Ekki allir ánægðir með ljóðabröltið hans Bubba Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2015 16:48 Bubbi mokar ljóðabók sinni út og bókin nú komin í 3. prentun. Og, þó undalegt megi heita eru ekkert allir í bókageiranum neitt sérstaklega kátir með það. visir/anton brink „Þetta er fáheyrt. Og þá kemur þetta nú að hégóminn er harður húsbóndi, því auðvitað kitlar þetta,“ segir Bubbi Morthens. Sjaldan eða aldrei hefur vegur ljóðsins verið meiri en á því herrans ári 2015. Og þó nýlegar tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna hafi víðast hvar mælst vel fyrir er það gagnrýnt að Linda Vilhjálmsdóttir skáld sé ekki í hópi hinna tilnefndu; einmitt vegna þess að Linda er stórkostlegt skáld, hún sendi frá sér frábæra ljóðabók – Frelsi – á árinu og ... það er einfaldlega svo að ljóðið er einkennandi fyrir útgáfuárið. Af hverju eru þeir í nefndunum með lokuð augun gagnvart þeirri staðreynd? Ekkert allir ánægðir með gott gengi Bubba Í því samhengi verður að segjast að þar leggur Bubbi nokkur Morthens, rokkkóngur Íslands, sitt af mörkum. Sannarlega. Fá fordæmi eru fyrir því að ljóðabækur fari í endurprentun, hvað þá 3. prentun en Bubbi er engum líkur. Ljóðabókin hans Öskraðu gat á myrkrið rýkur út úr búðum nema, nú ber svo við að Bubbi skynjar að það eru ekkert allir sem velkjast í menningargeiranum ánægðir með það. Þeir á háu loftum, eins og hann kallar það. Bubbi engum líkur. Ljóðabókin hans hefur hlotið fádæma góðar viðtökur og það sem meira er; Bubbi er að nema ný lesendalönd því margir meðal lesenda eru ungir að árum -- ekki dæmigerðir ljóðlesendur.visir/anton brink „Já, eða ... ég hef heyrt það utan að mér, menn eru ekkert eins og Gunni Nelson, labba ekkert beint að þér, horfa í augun á þér og gefa til kynna hvað þú átt í vændum,“ segir Bubbi. Og, hann grípur til dæmisögunnar: „Já, sko... það er akur, einn akur, akur listarinnar þar sem allir listamenn eru að sá og yrkja. Og menn marka sér sinn reit, eins og í skólagörðunum. Svo, þegar þú ert kominn á þinn reit þá vilja menn oft hafa þig þar. Þetta er skrítið lögmál – menn vilja ekki rugga bátnum en ég fékk mér labbitúr úr dægurlagareitnum, yfir skáldsögureitinn og klassíska reitinn í tónlistinni, yfir jassreitinn og málarareitinn þangað til ég kom í hornið þar sem er kannski aðeins skuggsýnna, ekki eins mikil sólarglæta þar og víða annars staðar. Þar eru ljóðskáldin. Þar bara bjó ég mér til rákir og sáði í. Þá er hættan þessi að einhvers staðar á háu loftum séu menn ekkert hrifnir af því að það sé kominn nýrækt í reitinn. Og hvað þá þegar það gerist að þetta verður svona bólgin ljóðakartafla. Þá er hættan sú að einhverjir fitji uppá trýnið og segi að svona eigi þetta ekki að vera.“ Frægðin og forskotið En, þetta eru blendin viðbrögð, segir Bubbi. „Það sem kom mér dásamlegast á óvart eru þessir æðislegu dómar sem ég hef fengið. Einu neikvæðu dómarnir sem ég fékk gengu út á það að sá sem skrifaði fjallaði um fordóma sinn í minn garð. Og vildi meina að ég hefði forskot á alla aðra af því að ég er svo þekktur. Það voru fyrirsjáanleg viðbrögð.“ Jón Kalmann og Hallgrímur Helgason lásu bókina yfir í próförk og gáfu Bubba fjórhjóladrifið með hvatningu sinni, sem dugði yfir síðasta skaflinn. En, án Silju hefði bókin aldrei komið út.visir/anton brink Bubbi segir það sérstaklega ánægjulegt hversu margir ungir lesendur eru meðal kaupenda bókar hans. Bubbi telur það ekki lítils virði að fá ungt fólk til að lesa ljóð, já, fá ungt fólk til að grípa í bók. „Það var þarna lítill skiki laus, ég sá hvað þar var frjór reitur, þetta er reiturinn hans Egils Einarssonar, Gillzeneggers, og ég smellti mér niður þar, mér líkaði nefnilega svo vel við lífsstílsbækurnar hans,“ segir Bubbi sem telur líkamsræktarfrömuðinn umdeilda hafa unnið verulegt afrek að fá nýja og stóra hópa, unga karlmenn, að bóklestri. Nokkuð sem margir vildu horfa markvisst framhjá. Hallgrímur og Jón Kalmann lásu yfir Bubbi segir það alveg fyrirliggjandi að ljóðabókin hefði aldrei komið út ef ekki hefði verið fyrir ritstjóra hans Silju Aðalsteinsdóttur. Sem Bubbi getur ekki nógsamlega dásamað. En, Silja var þó ekki sú eina sem las bók Bubba yfir og ritstýrði. „Nei, svo lásu tveir af mínum uppáhalds rithöfundum bókina yfir, í próförk og komu með frábærar hugmyndir að breytingum og lögðu lóð á vogarskálina – hvöttu mig áfram, Hallgrímur Helgason og Jón Kalmann. Þeir hafa báðir fengist mikið við ljóðagerð og voru mjög ánægðir með þetta. Viðbrögð þeirra gáfu mér fjórhjóladrifið sem ég þurfti, til að komast yfir seinasta skaflinn, en án Silju hefði þessi bók sennilega ekki orðið.“ Söngtexti og ljóð Hún er mjó línan sem er milli textagerðar og svo ljóða. Þessi tvö fyrirbæri eru ekki þau hin sömu en skarast vissulega. Fáránlegt væri að vera með Bubba, sem dansar á þessari línu í viðtali um ljóð án þess að spyrja hann hvernig þetta horfi við honum? „Munurinn er sá að þú segir oft færri hluti en dregur um leið upp stærri mynd í ljóðunum meðan textagerðin er meira blátt áfram. Ljóð eru margræðari og þú skilur eftir möguleika á mörgum myndum og túlkunarmöguleikum meðan í textagerðinni ertu að geirnegla hlutina, segja sögur og ert meira blátt áfram. Sagan er sögð og hún er svona. Aldrei fór ég suður eða Syneta, þá segir þú ákveðna sögu, klæðir í ákveðinn búning, ákveðið form sem lýtur ákveðnum lögmálum sem tónlistin kallar á.“ Ferðalag um land hinna dauðu Öskraðu gat á myrkrið er fyrsta ljóðabók Bubba, en hann hefur reyndar gefið út ljóðadisk. „En, já, mín fyrsta prentaða ljóðabók.“ Af hverju ertu að þessu? „Þetta er þörf, ég skrifa af innri þörf.“ En, færðu ekki næga útrás fyrir þessa innri þörf í tónlistinni? „Ég get ekki gefið út plötu í hverjum mánuði,“ segir Bubbi og hlær. „Sköpunargleðin er slík. Ég er heltekinn af sköpunargleði og nú þegar er ég byrjaður að vinna að næsta ljóðabálki.“ „Ég hef alveg farið í gegnum þau tímabil að mér þótti súrt í broti að þurfa að deyja. Segi ekki eins og söngkennarinn minn, Guðrún á Símonar heitin, ef ég skyldi deyja, en það augnablik kemur í ævi hvers manns að hann gerir sér fullkomlega grein fyrir því að hann muni deyja.visir/Anton Brink Bubbi segir að ljóðin séu einskonar mynd úr mynd úr mynd ... „ég hef auðvitað sungið og talað um þessa hluti en þetta er einhvers konar ferðalag í gegnum land hinna dauðu. Og kannski endar á því að það er einhver ljóstýra þarna sem bíður manns; að maður brjóti sig út úr þessu. Herkúles gerði þetta. Ég ætla ekki að líkja mér við Herkúles en hann er ekki sá eini sem dvaldi meðal hinna dauðu og braut sér leið til baka.“ Leitin að ódauðleikanum Má þá tengja þennan sköpunarkraft að einhverju leyti við ótta við dauðann, ertu að reyna að gera þig ódauðlegan með verkum þínum? „Ég hef alveg farið í gegnum þau tímabil að mér þótti súrt í broti að þurfa að deyja. Segi ekki eins og söngkennarinn minn, Guðrún á Símonar heitin, ef ég skyldi deyja, en það augnablik kemur í ævi hvers manns að hann gerir sér fullkomlega grein fyrir því að hann muni deyja. En síðan, ef það er einhver töggur í þér og heilinn þinn nokkurn veginn ómengaður, þá sér maður nú það að það er bara þessi stund. Hér og nú. Sem skiptir máli. Ég held að ég sé ekki að reyna að gera mig ódauðlegan í verkum mínum. Ég held að það sé þannig að tíminn hafi sýnt, að stórum hluta til, þá týnast nú flest hin stóru skáld, myndhöggvarar, rithöfundar og málarar. Og þeir sem menn héldu að yrði kannski aldrei neitt, það finnst kannski ein stytta löngu eftir hans dag og sá verður ódauðlegur.“ Sveiflast milli þess að efast og vera heittrúaður Í þessum átökum við dauðann, þá hlýtur trúin að koma við sögu? „Trúin mín snýst mikið um efann. Eins og segir á nýju plötunni: Guð er ég þitt svar/er ég þitt fingrafar/ raulaði áin á sinni löngu leið/til hafsins straumþung og breið.“ Þú hefur nú heldur betur sungið Guði lofgjörð í gegnum tíðina? „Jájájá, ég er trúaður en ég sveiflast milli þess að vera alveg heittrúaður yfir í að vera ekkert nema einn stór efi.“ Svo blandast búddisminn inn í þetta? „Já, í litlum mæli en þó leitar hugur minn æ meira þangað og ætli ég endi ekki sem nemandi hjá bróður mínum. Honum Tolla.“ Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er fáheyrt. Og þá kemur þetta nú að hégóminn er harður húsbóndi, því auðvitað kitlar þetta,“ segir Bubbi Morthens. Sjaldan eða aldrei hefur vegur ljóðsins verið meiri en á því herrans ári 2015. Og þó nýlegar tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna hafi víðast hvar mælst vel fyrir er það gagnrýnt að Linda Vilhjálmsdóttir skáld sé ekki í hópi hinna tilnefndu; einmitt vegna þess að Linda er stórkostlegt skáld, hún sendi frá sér frábæra ljóðabók – Frelsi – á árinu og ... það er einfaldlega svo að ljóðið er einkennandi fyrir útgáfuárið. Af hverju eru þeir í nefndunum með lokuð augun gagnvart þeirri staðreynd? Ekkert allir ánægðir með gott gengi Bubba Í því samhengi verður að segjast að þar leggur Bubbi nokkur Morthens, rokkkóngur Íslands, sitt af mörkum. Sannarlega. Fá fordæmi eru fyrir því að ljóðabækur fari í endurprentun, hvað þá 3. prentun en Bubbi er engum líkur. Ljóðabókin hans Öskraðu gat á myrkrið rýkur út úr búðum nema, nú ber svo við að Bubbi skynjar að það eru ekkert allir sem velkjast í menningargeiranum ánægðir með það. Þeir á háu loftum, eins og hann kallar það. Bubbi engum líkur. Ljóðabókin hans hefur hlotið fádæma góðar viðtökur og það sem meira er; Bubbi er að nema ný lesendalönd því margir meðal lesenda eru ungir að árum -- ekki dæmigerðir ljóðlesendur.visir/anton brink „Já, eða ... ég hef heyrt það utan að mér, menn eru ekkert eins og Gunni Nelson, labba ekkert beint að þér, horfa í augun á þér og gefa til kynna