Eitt mansalsfórnarlamb í athvarfinu síðustu tvö ár 2. desember 2015 06:00 Eygló Harðardóttir greinir frá því að velferðarráðuneytið endurgreiði kostnað sveitarfélaga af nauðsynlegri þjónustu til fórnarlamba mansals. Fréttablaðið/Ernir Samfélagsmál Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir velferðarráðuneytið veita kvenkyns fórnarlömbum mansals örugga neyðardvöl í Kvennaathvarfinu. Engin sérútbúin úrræði eru hins vegar til fyrir karlmenn og börn. Ef karlmaður þarf á húsnæðisúrræði að halda er leyst úr því með dvöl á gistiheimili sem félagsþjónusta sveitarfélags sér um eða með öðrum tryggum hætti í samráði við lögregluyfirvöld. Þetta kemur fram í svari Eyglóar við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur um eftirfylgni áætlunar um aðgerðir gegn mansali. Í áætlun ríkisstjórnar Íslands um aðgerðir gegn mansali 2013-2016 eru þrjár aðgerðir þar sem velferðarráðuneytið er skráður ábyrgðaraðili. Þær eru í fyrsta lagi að tryggja að öllum fórnarlömbum mansals standi til boða líkamleg, félagsleg og sálræn aðstoð. Í öðru lagi að tryggja öruggt húsnæði fyrir öll fórnarlömb mansals og í þriðja lagi að skoða möguleika á að þróa úrræði til að bæta félagslega færni og andlega líðan. Eygló segir dæmi um að fórnarlömb mansals hafi leitað til heilsugæslustöðva og Landspítalans þar sem þau hafa notið eftir atvikum þjónustu neyðarmóttöku, geðsviðs og fæðingardeildar en þau eigi aðeins rétt á heilbrigðisþjónustu í neyðartilvikum. Þá greinir Eygló frá því að velferðarráðuneytið endurgreiði félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð fyrir brýnustu nauðsynjum. Á vegum velferðarráðuneytis starfa tvö teymi sem vinna í samræmi við framangreindar þrjár aðgerðir. Annað teymið er samráðs- og samhæfingarteymi, en hitt er framkvæmdateymi sem tekur einstök mál til meðferðar. Síðustu tvö ár hefur verið lögð áhersla á fræðslu um mansal vegna þess að ekkert fjármagn fylgdi aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins frá því í sumar er aðgerðaleysi stjórnvalda gagnrýnt. Sigþrúður Guðmundsdóttir fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir ekki koma til greina hjá athvarfinu að taka á móti karlmönnum eða börnum. Mæður geta þó dvalið með börnum sínum í athvarfinu en þá eru börnin á ábyrgð mæðra sinna. „Við getum ekki tekið ábyrgð á börnum, við höfum ekki til þess leyfi og það samræmist ekki okkar starfsemi. Það vantar góð úrræði fyrir karla og börn.“ Aðeins ein kona hefur dvalið í Kvennathvarfinu síðan Velferðarráðuneytið gerði samstarfssamning við það. „Árinu áður dvöldu hér margar konur sem voru grunaðar mansalsfórnarlömb og þurftu margar á mikilli þjónustu að halda.“ Sigþrúður segir skorta skýra verkferla í mansalsmálum. Nú hafi verið ákveðið að þegar grunur kviknar um mansal er sett af stað neyðarteymi sem hugi að þjónustu til fórnarlambs. „Það eru engir skýrir verkferlar til. Það er ekki hægt að útskýra fyrir grunuðu fórnarlambi mansals hvað bíður þess ákveði það að segja sögu sína,“ segir hún og segir með því hvatann til að greina frá mansali lítinn. kristjanabjorg@frettabladid.is Mansal í Vík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Samfélagsmál Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir velferðarráðuneytið veita kvenkyns fórnarlömbum mansals örugga neyðardvöl í Kvennaathvarfinu. Engin sérútbúin úrræði eru hins vegar til fyrir karlmenn og börn. Ef karlmaður þarf á húsnæðisúrræði að halda er leyst úr því með dvöl á gistiheimili sem félagsþjónusta sveitarfélags sér um eða með öðrum tryggum hætti í samráði við lögregluyfirvöld. Þetta kemur fram í svari Eyglóar við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur um eftirfylgni áætlunar um aðgerðir gegn mansali. Í áætlun ríkisstjórnar Íslands um aðgerðir gegn mansali 2013-2016 eru þrjár aðgerðir þar sem velferðarráðuneytið er skráður ábyrgðaraðili. Þær eru í fyrsta lagi að tryggja að öllum fórnarlömbum mansals standi til boða líkamleg, félagsleg og sálræn aðstoð. Í öðru lagi að tryggja öruggt húsnæði fyrir öll fórnarlömb mansals og í þriðja lagi að skoða möguleika á að þróa úrræði til að bæta félagslega færni og andlega líðan. Eygló segir dæmi um að fórnarlömb mansals hafi leitað til heilsugæslustöðva og Landspítalans þar sem þau hafa notið eftir atvikum þjónustu neyðarmóttöku, geðsviðs og fæðingardeildar en þau eigi aðeins rétt á heilbrigðisþjónustu í neyðartilvikum. Þá greinir Eygló frá því að velferðarráðuneytið endurgreiði félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð fyrir brýnustu nauðsynjum. Á vegum velferðarráðuneytis starfa tvö teymi sem vinna í samræmi við framangreindar þrjár aðgerðir. Annað teymið er samráðs- og samhæfingarteymi, en hitt er framkvæmdateymi sem tekur einstök mál til meðferðar. Síðustu tvö ár hefur verið lögð áhersla á fræðslu um mansal vegna þess að ekkert fjármagn fylgdi aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins frá því í sumar er aðgerðaleysi stjórnvalda gagnrýnt. Sigþrúður Guðmundsdóttir fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir ekki koma til greina hjá athvarfinu að taka á móti karlmönnum eða börnum. Mæður geta þó dvalið með börnum sínum í athvarfinu en þá eru börnin á ábyrgð mæðra sinna. „Við getum ekki tekið ábyrgð á börnum, við höfum ekki til þess leyfi og það samræmist ekki okkar starfsemi. Það vantar góð úrræði fyrir karla og börn.“ Aðeins ein kona hefur dvalið í Kvennathvarfinu síðan Velferðarráðuneytið gerði samstarfssamning við það. „Árinu áður dvöldu hér margar konur sem voru grunaðar mansalsfórnarlömb og þurftu margar á mikilli þjónustu að halda.“ Sigþrúður segir skorta skýra verkferla í mansalsmálum. Nú hafi verið ákveðið að þegar grunur kviknar um mansal er sett af stað neyðarteymi sem hugi að þjónustu til fórnarlambs. „Það eru engir skýrir verkferlar til. Það er ekki hægt að útskýra fyrir grunuðu fórnarlambi mansals hvað bíður þess ákveði það að segja sögu sína,“ segir hún og segir með því hvatann til að greina frá mansali lítinn. kristjanabjorg@frettabladid.is
Mansal í Vík Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira