Eitt mansalsfórnarlamb í athvarfinu síðustu tvö ár 2. desember 2015 06:00 Eygló Harðardóttir greinir frá því að velferðarráðuneytið endurgreiði kostnað sveitarfélaga af nauðsynlegri þjónustu til fórnarlamba mansals. Fréttablaðið/Ernir Samfélagsmál Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir velferðarráðuneytið veita kvenkyns fórnarlömbum mansals örugga neyðardvöl í Kvennaathvarfinu. Engin sérútbúin úrræði eru hins vegar til fyrir karlmenn og börn. Ef karlmaður þarf á húsnæðisúrræði að halda er leyst úr því með dvöl á gistiheimili sem félagsþjónusta sveitarfélags sér um eða með öðrum tryggum hætti í samráði við lögregluyfirvöld. Þetta kemur fram í svari Eyglóar við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur um eftirfylgni áætlunar um aðgerðir gegn mansali. Í áætlun ríkisstjórnar Íslands um aðgerðir gegn mansali 2013-2016 eru þrjár aðgerðir þar sem velferðarráðuneytið er skráður ábyrgðaraðili. Þær eru í fyrsta lagi að tryggja að öllum fórnarlömbum mansals standi til boða líkamleg, félagsleg og sálræn aðstoð. Í öðru lagi að tryggja öruggt húsnæði fyrir öll fórnarlömb mansals og í þriðja lagi að skoða möguleika á að þróa úrræði til að bæta félagslega færni og andlega líðan. Eygló segir dæmi um að fórnarlömb mansals hafi leitað til heilsugæslustöðva og Landspítalans þar sem þau hafa notið eftir atvikum þjónustu neyðarmóttöku, geðsviðs og fæðingardeildar en þau eigi aðeins rétt á heilbrigðisþjónustu í neyðartilvikum. Þá greinir Eygló frá því að velferðarráðuneytið endurgreiði félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð fyrir brýnustu nauðsynjum. Á vegum velferðarráðuneytis starfa tvö teymi sem vinna í samræmi við framangreindar þrjár aðgerðir. Annað teymið er samráðs- og samhæfingarteymi, en hitt er framkvæmdateymi sem tekur einstök mál til meðferðar. Síðustu tvö ár hefur verið lögð áhersla á fræðslu um mansal vegna þess að ekkert fjármagn fylgdi aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins frá því í sumar er aðgerðaleysi stjórnvalda gagnrýnt. Sigþrúður Guðmundsdóttir fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir ekki koma til greina hjá athvarfinu að taka á móti karlmönnum eða börnum. Mæður geta þó dvalið með börnum sínum í athvarfinu en þá eru börnin á ábyrgð mæðra sinna. „Við getum ekki tekið ábyrgð á börnum, við höfum ekki til þess leyfi og það samræmist ekki okkar starfsemi. Það vantar góð úrræði fyrir karla og börn.“ Aðeins ein kona hefur dvalið í Kvennathvarfinu síðan Velferðarráðuneytið gerði samstarfssamning við það. „Árinu áður dvöldu hér margar konur sem voru grunaðar mansalsfórnarlömb og þurftu margar á mikilli þjónustu að halda.“ Sigþrúður segir skorta skýra verkferla í mansalsmálum. Nú hafi verið ákveðið að þegar grunur kviknar um mansal er sett af stað neyðarteymi sem hugi að þjónustu til fórnarlambs. „Það eru engir skýrir verkferlar til. Það er ekki hægt að útskýra fyrir grunuðu fórnarlambi mansals hvað bíður þess ákveði það að segja sögu sína,“ segir hún og segir með því hvatann til að greina frá mansali lítinn. kristjanabjorg@frettabladid.is Mansal í Vík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Samfélagsmál Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir velferðarráðuneytið veita kvenkyns fórnarlömbum mansals örugga neyðardvöl í Kvennaathvarfinu. Engin sérútbúin úrræði eru hins vegar til fyrir karlmenn og börn. Ef karlmaður þarf á húsnæðisúrræði að halda er leyst úr því með dvöl á gistiheimili sem félagsþjónusta sveitarfélags sér um eða með öðrum tryggum hætti í samráði við lögregluyfirvöld. Þetta kemur fram í svari Eyglóar við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur um eftirfylgni áætlunar um aðgerðir gegn mansali. Í áætlun ríkisstjórnar Íslands um aðgerðir gegn mansali 2013-2016 eru þrjár aðgerðir þar sem velferðarráðuneytið er skráður ábyrgðaraðili. Þær eru í fyrsta lagi að tryggja að öllum fórnarlömbum mansals standi til boða líkamleg, félagsleg og sálræn aðstoð. Í öðru lagi að tryggja öruggt húsnæði fyrir öll fórnarlömb mansals og í þriðja lagi að skoða möguleika á að þróa úrræði til að bæta félagslega færni og andlega líðan. Eygló segir dæmi um að fórnarlömb mansals hafi leitað til heilsugæslustöðva og Landspítalans þar sem þau hafa notið eftir atvikum þjónustu neyðarmóttöku, geðsviðs og fæðingardeildar en þau eigi aðeins rétt á heilbrigðisþjónustu í neyðartilvikum. Þá greinir Eygló frá því að velferðarráðuneytið endurgreiði félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð fyrir brýnustu nauðsynjum. Á vegum velferðarráðuneytis starfa tvö teymi sem vinna í samræmi við framangreindar þrjár aðgerðir. Annað teymið er samráðs- og samhæfingarteymi, en hitt er framkvæmdateymi sem tekur einstök mál til meðferðar. Síðustu tvö ár hefur verið lögð áhersla á fræðslu um mansal vegna þess að ekkert fjármagn fylgdi aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins frá því í sumar er aðgerðaleysi stjórnvalda gagnrýnt. Sigþrúður Guðmundsdóttir fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir ekki koma til greina hjá athvarfinu að taka á móti karlmönnum eða börnum. Mæður geta þó dvalið með börnum sínum í athvarfinu en þá eru börnin á ábyrgð mæðra sinna. „Við getum ekki tekið ábyrgð á börnum, við höfum ekki til þess leyfi og það samræmist ekki okkar starfsemi. Það vantar góð úrræði fyrir karla og börn.“ Aðeins ein kona hefur dvalið í Kvennathvarfinu síðan Velferðarráðuneytið gerði samstarfssamning við það. „Árinu áður dvöldu hér margar konur sem voru grunaðar mansalsfórnarlömb og þurftu margar á mikilli þjónustu að halda.“ Sigþrúður segir skorta skýra verkferla í mansalsmálum. Nú hafi verið ákveðið að þegar grunur kviknar um mansal er sett af stað neyðarteymi sem hugi að þjónustu til fórnarlambs. „Það eru engir skýrir verkferlar til. Það er ekki hægt að útskýra fyrir grunuðu fórnarlambi mansals hvað bíður þess ákveði það að segja sögu sína,“ segir hún og segir með því hvatann til að greina frá mansali lítinn. kristjanabjorg@frettabladid.is
Mansal í Vík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira