Mildari dómar Hæstaréttar í BK-málinu koma vararíkissaksóknara ekki á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2015 17:25 Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari vísir/gva Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segir að dómur Hæstaréttar í BK-málinu svokallaða sé í samræmi við væntingar ákæruvaldsins. Hæstiréttur mildaði dóma héraðsdóms yfir öllum sakborningum í málinu en Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson voru báðir dæmdir í fjögurra ára fangelsi, Jóhannes Baldursson hlaut þriggja ára dóm og Magnús Arnar Arngrímsson tveggja ára dóm. „Það er sakfellt þarna fyrir alla ákæruliði og þessi mildun á dómi héraðsdóms kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Ég kom inn á það í málflutningi að þessi dómur í héraði hefði verið helst til of þungur ef horft er til Ímon-dómsins sem gekk í Hæstarétti þarna nokkrum vikum fyrr,“ segir Helgi. Sjá einnig:Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsiFv: Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson.VísirÓlafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, skilaði séráliti varðandi þátt Birkis Kristinssonar en hann taldi að vísa hefði átt málinu á hendur honum frá dómi þar sem hann naut stöðu grunaðs manns, fékk svo stöðu vitnis og síðan stöðu sakbornings á ný. Helgi Magnús segir að hann hafi vitað að þessi staða Birkis gæti orðið að álitamáli og að menn hefðu mismunandi skoðanir á því. Þar af leiðandi kemur sérálitið honum ekki á óvart í sjálfu sér, en Ólafur Börkur var að öðru leyti sammála meirihluta dómsins. Í héraði hlaut Birkir fimm ára dóm og var dómur hans í Hæstarétti því mildaður um eitt ár. Elmar fékk einni fimm ára dóm í héraði en fjögur í Hæstarétti. Þá var fimm ára dómur Jóhannesar í héraðsdómi mildaður um tvö ár í Hæstarétti og fjögurra ára dómur Magnúsar var einnig mildaður og er nú tvö ár. Birkir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. 3. desember 2015 16:00 Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00 Verjandi Birkis segir hann „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ Verjendum í BK-málinu svokallaða var í málflutningi í Hæstarétti síðastliðinn föstudag tíðrætt um að málið væri tilkomið vegna mannlegra mistaka en ekki væri við ákærðu að sakast vegna þeirra. 10. nóvember 2015 12:00 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, segir að dómur Hæstaréttar í BK-málinu svokallaða sé í samræmi við væntingar ákæruvaldsins. Hæstiréttur mildaði dóma héraðsdóms yfir öllum sakborningum í málinu en Birkir Kristinsson og Elmar Svavarsson voru báðir dæmdir í fjögurra ára fangelsi, Jóhannes Baldursson hlaut þriggja ára dóm og Magnús Arnar Arngrímsson tveggja ára dóm. „Það er sakfellt þarna fyrir alla ákæruliði og þessi mildun á dómi héraðsdóms kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Ég kom inn á það í málflutningi að þessi dómur í héraði hefði verið helst til of þungur ef horft er til Ímon-dómsins sem gekk í Hæstarétti þarna nokkrum vikum fyrr,“ segir Helgi. Sjá einnig:Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsiFv: Birkir Kristinsson, Magnús Arnar Arngrímsson, Jóhannes Baldursson og Elmar Svavarsson.VísirÓlafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, skilaði séráliti varðandi þátt Birkis Kristinssonar en hann taldi að vísa hefði átt málinu á hendur honum frá dómi þar sem hann naut stöðu grunaðs manns, fékk svo stöðu vitnis og síðan stöðu sakbornings á ný. Helgi Magnús segir að hann hafi vitað að þessi staða Birkis gæti orðið að álitamáli og að menn hefðu mismunandi skoðanir á því. Þar af leiðandi kemur sérálitið honum ekki á óvart í sjálfu sér, en Ólafur Börkur var að öðru leyti sammála meirihluta dómsins. Í héraði hlaut Birkir fimm ára dóm og var dómur hans í Hæstarétti því mildaður um eitt ár. Elmar fékk einni fimm ára dóm í héraði en fjögur í Hæstarétti. Þá var fimm ára dómur Jóhannesar í héraðsdómi mildaður um tvö ár í Hæstarétti og fjögurra ára dómur Magnúsar var einnig mildaður og er nú tvö ár. Birkir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. 3. desember 2015 16:00 Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00 Verjandi Birkis segir hann „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ Verjendum í BK-málinu svokallaða var í málflutningi í Hæstarétti síðastliðinn föstudag tíðrætt um að málið væri tilkomið vegna mannlegra mistaka en ekki væri við ákærðu að sakast vegna þeirra. 10. nóvember 2015 12:00 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Birkir Kristinsson dæmdur í fjögurra ára fangelsi Dómur var kveðinn upp í Hæstarétti í dag. 3. desember 2015 16:00
Telur dóminn í BK-málinu „dálítið þungan“ miðað við Ímon-dóm Hæstaréttar Munnlegur málflutningur í BK-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag. 6. nóvember 2015 13:00
Verjandi Birkis segir hann „fórnarlamb einhvers konar mistaka innan Glitnis“ Verjendum í BK-málinu svokallaða var í málflutningi í Hæstarétti síðastliðinn föstudag tíðrætt um að málið væri tilkomið vegna mannlegra mistaka en ekki væri við ákærðu að sakast vegna þeirra. 10. nóvember 2015 12:00