Líkur á hvítum jólum um land allt Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2015 11:25 Allar líkur eru á hvítum jólum um land allt, gangi spár eftir. Vísir Útlit er fyrir góða færð þannig að allir komist heim fyrir jólin, og að hvít jól verði um allt land. Þetta er samkvæmt spá sem Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur gerði í morgun. „Það verður fremur kalt í veðri og einhver ofankoma, snjókoma norðan og austanlands einkum og jafnvel eitthvað suðvestanlands um tíma,“ sagði Þorsteinn við fréttastofu 365 í morgun. Sagði hann veðrið eiga að haldast svona fram að aðfangadag, næstkomandi fimmtudag. „Það lítur út fyrir það. Það virðist vera góð spáin fyrir aðfangadag. Frekar hæg norðanátt, dálítil él, kannski eitthvað aðeins hvassara á Austfjörðum og gæti snjóað þar.“ Spurður hvort það verði hvít jól um allt land sagði Þorsteinn það líta þannig út í dag. Vísir sagði frá því á þriðjudag að allar líkur yrðu á hvítum jólum samkvæmt langtímaspá.Sjá einnig: Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadagEn það er ekki bara að horfur séu á góðri færð á vegum um allt land, heldur verður flugveður líka með ágætum, gangi spáin eftir. Í dag má búast við austlægri átt, 8 – 13 metrum á sekúndu, dálítil él á víð og dreif, en hvessir í nótt. Norðaustan 15-23 metrar á sekúndu á morgun, hvassast við suðausturströndina og víða slydda eða snjókoma, en úrkomulítið vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld. Hiti frá frostmarki með suðurströndinni, niður í 12 stiga frost í innsveitum norðaustanlands. Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á sunnudag: Norðan 8-13 m/s og él, en bjartviðri V-lands og líkur á snjókomu S-lands um kvöldið. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á mánudag: Austanátt 10-18 m/s, hvassast syðst. Snjókoma eða slydda S-lands og hiti kringum frostmark, en dálítil él fyrir norðan og frost að 10 stigum. Á þriðjudag og miðvikudag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt á snjókoma eða él, einkum N- og A-til. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Útlit fyrir fremur hæga norðlæga átt og él á víð og dreif, en hvassari og jafn vel snjókoma austast. Talsvert frost. Jólafréttir Veður Tengdar fréttir Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. 15. desember 2015 09:11 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Útlit er fyrir góða færð þannig að allir komist heim fyrir jólin, og að hvít jól verði um allt land. Þetta er samkvæmt spá sem Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur gerði í morgun. „Það verður fremur kalt í veðri og einhver ofankoma, snjókoma norðan og austanlands einkum og jafnvel eitthvað suðvestanlands um tíma,“ sagði Þorsteinn við fréttastofu 365 í morgun. Sagði hann veðrið eiga að haldast svona fram að aðfangadag, næstkomandi fimmtudag. „Það lítur út fyrir það. Það virðist vera góð spáin fyrir aðfangadag. Frekar hæg norðanátt, dálítil él, kannski eitthvað aðeins hvassara á Austfjörðum og gæti snjóað þar.“ Spurður hvort það verði hvít jól um allt land sagði Þorsteinn það líta þannig út í dag. Vísir sagði frá því á þriðjudag að allar líkur yrðu á hvítum jólum samkvæmt langtímaspá.Sjá einnig: Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadagEn það er ekki bara að horfur séu á góðri færð á vegum um allt land, heldur verður flugveður líka með ágætum, gangi spáin eftir. Í dag má búast við austlægri átt, 8 – 13 metrum á sekúndu, dálítil él á víð og dreif, en hvessir í nótt. Norðaustan 15-23 metrar á sekúndu á morgun, hvassast við suðausturströndina og víða slydda eða snjókoma, en úrkomulítið vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld. Hiti frá frostmarki með suðurströndinni, niður í 12 stiga frost í innsveitum norðaustanlands. Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á sunnudag: Norðan 8-13 m/s og él, en bjartviðri V-lands og líkur á snjókomu S-lands um kvöldið. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á mánudag: Austanátt 10-18 m/s, hvassast syðst. Snjókoma eða slydda S-lands og hiti kringum frostmark, en dálítil él fyrir norðan og frost að 10 stigum. Á þriðjudag og miðvikudag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt á snjókoma eða él, einkum N- og A-til. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Útlit fyrir fremur hæga norðlæga átt og él á víð og dreif, en hvassari og jafn vel snjókoma austast. Talsvert frost.
Jólafréttir Veður Tengdar fréttir Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. 15. desember 2015 09:11 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. 15. desember 2015 09:11