Mótmæla Dyflinnarreglugerðinni og fara fram á að Útlendingastofnun verði lögð niður sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. desember 2015 13:29 Meðlimir samtakanna segja Útlendingastofnun kvarta í sífellu undan miklum málafjölda, sem þó sé mun minni en í nágrannalöndum. vísir/anton brink Meðlimir samtakanna No Borders Iceland mótmæltu fyrir utan Útlendingastofnun í hádeginu í dag. Þeir krefjast þess að notkun Dyflinnarreglugerðarinnar verði hætt og segja ótækt að senda fólk aftur til Evrópu þar sem fjöldi hælisleitenda sé orðinn það mikill að ekki sé hægt að veita þeim viðunandi þjónustu. Hér á landi séu hælisleitendur hlutfallslega mun færri en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þá segja samtökin það skjóta skökku við að ríkisstjórn Íslands gefi út yfirlýsingar þess efnis að hún ætli að standa sit vel í flóttamannamálum á sama tíma og Útlendingastofnun haldi áfram að senda flóttamenn til Evrópu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Þrátt fyrir yfirlýsingar innanríkisráðherra um að hætta eigi að senda fólk til Grikklands og Ítalíu hefur stofnunin ekki hætt því,“ segir á vef samtakanna.vísir/anton brinkVilja að Útlendingastofnun verði lögð niður Þá vilja samtökin að Útlendingastofnun verði lögð niður. Ástæður þess eru á vefnum sagðar nokkrar; stofnunin sé óskilvirk og kvarti í sífellu undan málafjölda og skorti á fjármagni. Þrátt fyrir það hafi hún fengið 200 milljón króna aukafjárveitingu á síðasta ári. „Málafjöldinn sem stofnunin segir vera að kæfa sig er um 300 umsóknir um alþjóðlega vernd.“ Þá er það jafnframt vegna þess að stofnunin hafi haft frumkvæði að því að láta rannsaka mál á borð við grun um málamyndahjónabönd, sem sé ekki hlutverk stofnunarinnar. Stofnunin sé með öllu óþörf og að hún virðist hafa það hlutverk að halda fólki frá landinu. „Við viljum að í stað stofnunar sem enn virðist föst í hugmyndinni um sjálfa sig sem “Útlendingaeftirlitið” verði stofnunin alfarið lögð niður og verkefni hennar færð annað. Það myndi spara fjármagn í yfirstjórn sem í staðinn mætti nota til að bæta gagnsæi og auka þjónustu. Þetta mun vonandi leiða til þess að fólk þurfi ekki að bíða mánuðum eða árum saman eftir svari, fái ekki lengur misvísandi og ruglingsleg svör og þar sem svör eru veitt á tungumálum sem skjólstæðingarnir skilja,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Flóttamenn Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Sjá meira
Meðlimir samtakanna No Borders Iceland mótmæltu fyrir utan Útlendingastofnun í hádeginu í dag. Þeir krefjast þess að notkun Dyflinnarreglugerðarinnar verði hætt og segja ótækt að senda fólk aftur til Evrópu þar sem fjöldi hælisleitenda sé orðinn það mikill að ekki sé hægt að veita þeim viðunandi þjónustu. Hér á landi séu hælisleitendur hlutfallslega mun færri en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þá segja samtökin það skjóta skökku við að ríkisstjórn Íslands gefi út yfirlýsingar þess efnis að hún ætli að standa sit vel í flóttamannamálum á sama tíma og Útlendingastofnun haldi áfram að senda flóttamenn til Evrópu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Þrátt fyrir yfirlýsingar innanríkisráðherra um að hætta eigi að senda fólk til Grikklands og Ítalíu hefur stofnunin ekki hætt því,“ segir á vef samtakanna.vísir/anton brinkVilja að Útlendingastofnun verði lögð niður Þá vilja samtökin að Útlendingastofnun verði lögð niður. Ástæður þess eru á vefnum sagðar nokkrar; stofnunin sé óskilvirk og kvarti í sífellu undan málafjölda og skorti á fjármagni. Þrátt fyrir það hafi hún fengið 200 milljón króna aukafjárveitingu á síðasta ári. „Málafjöldinn sem stofnunin segir vera að kæfa sig er um 300 umsóknir um alþjóðlega vernd.“ Þá er það jafnframt vegna þess að stofnunin hafi haft frumkvæði að því að láta rannsaka mál á borð við grun um málamyndahjónabönd, sem sé ekki hlutverk stofnunarinnar. Stofnunin sé með öllu óþörf og að hún virðist hafa það hlutverk að halda fólki frá landinu. „Við viljum að í stað stofnunar sem enn virðist föst í hugmyndinni um sjálfa sig sem “Útlendingaeftirlitið” verði stofnunin alfarið lögð niður og verkefni hennar færð annað. Það myndi spara fjármagn í yfirstjórn sem í staðinn mætti nota til að bæta gagnsæi og auka þjónustu. Þetta mun vonandi leiða til þess að fólk þurfi ekki að bíða mánuðum eða árum saman eftir svari, fái ekki lengur misvísandi og ruglingsleg svör og þar sem svör eru veitt á tungumálum sem skjólstæðingarnir skilja,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.
Flóttamenn Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Fleiri fréttir „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Sjá meira