hvað þú átt í vændum,“ segir Bubbi. Og, hann grípur til dæmisögunnar: „Já, sko... það er akur, einn akur, akur listarinnar þar sem allir listamenn eru að sá og yrkja. Og menn marka sér sinn reit, eins og í skólagörðunum. Svo, þegar þú ert kominn á þinn reit þá vilja menn oft hafa þig þar. Þetta er skrítið lögmál – menn vilja ekki rugga bátnum en ég fékk mér labbitúr úr dægurlagareitnum, yfir skáldsögureitinn og klassíska reitinn í tónlistinni, yfir jassreitinn og málarareitinn þangað til ég kom í hornið þar sem er kannski aðeins skuggsýnna, ekki eins mikil sólarglæta þar og víða annars staðar. Þar eru ljóðskáldin. Þar bara bjó ég mér til rákir og sáði í. Þá er hættan þessi að einhvers staðar á háu loftum séu menn ekkert hrifnir af því að það sé kominn nýrækt í reitinn. Og hvað þá þegar það gerist að þetta verður svona bólgin ljóðakartafla. Þá er hættan sú að einhverjir fitji uppá trýnið og segi að svona eigi þetta ekki að vera.“ Frægðin og forskotið En, þetta eru blendin viðbrögð, segir Bubbi. „Það sem kom mér dásamlegast á óvart eru þessir æðislegu dómar sem ég hef fengið. Einu neikvæðu dómarnir sem ég fékk gengu út á það að sá sem skrifaði fjallaði um fordóma sinn í minn garð. Og vildi meina að ég hefði forskot á alla aðra af því að ég er svo þekktur. Það voru fyrirsjáanleg viðbrögð.“ Jón Kalmann og Hallgrímur Helgason lásu bókina yfir í próförk og gáfu Bubba fjórhjóladrifið með hvatningu sinni, sem dugði yfir síðasta skaflinn. En, án Silju hefði bókin aldrei komið út.visir/anton brink Bubbi segir það sérstaklega ánægjulegt hversu margir ungir lesendur eru meðal kaupenda bókar hans. Bubbi telur það ekki lítils virði að fá ungt fólk til að lesa ljóð, já, fá ungt fólk til að grípa í bók. „Það var þarna lítill skiki laus, ég sá hvað þar var frjór reitur, þetta er reiturinn hans Egils Einarssonar, Gillzeneggers, og ég smellti mér niður þar, mér líkaði nefnilega svo vel við lífsstílsbækurnar hans,“ segir Bubbi sem telur líkamsræktarfrömuðinn umdeilda hafa unnið verulegt afrek að fá nýja og stóra hópa, unga karlmenn, að bóklestri. Nokkuð sem margir vildu horfa markvisst framhjá. Hallgrímur og Jón Kalmann lásu yfir Bubbi segir það alveg fyrirliggjandi að ljóðabókin hefði aldrei komið út ef ekki hefði verið fyrir ritstjóra hans Silju Aðalsteinsdóttur. Sem Bubbi getur ekki nógsamlega dásamað. En, Silja var þó ekki sú eina sem las bók Bubba yfir og ritstýrði. „Nei, svo lásu tveir af mínum uppáhalds rithöfundum bókina yfir, í próförk og komu með frábærar hugmyndir að breytingum og lögðu lóð á vogarskálina – hvöttu mig áfram, Hallgrímur Helgason og Jón Kalmann. Þeir hafa báðir fengist mikið við ljóðagerð og voru mjög ánægðir með þetta. Viðbrögð þeirra gáfu mér fjórhjóladrifið sem ég þurfti, til að komast yfir seinasta skaflinn, en án Silju hefði þessi bók sennilega ekki orðið.“ Söngtexti og ljóð Hún er mjó línan sem er milli textagerðar og svo ljóða. Þessi tvö fyrirbæri eru ekki þau hin sömu en skarast vissulega. Fáránlegt væri að vera með Bubba, sem dansar á þessari línu í viðtali um ljóð án þess að spyrja hann hvernig þetta horfi við honum? „Munurinn er sá að þú segir oft færri hluti en dregur um leið upp stærri mynd í ljóðunum meðan textagerðin er meira blátt áfram. Ljóð eru margræðari og þú skilur eftir möguleika á mörgum myndum og túlkunarmöguleikum meðan í textagerðinni ertu að geirnegla hlutina, segja sögur og ert meira blátt áfram. Sagan er sögð og hún er svona. Aldrei fór ég suður eða Syneta, þá segir þú ákveðna sögu, klæðir í ákveðinn búning, ákveðið form sem lýtur ákveðnum lögmálum sem tónlistin kallar á.“ Ferðalag um land hinna dauðu Öskraðu gat á myrkrið er fyrsta ljóðabók Bubba, en hann hefur reyndar gefið út ljóðadisk. „En, já, mín fyrsta prentaða ljóðabók.“ Af hverju ertu að þessu? „Þetta er þörf, ég skrifa af innri þörf.“ En, færðu ekki næga útrás fyrir þessa innri þörf í tónlistinni? „Ég get ekki gefið út plötu í hverjum mánuði,“ segir Bubbi og hlær. „Sköpunargleðin er slík. Ég er heltekinn af sköpunargleði og nú þegar er ég byrjaður að vinna að næsta ljóðabálki.“ „Ég hef alveg farið í gegnum þau tímabil að mér þótti súrt í broti að þurfa að deyja. Segi ekki eins og söngkennarinn minn, Guðrún á Símonar heitin, ef ég skyldi deyja, en það augnablik kemur í ævi hvers manns að hann gerir sér fullkomlega grein fyrir því að hann muni deyja.visir/Anton Brink Bubbi segir að ljóðin séu einskonar mynd úr mynd úr mynd ... „ég hef auðvitað sungið og talað um þessa hluti en þetta er einhvers konar ferðalag í gegnum land hinna dauðu. Og kannski endar á því að það er einhver ljóstýra þarna sem bíður manns; að maður brjóti sig út úr þessu. Herkúles gerði þetta. Ég ætla ekki að líkja mér við Herkúles en hann er ekki sá eini sem dvaldi meðal hinna dauðu og braut sér leið til baka.“ Leitin að ódauðleikanum Má þá tengja þennan sköpunarkraft að einhverju leyti við ótta við dauðann, ertu að reyna að gera þig ódauðlegan með verkum þínum? „Ég hef alveg farið í gegnum þau tímabil að mér þótti súrt í broti að þurfa að deyja. Segi ekki eins og söngkennarinn minn, Guðrún á Símonar heitin, ef ég skyldi deyja, en það augnablik kemur í ævi hvers manns að hann gerir sér fullkomlega grein fyrir því að hann muni deyja. En síðan, ef það er einhver töggur í þér og heilinn þinn nokkurn veginn ómengaður, þá sér maður nú það að það er bara þessi stund. Hér og nú. Sem skiptir máli. Ég held að ég sé ekki að reyna að gera mig ódauðlegan í verkum mínum. Ég held að það sé þannig að tíminn hafi sýnt, að stórum hluta til, þá týnast nú flest hin stóru skáld, myndhöggvarar, rithöfundar og málarar. Og þeir sem menn héldu að yrði kannski aldrei neitt, það finnst kannski ein stytta löngu eftir hans dag og sá verður ódauðlegur.“ Sveiflast milli þess að efast og vera heittrúaður Í þessum átökum við dauðann, þá hlýtur trúin að koma við sögu? „Trúin mín snýst mikið um efann. Eins og segir á nýju plötunni: Guð er ég þitt svar/er ég þitt fingrafar/ raulaði áin á sinni löngu leið/til hafsins straumþung og breið.“ Þú hefur nú heldur betur sungið Guði lofgjörð í gegnum tíðina? „Jájájá, ég er trúaður en ég sveiflast milli þess að vera alveg heittrúaður yfir í að vera ekkert nema einn stór efi.“ Svo blandast búddisminn inn í þetta? „Já, í litlum mæli en þó leitar hugur minn æ meira þangað og ætli ég endi ekki sem nemandi hjá bróður mínum. Honum Tolla.“
Bókmenntir Höfundatal Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira