Ísland var öðruvísi heimur Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2015 17:15 Falasteen Abu Libdeh. Hin palestínska Falasteen Abu Libdeh flutti hingað til Íslands frá Jerúsalem árið 1995. Snjórinn kom henni og fjölskyldu hennar í opna skjöldu, sem og skortur á grænmeti og ávöxtum. Falasteen er ein tuttugu og fjögurra íbúa á Íslandi af erlendum uppruna sem tekur þátt í átaki PIPAR/TBWA undir yfirskriftinni „Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“ Ástæðan fyrir átakinu og því að starfsfólk PIPAR\TBWA vill blanda sér í umræðuna er sú að svo virðist sem mál innflytjenda, flóttafólks og hryðjuverkamanna séu orðin að einu og sama málinu sem er hvorki rétt né ekki gott að sögn framkvæmdastjórans Valgeirs Magnússonar. „Við munum því birta eitt myndband á dag næstu 24 daga þar sem við kynnumst fólki af erlendu bergi brotið sem hér býr og starfar og tekur þátt í því að auðga okkar samfélag.“ Segja má að um jóladagatal sé að ræða.Takk öll fyrir frábær viðbrögð! Við höldum förinni áfram og ræðum við Falasteen Abu Libdeh sem var alin upp í Jerúsalem en flutti hingað til lands 1995.#viðöllPosted by PIPAR\TBWA on Wednesday, December 2, 2015Falasteen var sextán ára gömul þegar hún flutti til Íslands og segir það hafa verið erfitt fyrst þegar hún og fjölskylda hennar komu hingað. Til dæmis hafi verið mikill snjór það árið. Þau hefðu aðeins einu sinni séð snjó áður. „Okkur fannst skrítið fyrst hvernig krakkarnir hugsa og tala bara um bíó og ball. Við erum stríðsbörn og viljum fara að heimsækja strákana í fangelsi og eitthvað svona. Það var alltaf á sunnudögum að ég fór í Rauða krossbíl að heimsækja ungmenni frá Gaza í fangelsi af því að fjölskyldur þeirra komust ekki til þeirra.“ „Þetta var öðruvísi heimur.Falasteen segir að árið 1995 hafi verið lítið um ávexti og grænmeti hér á landi og saknar hún matsins. Hún og fjölskylda hennar halda upp á jólin, því það sé eini tíminn þar sem allir séu í fríi. „Ég var alin upp í Jerúsalem og þar eru við múslímar, kristið fólk og gyðingar og búum bara í sama stigagangi. Við erum alin upp við það að jólin hafa alltaf verið til. Við kynntumst þeim ekki bara á Íslandi,“ segir Falasteen og bætir við: „Við kynntumst jólasveininum á Íslandi en ekki jólunum, jólatrjám og pökkum.“ Hún segir enn fremur að það sem Íslendingar geti lært af Palestínumönnum sé að vinna minna og verja miklu meiri með fjölskyldunni. Sem Falasteen segir vera það mikilvægasta í lífinu. Flóttamenn Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Hin palestínska Falasteen Abu Libdeh flutti hingað til Íslands frá Jerúsalem árið 1995. Snjórinn kom henni og fjölskyldu hennar í opna skjöldu, sem og skortur á grænmeti og ávöxtum. Falasteen er ein tuttugu og fjögurra íbúa á Íslandi af erlendum uppruna sem tekur þátt í átaki PIPAR/TBWA undir yfirskriftinni „Við öll - tölum saman, skiljum hvert annað.“ Ástæðan fyrir átakinu og því að starfsfólk PIPAR\TBWA vill blanda sér í umræðuna er sú að svo virðist sem mál innflytjenda, flóttafólks og hryðjuverkamanna séu orðin að einu og sama málinu sem er hvorki rétt né ekki gott að sögn framkvæmdastjórans Valgeirs Magnússonar. „Við munum því birta eitt myndband á dag næstu 24 daga þar sem við kynnumst fólki af erlendu bergi brotið sem hér býr og starfar og tekur þátt í því að auðga okkar samfélag.“ Segja má að um jóladagatal sé að ræða.Takk öll fyrir frábær viðbrögð! Við höldum förinni áfram og ræðum við Falasteen Abu Libdeh sem var alin upp í Jerúsalem en flutti hingað til lands 1995.#viðöllPosted by PIPAR\TBWA on Wednesday, December 2, 2015Falasteen var sextán ára gömul þegar hún flutti til Íslands og segir það hafa verið erfitt fyrst þegar hún og fjölskylda hennar komu hingað. Til dæmis hafi verið mikill snjór það árið. Þau hefðu aðeins einu sinni séð snjó áður. „Okkur fannst skrítið fyrst hvernig krakkarnir hugsa og tala bara um bíó og ball. Við erum stríðsbörn og viljum fara að heimsækja strákana í fangelsi og eitthvað svona. Það var alltaf á sunnudögum að ég fór í Rauða krossbíl að heimsækja ungmenni frá Gaza í fangelsi af því að fjölskyldur þeirra komust ekki til þeirra.“ „Þetta var öðruvísi heimur.Falasteen segir að árið 1995 hafi verið lítið um ávexti og grænmeti hér á landi og saknar hún matsins. Hún og fjölskylda hennar halda upp á jólin, því það sé eini tíminn þar sem allir séu í fríi. „Ég var alin upp í Jerúsalem og þar eru við múslímar, kristið fólk og gyðingar og búum bara í sama stigagangi. Við erum alin upp við það að jólin hafa alltaf verið til. Við kynntumst þeim ekki bara á Íslandi,“ segir Falasteen og bætir við: „Við kynntumst jólasveininum á Íslandi en ekki jólunum, jólatrjám og pökkum.“ Hún segir enn fremur að það sem Íslendingar geti lært af Palestínumönnum sé að vinna minna og verja miklu meiri með fjölskyldunni. Sem Falasteen segir vera það mikilvægasta í lífinu.
Flóttamenn Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels