Afrekskonur styrktar um 3,5 milljónir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2015 18:43 Mynd/ÍSÍ Í dag var 3,5 milljónum króna úthlutað úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2015. Fimleikasamband Íslands, Handknattleikssamband Íslands, Knattspyrnusamband Íslands voru styrkt um eina milljón króna hvert og Sundsamband Íslands um hálfa milljón. Í sjóðsstjórn sitja þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir en umsóknir sem bárust voru 39 talsins. Umsögn frá stjórninni um hvern styrkþega má sjá hér fyrir neðan:Sundsamband Íslands, 500.000. Okkar fremstu sundkonur hafa náð eftirtektarverðum árangri á síðustu misserum. Nú þegar hafa tvær sundkonur náð að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Sundsamband Íslands hefur sett sér það markmið að endurtaka leikinn frá London 2012 og koma boðsundssveit kvenna í 4x100 metra fjórsundi á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Til að það geti orðið að veruleika þarf að senda boðsundsveit til þátttöku á alþjóðlegum mótum og ná á þeim nógu góðum tíma til að tryggja sér þátttökurétt.Fimleikasamband Íslands, 1.000.000. Fimleikar er sú íþrótt sem flestar konur stunda hér á landi. Mikill kostnaður fylgir þátttöku í landsliðsverkefnum á vegum FSÍ, sá kostnaður hefur að töluverðu leiti verið greiddur af iðkendum sjálfum. Síðastliðna mánuði hafa farið fram mörg umfangsmikil verkefni landsliða Fimleikasambandsins og ýmislegt er framundan. Fyrir skemmstu varð ljóst að íslensk kona mun næstkomandi vor í fyrsta sinn taka þátt í forkeppni Ólympíuleika. Líkur eru því töluverðar á að Ísland eigi í fyrsta sinn þátttakanda í áhaldafimleikum kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Næsta haust fer fram Evrópumót í hópfimleikum þar sem landsliðskonurnar freista þess að endurheimt gullið frá 2012. Fimleikasamband Íslands fær styrk til að standa straum af landsliðsverkefnum kvenna.Handknattleikssamband Íslands, 1.000.000. A landsliði kvenna í handknattleik hefur tekist í þrígang að tryggja sig inn í lokakeppni stórmóts. Landsliðið tók þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins 2010 og 2012 auk Heimsmeistaramóts árið 2011. Næsta stórmót er Evrópumótið sem fram fer í Svíþjóð í lok árs 2016. Riðlakeppni er hafin og stendur hún fram á sumarið 2016. Ísland hefur leikið tvo leiki til þessa í undankeppninni en á fjóra leiki eftir. Ísland er í sterkum riðli ásamt Frakklandi, Þýskalandi og Sviss.Knattspyrnusamband Íslands, 1.000.000. Á undanförnum árum hefur íslenska kvennalandsliðið verið framarlega í flokki á heimsvísu í knattspyrnu og meðal annars unnið sér þátttökurétt í lokakeppni EM 2009 og 2013. Nú er nýhafin undankeppni EM og verður úrslitakeppnin í Hollandi 2017 en þangað stefnir liðið. Baráttan er hörð enda eru aðrar þjóðir í Evrópu í mikilli sókn í kvennaknattspyrnu. Liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa í keppninni og stendur ágætlega að vígi en fleiri leikir eru framundan allt fram á næsta haust þegar undankeppninni lýkur. X Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira
Í dag var 3,5 milljónum króna úthlutað úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2015. Fimleikasamband Íslands, Handknattleikssamband Íslands, Knattspyrnusamband Íslands voru styrkt um eina milljón króna hvert og Sundsamband Íslands um hálfa milljón. Í sjóðsstjórn sitja þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir en umsóknir sem bárust voru 39 talsins. Umsögn frá stjórninni um hvern styrkþega má sjá hér fyrir neðan:Sundsamband Íslands, 500.000. Okkar fremstu sundkonur hafa náð eftirtektarverðum árangri á síðustu misserum. Nú þegar hafa tvær sundkonur náð að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Sundsamband Íslands hefur sett sér það markmið að endurtaka leikinn frá London 2012 og koma boðsundssveit kvenna í 4x100 metra fjórsundi á Ólympíuleikana í Ríó 2016. Til að það geti orðið að veruleika þarf að senda boðsundsveit til þátttöku á alþjóðlegum mótum og ná á þeim nógu góðum tíma til að tryggja sér þátttökurétt.Fimleikasamband Íslands, 1.000.000. Fimleikar er sú íþrótt sem flestar konur stunda hér á landi. Mikill kostnaður fylgir þátttöku í landsliðsverkefnum á vegum FSÍ, sá kostnaður hefur að töluverðu leiti verið greiddur af iðkendum sjálfum. Síðastliðna mánuði hafa farið fram mörg umfangsmikil verkefni landsliða Fimleikasambandsins og ýmislegt er framundan. Fyrir skemmstu varð ljóst að íslensk kona mun næstkomandi vor í fyrsta sinn taka þátt í forkeppni Ólympíuleika. Líkur eru því töluverðar á að Ísland eigi í fyrsta sinn þátttakanda í áhaldafimleikum kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó. Næsta haust fer fram Evrópumót í hópfimleikum þar sem landsliðskonurnar freista þess að endurheimt gullið frá 2012. Fimleikasamband Íslands fær styrk til að standa straum af landsliðsverkefnum kvenna.Handknattleikssamband Íslands, 1.000.000. A landsliði kvenna í handknattleik hefur tekist í þrígang að tryggja sig inn í lokakeppni stórmóts. Landsliðið tók þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins 2010 og 2012 auk Heimsmeistaramóts árið 2011. Næsta stórmót er Evrópumótið sem fram fer í Svíþjóð í lok árs 2016. Riðlakeppni er hafin og stendur hún fram á sumarið 2016. Ísland hefur leikið tvo leiki til þessa í undankeppninni en á fjóra leiki eftir. Ísland er í sterkum riðli ásamt Frakklandi, Þýskalandi og Sviss.Knattspyrnusamband Íslands, 1.000.000. Á undanförnum árum hefur íslenska kvennalandsliðið verið framarlega í flokki á heimsvísu í knattspyrnu og meðal annars unnið sér þátttökurétt í lokakeppni EM 2009 og 2013. Nú er nýhafin undankeppni EM og verður úrslitakeppnin í Hollandi 2017 en þangað stefnir liðið. Baráttan er hörð enda eru aðrar þjóðir í Evrópu í mikilli sókn í kvennaknattspyrnu. Liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa í keppninni og stendur ágætlega að vígi en fleiri leikir eru framundan allt fram á næsta haust þegar undankeppninni lýkur. X
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Sjá meira