Jólin búa innra með okkur sigga dögg skrifar 18. desember 2015 12:00 Vísir/Ernir og einkasafn Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarkona er sterk, glæsileg og hrífandi kona sem er mörgum landsmönnum kunn fyrir áhrifamikil verk sín. Hún hefur nýverið staðið í framkvæmdum við að byggja glæsilega vinnustofu við heimili sitt á Seltjarnarnesi. Að vinna að myndlist hefur verið hennar aðalstarf síðan á námsárum og hún segir róðurinn misþungan. „Ég lærði það ung í Myndlistarskólann á Akureyri, að það sem þyrfti í þetta starf væri að hafa nógu mikla þörf til að skapa. Það hljómar einfalt en það þarf mikið úthald til að starfa sem listamaður, þörfin skapar úthaldið. Síðar kemur svo í ljós hvort hægt er að lifa af því sem maður skapar eða ekki eða hvort fólki líki það sem maður hefur að segja. Það þarf mikla seiglu til að vera starfandi myndlistarmaður því þetta er oft mikið basl með ótryggum tekjum. Ég hef verið mjög heppin að geta lifað af listinni en þekki bæði góða og slæma daga. Ég efast um að fólk geri sér grein fyrir hvað myndlistarmenn vinna mikið fyrir litlum launum og eru nægjusamir.Ævisögur listamanna, og þá á ég við í öllum greinum, eru gegnum tíðina með því sorglegra sem hægt er að lesa og örlög þeirra grimm. Það endurtekur sig gegnum listasöguna að það sem listamenn vilja segja er ekki endilega það sem fólk vill heyra eða sjá. Viðurkenningin kemur oft löngu síðar, ef hún þá kemur nokkuð. Ég get ekki séð að listin geti þrifist án peninga eða án þeirra sem njóta hennar, en hún snýst ekki um peninga eða viðurkenningu,“ segir Kristín. „Samfélag sem vert er að lifa í snýst í rauninni um menningu og menning kostar. Það er ómetanlegt að almenningur hér á landi kaupir myndlist og setur upp heima hjá sér, bravó fyrir þeim. En það á ekki að prútta við listamenn, ekki frekar en aðra sem selja afurðir, það er sjálfsagt að semja um afborganir á verkum en mér finnst það ósiður að prútta og bara vandræðalegt. Fer maður í búð og vill semja um verð á gallabuxum? Það á bara að borga myndlistarmönnum fyrir vinnu sína eins og öðrum, bæði þegar þeir setja upp sýningar eða selja verk sín.“Nýjustu myndir Kristínar, Blá - vatnslitamyndir má skoða og njóta og vinnustofunni hennarVísir/EinkasafnÁ að vera stuð um jólin? Þótt Kristín sé mikið jólabarn vill hún gæta hófs. „Í nóvember fer ég að undirbúa sjálfa mig gegn jólaáreiti og að njóta aðventunnar á sama tíma til. Stuðlög um pakkajól geta verið ansi ágeng og lýjandi, glanstímaritin sem streyma inn um lúguna með tillögum að jólagjöfum minna okkur kanski á hvað við erum blönk og svo er allt að gerast sem maður kemst ekki yfir. Verst er hvað maður þarf að verjast mikið þessu áreiti og hvað það þreytir fólk. Hæfileg blanda af neyslu og því að gefa til baka er auðvitað skemmtilegt en við erum fljót að missa okkur í ruglið. Hvernig myndi það koma út ef það væri okkur keppikefli að gera sem minnst um jólin og leggja megináherslu á það sem væri raunverulega þroskandi fyrir okkur sjálf og bætandi fyrir samfélagið í heild? Fyrir mér eins og flestum er þetta spurning um að finna hóflega blöndu og búa til rými fyrir kyrrð og samveru, finna næði til að horfa í kertalogann og helst gefa eitthvað af sér til samfélagsins. Við mættum nota tækifærið og bjóða fólki úti í heimi sem hefur misst sitt og er á hrakningum, að njóta allsnægtanna með okkur.“Kristín ásamt verkum sínumVísir/EinkasadnEldra fólkið kann taktinn Kristín segir formlegar hefðir ekki í föstum skorðum í sinni fjölskyldu. „Og þó. Þetta er blanda af því sem maður ólst upp við og þótti gott og gefandi, hlusta á fallega tónlist tengda jólunum, fara á tónleika, baka það sem mann langar í, fara í jólamessu, lesa, ganga úti, vera með vinum og fjölskyldu. Við förum í messu á aðfangadag og maturinn mallar rólega á meðan, hefur kannski fengið að malla aðeins of mikið þegar við komum heim en hvað með það? Það er mikilvægara að við förum öll saman og að enginn þurfi að vera fastur heima yfir sósunni. Það sem mér þykir sérlega vænt um á Íslandi er hversu frjálslega við skreytum með ljósaseríum og hver og einn gerir á sinn hátt. Þar passa Íslendingar upp á barnið í sér, sleppa sér aðeins og útkoman verður skemmtilega flippuð.En að finna raunverulega jólabarnið inni í sér er ekki eitthvað sem fólk almennt gefur sér tíma til. Fyrir mér krefst jólabarnið ekki mikils, ef nokkurs. En í kringum það myndast einhver kyrrð og einfaldleiki, sennilega er það bara ástin til mannanna sem býr í augum innra barnsins sem gefur og fyrirgefur. Ég sakna þess fólks sem mótaði mig gegnum bernskuna og ekki síst á jólum, foreldra minna, afa og ömmu, frænku, en þessir ástvinir eru allir látnir. Á jólunum sakna ég þess að geta ekki gefið mínum eigin börnum samskipti við þau eða við eldra fólk því í mínu tilfelli komu þau með helgina í bæinn. En í staðinn geri ég eins vel og mér er unnt að hlúa að arfi kynslóðanna og vel út það sem skapar helgi. Eldra fólk hefur oft náð ákveðinni tign sem kemur með yfirvegun og ró reynslunnar. Það er aðlaðandi og við getum lært af og notið mikils góðs af. Við gætum hlustað meira á reynslu þeirra og viðhaldið þannig mikilvægri tengingu við fortíð, nútíð og okkur sjálf. Eldra fólkið kann oftast taktinn og þarf ekki að hendast fram og til baka.“Verk eftir KristínuVísir/EinkasafnJólaleikir: Amma mín er veik „Ég ólst upp við mikinn söng og kirkjuferðir heima á Akureyri, ýmis spil og síðast en ekki síst jólaleiki sem stóðu tímunum saman og allir tóku þátt í. Mér fannst þetta alveg sjálfsagt mál og ætti erfitt með að halda jól ef ég mætti ekki leika mér neitt. Á jóladag var byrjað á að fara í messu og síðan til afa og ömmu þar sem við fórum í leiki sem stóðu langt fram á kvöld. Líka næsta dag með vinafólki. Mamma var sænsk og ég er afar stolt af hvað hún var uppátækjasöm og fjörug í leikjum. Ég er líka þakklát fyrir að íslenska fjölskyldan mín var ekki síður til í leiki og sprell. Kosturinn við að fara í leiki er sá að börn, unglingar og eldri mætast og allir verða jafnir. Mamma benti mér t.d. á að það væri alltaf tilhlökkunarefni að mæta í boð ef börn væru á svæðinu því þá væru líkurnar meiri á að það væri farið í leiki og það yrði gaman. Ekki bara setið og hlustað á fullorðna tala. Þetta er svo rétt og hafði mikil áhrif á sköpunargleði mína. Ég á sem betur fer marga vinahópa sem eru til í ólíkasta sprell. Sjálf hef ég gaman af þegar fólk þorir að breyta útliti sínu og gera sig óskiljanlegt án mikillar fyrirhafnar, ég er alltaf opin fyrir slíku og get hlegið endalaust. Það er svo ótrúlega gaman að sjá börn og unglinga lifna við í boðum sem þau hefðu annars einangrast í eða hefði leiðst. Ef ég á að telja upp nokkra leiki þá er það helst Amma mín er veik, Sykurmolar í vör, Kisa segir, Hver er maðurinn?, Hljómsveitarleikur, Að botna, Frænka mín kom frá Ameríku, Land, sjór og loft, Að klæða sig úr skinnbrókinni og svo fleira og svo fleira. Með það að leiðarljósi að njóta jólanna og gleðinnar sem á að fylgja þeim langar mig að kenna löndum mínum um Ömmuna sem er veik en leikinn er kjörið að fara í þegar allir sitja við borð og eru orðnir saddir eða yfir desertinum: Eldspýta er tekin og brennisteinninn brotinn af. Spýtunni kemur viðkomandi fyrir í munni sér, milli framtanna og neðri tanna, á brún tannanna. Þetta krefst vissrar þolinmæði og lagni. Þegar hægt er að halda spýtunni fastri með tönnunum einum segir viðkomandi af bestu getu: Amma mín er veik. Aðrir við borðið gera sér upp samúð og spyrja hvað sé nú að henni. Þá þarf sá sem spýtuna hefur uppi í sér að vera með í huga nafn sjúkdóms eða lasleika sem hann nefnir. Til dæmis: Hún mjaðmagrindarbrotnaði. Þetta mun sennilega enginn skilja en er talsvert fyndið að sjá. Þá er bara að endurtaka sjúkdómsheitið þar til einhver nær að skilja hvað var sagt. Eftir það er komið að næsta manni að reyna og síðan koll af kolli. Ég mæli með þessum gleðigjafa í öll boð og vona að landar mínir prófi leikinn þessi jól.“ Að lokum óskar Kristín öllum lesendum blaðsins gleðilegrar hátíðar. Heilsa Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Sjá meira
Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarkona er sterk, glæsileg og hrífandi kona sem er mörgum landsmönnum kunn fyrir áhrifamikil verk sín. Hún hefur nýverið staðið í framkvæmdum við að byggja glæsilega vinnustofu við heimili sitt á Seltjarnarnesi. Að vinna að myndlist hefur verið hennar aðalstarf síðan á námsárum og hún segir róðurinn misþungan. „Ég lærði það ung í Myndlistarskólann á Akureyri, að það sem þyrfti í þetta starf væri að hafa nógu mikla þörf til að skapa. Það hljómar einfalt en það þarf mikið úthald til að starfa sem listamaður, þörfin skapar úthaldið. Síðar kemur svo í ljós hvort hægt er að lifa af því sem maður skapar eða ekki eða hvort fólki líki það sem maður hefur að segja. Það þarf mikla seiglu til að vera starfandi myndlistarmaður því þetta er oft mikið basl með ótryggum tekjum. Ég hef verið mjög heppin að geta lifað af listinni en þekki bæði góða og slæma daga. Ég efast um að fólk geri sér grein fyrir hvað myndlistarmenn vinna mikið fyrir litlum launum og eru nægjusamir.Ævisögur listamanna, og þá á ég við í öllum greinum, eru gegnum tíðina með því sorglegra sem hægt er að lesa og örlög þeirra grimm. Það endurtekur sig gegnum listasöguna að það sem listamenn vilja segja er ekki endilega það sem fólk vill heyra eða sjá. Viðurkenningin kemur oft löngu síðar, ef hún þá kemur nokkuð. Ég get ekki séð að listin geti þrifist án peninga eða án þeirra sem njóta hennar, en hún snýst ekki um peninga eða viðurkenningu,“ segir Kristín. „Samfélag sem vert er að lifa í snýst í rauninni um menningu og menning kostar. Það er ómetanlegt að almenningur hér á landi kaupir myndlist og setur upp heima hjá sér, bravó fyrir þeim. En það á ekki að prútta við listamenn, ekki frekar en aðra sem selja afurðir, það er sjálfsagt að semja um afborganir á verkum en mér finnst það ósiður að prútta og bara vandræðalegt. Fer maður í búð og vill semja um verð á gallabuxum? Það á bara að borga myndlistarmönnum fyrir vinnu sína eins og öðrum, bæði þegar þeir setja upp sýningar eða selja verk sín.“Nýjustu myndir Kristínar, Blá - vatnslitamyndir má skoða og njóta og vinnustofunni hennarVísir/EinkasafnÁ að vera stuð um jólin? Þótt Kristín sé mikið jólabarn vill hún gæta hófs. „Í nóvember fer ég að undirbúa sjálfa mig gegn jólaáreiti og að njóta aðventunnar á sama tíma til. Stuðlög um pakkajól geta verið ansi ágeng og lýjandi, glanstímaritin sem streyma inn um lúguna með tillögum að jólagjöfum minna okkur kanski á hvað við erum blönk og svo er allt að gerast sem maður kemst ekki yfir. Verst er hvað maður þarf að verjast mikið þessu áreiti og hvað það þreytir fólk. Hæfileg blanda af neyslu og því að gefa til baka er auðvitað skemmtilegt en við erum fljót að missa okkur í ruglið. Hvernig myndi það koma út ef það væri okkur keppikefli að gera sem minnst um jólin og leggja megináherslu á það sem væri raunverulega þroskandi fyrir okkur sjálf og bætandi fyrir samfélagið í heild? Fyrir mér eins og flestum er þetta spurning um að finna hóflega blöndu og búa til rými fyrir kyrrð og samveru, finna næði til að horfa í kertalogann og helst gefa eitthvað af sér til samfélagsins. Við mættum nota tækifærið og bjóða fólki úti í heimi sem hefur misst sitt og er á hrakningum, að njóta allsnægtanna með okkur.“Kristín ásamt verkum sínumVísir/EinkasadnEldra fólkið kann taktinn Kristín segir formlegar hefðir ekki í föstum skorðum í sinni fjölskyldu. „Og þó. Þetta er blanda af því sem maður ólst upp við og þótti gott og gefandi, hlusta á fallega tónlist tengda jólunum, fara á tónleika, baka það sem mann langar í, fara í jólamessu, lesa, ganga úti, vera með vinum og fjölskyldu. Við förum í messu á aðfangadag og maturinn mallar rólega á meðan, hefur kannski fengið að malla aðeins of mikið þegar við komum heim en hvað með það? Það er mikilvægara að við förum öll saman og að enginn þurfi að vera fastur heima yfir sósunni. Það sem mér þykir sérlega vænt um á Íslandi er hversu frjálslega við skreytum með ljósaseríum og hver og einn gerir á sinn hátt. Þar passa Íslendingar upp á barnið í sér, sleppa sér aðeins og útkoman verður skemmtilega flippuð.En að finna raunverulega jólabarnið inni í sér er ekki eitthvað sem fólk almennt gefur sér tíma til. Fyrir mér krefst jólabarnið ekki mikils, ef nokkurs. En í kringum það myndast einhver kyrrð og einfaldleiki, sennilega er það bara ástin til mannanna sem býr í augum innra barnsins sem gefur og fyrirgefur. Ég sakna þess fólks sem mótaði mig gegnum bernskuna og ekki síst á jólum, foreldra minna, afa og ömmu, frænku, en þessir ástvinir eru allir látnir. Á jólunum sakna ég þess að geta ekki gefið mínum eigin börnum samskipti við þau eða við eldra fólk því í mínu tilfelli komu þau með helgina í bæinn. En í staðinn geri ég eins vel og mér er unnt að hlúa að arfi kynslóðanna og vel út það sem skapar helgi. Eldra fólk hefur oft náð ákveðinni tign sem kemur með yfirvegun og ró reynslunnar. Það er aðlaðandi og við getum lært af og notið mikils góðs af. Við gætum hlustað meira á reynslu þeirra og viðhaldið þannig mikilvægri tengingu við fortíð, nútíð og okkur sjálf. Eldra fólkið kann oftast taktinn og þarf ekki að hendast fram og til baka.“Verk eftir KristínuVísir/EinkasafnJólaleikir: Amma mín er veik „Ég ólst upp við mikinn söng og kirkjuferðir heima á Akureyri, ýmis spil og síðast en ekki síst jólaleiki sem stóðu tímunum saman og allir tóku þátt í. Mér fannst þetta alveg sjálfsagt mál og ætti erfitt með að halda jól ef ég mætti ekki leika mér neitt. Á jóladag var byrjað á að fara í messu og síðan til afa og ömmu þar sem við fórum í leiki sem stóðu langt fram á kvöld. Líka næsta dag með vinafólki. Mamma var sænsk og ég er afar stolt af hvað hún var uppátækjasöm og fjörug í leikjum. Ég er líka þakklát fyrir að íslenska fjölskyldan mín var ekki síður til í leiki og sprell. Kosturinn við að fara í leiki er sá að börn, unglingar og eldri mætast og allir verða jafnir. Mamma benti mér t.d. á að það væri alltaf tilhlökkunarefni að mæta í boð ef börn væru á svæðinu því þá væru líkurnar meiri á að það væri farið í leiki og það yrði gaman. Ekki bara setið og hlustað á fullorðna tala. Þetta er svo rétt og hafði mikil áhrif á sköpunargleði mína. Ég á sem betur fer marga vinahópa sem eru til í ólíkasta sprell. Sjálf hef ég gaman af þegar fólk þorir að breyta útliti sínu og gera sig óskiljanlegt án mikillar fyrirhafnar, ég er alltaf opin fyrir slíku og get hlegið endalaust. Það er svo ótrúlega gaman að sjá börn og unglinga lifna við í boðum sem þau hefðu annars einangrast í eða hefði leiðst. Ef ég á að telja upp nokkra leiki þá er það helst Amma mín er veik, Sykurmolar í vör, Kisa segir, Hver er maðurinn?, Hljómsveitarleikur, Að botna, Frænka mín kom frá Ameríku, Land, sjór og loft, Að klæða sig úr skinnbrókinni og svo fleira og svo fleira. Með það að leiðarljósi að njóta jólanna og gleðinnar sem á að fylgja þeim langar mig að kenna löndum mínum um Ömmuna sem er veik en leikinn er kjörið að fara í þegar allir sitja við borð og eru orðnir saddir eða yfir desertinum: Eldspýta er tekin og brennisteinninn brotinn af. Spýtunni kemur viðkomandi fyrir í munni sér, milli framtanna og neðri tanna, á brún tannanna. Þetta krefst vissrar þolinmæði og lagni. Þegar hægt er að halda spýtunni fastri með tönnunum einum segir viðkomandi af bestu getu: Amma mín er veik. Aðrir við borðið gera sér upp samúð og spyrja hvað sé nú að henni. Þá þarf sá sem spýtuna hefur uppi í sér að vera með í huga nafn sjúkdóms eða lasleika sem hann nefnir. Til dæmis: Hún mjaðmagrindarbrotnaði. Þetta mun sennilega enginn skilja en er talsvert fyndið að sjá. Þá er bara að endurtaka sjúkdómsheitið þar til einhver nær að skilja hvað var sagt. Eftir það er komið að næsta manni að reyna og síðan koll af kolli. Ég mæli með þessum gleðigjafa í öll boð og vona að landar mínir prófi leikinn þessi jól.“ Að lokum óskar Kristín öllum lesendum blaðsins gleðilegrar hátíðar.
Heilsa Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fleiri fréttir Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Sjá meira