Innlent

„Mikil hamingja“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Phellumb-fjölskyldan fær íslenskan ríkisborgararétt.
Phellumb-fjölskyldan fær íslenskan ríkisborgararétt. vísir
„Þetta er bara mikil hamingja,“ segir Hermann Ragnarsson, múrarameistari, sem hefur aðstoðað albönsku fjölskyldurnar tvær sem fá íslenskan ríkisborgararétt í dag.

Sjá einnig: Albönsku fjölskyldurnar fá íslenskan ríkisborgararétt

Hermann segir mikla vinnu framundan við að koma fólkinu til landsins, finna handa þeim húsnæði og annað í tengslum við komu þeirra hingað. Aðspurður hvenær þau komi til landsins segir hann það ekki verða fyrr en á nýju ári.

„Planið er að þau komi hingað 10. janúar en ef allt verður tilbúið eitthvað fyrr þá færum við bara dagsetninguna. Það er margt sem þarf að huga að, til dæmis húsnæði og húsgögn,“ segir Hermann og bætir við að fjölskyldurnar fái ekki þá aðstoð frá Rauða krossinum og Reykjavíkurborg sem hælisleitendur og flóttafólk fá þar sem þau séu nú bara eins og hver annar Íslendingur. 

Hann vill því benda á söfnun sem hann hefur sett af stað fyrir fólkið í gegnum Facebook en söfnunarsíðuna má finna hér.


Tengdar fréttir

Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis

Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða.

Vilja koma Kevi heim

Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×