru með sama þjálfara og hafa allt sitt lið í sama taktinum,“ segir Pétur Marinó. „Gunnari finnst sjálfum að það henti sér vel að æfa með öðrum bardagamönnum sem eru að berjast á sama tíma og hann og ég held að það sé rétt metið hjá honum.“ Guttormur segir að þeir séu ólíkir bardagamenn og það sé gott fyrir slíka menn að æfa saman. „Conor dregur svo marga Íra að sér og Írarnir elska Gunna líka. Ekki er það verra,“ bendir hann á. Guttormur hefur enn fremur ekki áhyggjur af að tapið um helgina muni gera nokkuð annað en að efla Gunnar. „Honum seinkar eitthvað á vegferð sinni upp metorðastigann. Hann var spenntur fyrir því að keppa um titilinn á næsta ári en líklega verður ekki af því, sérstaklega miðað við hvað það er mikið af sterkum mönnum í hans deild. En ég held að hann eigi eftir að vinna sig fljótt upp aftur og standa sig afar vel í næsta bardaga.“fréttablaðiðHvernig á 2016 að vera fyrir Gunnar Nelson?Annar tónn eftir næsta bardaga „Ég vil að að Gunnar taki þrjá bardaga á næsta ári,“ segir Dóri DNA. „Ég reikna með að hann fái einhvern andstæðing sem er á svipuðum stað á styrkleikalistanum og hann.“ Hann segir mikilvægt að Gunnar missi ekki dampinn þrátt fyrir tapið gegn Demian Maia um helgina. „Sérfróðir menn hafa talað um svínslegar bætingar hjá honum og við megum ekki vera of svartsýn. Eins og einhver góður maður sagði – ef þú tapar ekki af og til í MMA þá ertu að berjast við ranga fólkið.“Fljótt aftur í hringinn „Ef Gunnar nær að vinna 3-4 bardaga á næsta ári þá er hann kominn við toppinn í sínum þyngdarflokki. Ég vil að hann fari fljótt aftur í hringinn svo að hann nái að minnsta kosti þremur bardögum á næsta ári,“ segir Guttormur Árni Ársælsson. „Ég reikna með að næsti andstæðingur Gunnars verði einhver sem er fyrir utan topp tíu á styrkleikalistanum. En ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því að Gunnar muni ekki standa sig vel í næsta bardaga.“Vorkenni næsta andstæðingi „Ég vil að Gunnar byrji á því að berjast við einhvern svipaðan andstæðing og John Hathaway, sem hann átti upphaflega að mæta á UFC 189 í sumar. Einhvern sem er rétt utan við topp fimmtán en er samt sterkur, með reynslu og ágætisnafn,“ segir Pétur Marinó Jónsson. „Ég sé fyrir mér að Gunnar komi fáránlega sterkur til leiks og leiki sér að honum. Ég vorkenni næsta andstæðingi Gunnars,“ segir hann og bætir við að hann vilji fá þrjá bardaga á næsta ári. „Það hefur bara einu sinni gerst áður og það var í fyrra.“
MMA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Orðinn þreyttur á ójöfnum leikjum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Segir Liverpool besta lið heims Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Er Jokic bara að djóka? Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Sjá meira