Guðmundur Braga hættir hjá Grindavík og Kaninn fer til Suður-Kóreu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2015 10:53 Guðmundur Bragason og fjölskylda fylgjast hér með Grindavíkurleik úr stúkunni. Guðmundur verður ekki meira á hliðarlínunni í vetur. Vísir/Ernir Það eru breytingar framundan hjá karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum en bæði aðstoðarþjálfarinn og bandaríski leikmaðurinn eru að hætta hjá félaginu. Grindvíkingar segja frá því á fésbókarsíðu sinni að Guðmundur Bragason þurfi hætta sem aðstoðarþjálfari liðsins vegna anna í vinnu og þá er Eric Wise á leiðinni til liðs í Suður-Kóreu. „Sökum mikilla anna í vinnu hefur Guðmundur Bragason tilkynnt Stjórn Kkd UMFG að hann geti ekki haldið áfram sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla. Þó þetta sé vissulega áfall fyrir okkur þá sýnum við Gumma að sjálfsögðu fullann skilning og höldum áfram, við erum jú vissulega með part af honum liðinu," segir hjá síðu Grindvíkinga sem munu treysta á það að Guðmundur haldi áfram að hvetja liðið áfram enda spila tveir synir hans með liðinu. „Gummi mun þó öskra liðið áfram úr stúkunni þegar hann getur og aðstoða lítið eitt við það sem upp getur komið. Við viljum þakka Gumma fyrir það sem liðið er af tímabilinu og óskum honum að sjálfsögðu alls hins besta," segir á síðu Grindvíkinga. Jón Axel og Ingvi Þór Guðmundssynir eru báðir að spila yfir 18 mínútur í leik með liðinu og Jón Axel er með 15,5 stig, 7,3 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Eric Julian Wise er annar bandaríski leikmaðurinn hjá Grindavík á þessu tímabili og nú er orðið ljóst að hann verður ekki sá síðasti. „Lið frá S- Kóreu sýndi því mikinn áhuga á að fá Eric nokkurn Wise til sín en fyrir þá sem ekki vita þá er hann kaninn okkar. Þegar svona kemur upp er ákaflega lítið sem lið frá Íslandi geta gert þar sem þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir hans feril og nokkurn veginn vonlaust að koma í veg fyrir að hann yfirgefi skútuna. Það er nokkuð ljóst að leikurinn í kvöld gegn Haukum verður hans síðasti fyrir okkar lið," segir á fésbókarsíðu Grindvíkinga. Eric Julian Wise er með 25 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik hjá Grindavík en liðið hefur þó aðeins unnið 1 af 4 leikjum sem hann hefur spilað.Sæl öll.Smá fréttir fyrir okkur frá okkur. Sökum mikilla anna í vinnu hefur Guðmundur Bragason tilkynnt Stjórn Kkd...Posted by Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Grindavík on 3. desember 2015 Dominos-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
Það eru breytingar framundan hjá karlaliði Grindavíkur í körfuboltanum en bæði aðstoðarþjálfarinn og bandaríski leikmaðurinn eru að hætta hjá félaginu. Grindvíkingar segja frá því á fésbókarsíðu sinni að Guðmundur Bragason þurfi hætta sem aðstoðarþjálfari liðsins vegna anna í vinnu og þá er Eric Wise á leiðinni til liðs í Suður-Kóreu. „Sökum mikilla anna í vinnu hefur Guðmundur Bragason tilkynnt Stjórn Kkd UMFG að hann geti ekki haldið áfram sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla. Þó þetta sé vissulega áfall fyrir okkur þá sýnum við Gumma að sjálfsögðu fullann skilning og höldum áfram, við erum jú vissulega með part af honum liðinu," segir hjá síðu Grindvíkinga sem munu treysta á það að Guðmundur haldi áfram að hvetja liðið áfram enda spila tveir synir hans með liðinu. „Gummi mun þó öskra liðið áfram úr stúkunni þegar hann getur og aðstoða lítið eitt við það sem upp getur komið. Við viljum þakka Gumma fyrir það sem liðið er af tímabilinu og óskum honum að sjálfsögðu alls hins besta," segir á síðu Grindvíkinga. Jón Axel og Ingvi Þór Guðmundssynir eru báðir að spila yfir 18 mínútur í leik með liðinu og Jón Axel er með 15,5 stig, 7,3 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Eric Julian Wise er annar bandaríski leikmaðurinn hjá Grindavík á þessu tímabili og nú er orðið ljóst að hann verður ekki sá síðasti. „Lið frá S- Kóreu sýndi því mikinn áhuga á að fá Eric nokkurn Wise til sín en fyrir þá sem ekki vita þá er hann kaninn okkar. Þegar svona kemur upp er ákaflega lítið sem lið frá Íslandi geta gert þar sem þetta er gríðarlegt tækifæri fyrir hans feril og nokkurn veginn vonlaust að koma í veg fyrir að hann yfirgefi skútuna. Það er nokkuð ljóst að leikurinn í kvöld gegn Haukum verður hans síðasti fyrir okkar lið," segir á fésbókarsíðu Grindvíkinga. Eric Julian Wise er með 25 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik hjá Grindavík en liðið hefur þó aðeins unnið 1 af 4 leikjum sem hann hefur spilað.Sæl öll.Smá fréttir fyrir okkur frá okkur. Sökum mikilla anna í vinnu hefur Guðmundur Bragason tilkynnt Stjórn Kkd...Posted by Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Grindavík on 3. desember 2015
Dominos-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira