Martraðarárið 2015 hjá Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2015 14:00 Cristiano Ronaldo og Gareth Bale. Vísir/Getty Þetta er alls ekki búið að vera gott ár fyrir spænska stórliðið og í rauninni hefur þetta verið sannkallað matraðarár. Cheryshev-málið er enn eitt vandræðalega dæmið sem kemur innan raða Real Madrid á árinu 2015. Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur haft í nógu að snúast þegar hvert fjölmiðlafárið á fætur öðru dynur á Bernebau. Spænska blaðið Sport tók saman öll vandræði Real Madrid á árinu 2015 og sló því upp á forsíðu sinni. Það skal tekið fram að Sport er gefið út í Katalóníu og er án efa hliðholt Barcelona.Carlo Ancelotti fékk aðeins tvö tímabil hjá Real Madrid þrátt fyrir að hafa unnið tíunda Evrópumeistaratitilinn vorið 2014. Titlalaust 2014-15 tímabil var ekki ásættanlegt hjá Florentino Perez. Greiin Sport tekur fyrir brottrekstur Ancelotti en nefnir einnig fleiri neikvæð mál frá árinu.Iker Casillas kvaddi félagið eftir 25 ár en brotthvarf hans var ekki dæmigerð fyrir goðssögn sem hafði unnið allt með félaginu síðan að hann lék fyrsta leikinn sinn sextán ára gamall. Casillas lét ýmislegt flakka og þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hafi reynt að skipuleggja kveðjuathöfn var skaðinn löngu skeður.Önnur slæm markvarðarsaga frá árinu var þegar faxið kom of seint og Real Madrid missti af David De Gea en markvörður Manchester United var orðaður við Real allt sumarið. Það var allt klárt og bæði félög höfðu samþykkt kaupin en þau gengu ekki í gegn þar sem samningurinn kom of seint í gegnum faxtækið. Félagsskiptaglugginn lokaði og De Gea hefur nú ákveðið að framtíð hans sé hjá United. Keylor Navas stendur því í marki Real Madrid en ekki David De Gea, spænski strákurinn frá Madrid sem hafði dreymt um að spila með stórliðinu.Cristiano Ronaldo og Karim Benzema koma líka við sögu. Myndir af Cristiano Ronaldo ræða við fulltrúa Paris Saint Germain á Santiago Bernabeu urðu að fjölmiðlamáli á Spáni og Ronaldo er nú stanslaus orðaður við franska liðið.Vandræði Karim Benzema eru af öðrum toga en hann er einn af aðalleikurunum í hneykslismáli í kringum kynlífsmyndband landa hans Valbuena og mútumáli því tengdu. Benzema gæti fengið dóm sem gæti þýtt endalok hans hjá Real Madrid. Það var ekki til að bæta stöðuna að Real Madrid steinlá síðan 4-0 á heimavelli á móti Barcelona í "El Classico" og það var kannski sárast af öllu. Fjölmiðlarnir fóru hamförum enda stórtap á Santiago Bernabeu ekki það sem Rafa Benitez og lærisveinar hans þurftu á að halda á þessari stundu. Fjölmiðlar heimtuðu brottrekstur Benitez og sumir vildu líka sjá Florentino Perez stíga niður.Nýjasta dæmið er síðan þegar Denis Cheryshev lék í bikarleik liðsins í vikunni þrátt fyrir að hafa átt að vera í leikbanni. Cheryshev átti eftir að taka út leikbann vegna spjalda sem hann hlaut þegar hann var í láni hjá Villarreal. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu Sport en það er síðan hægt að nálgast greinina hér. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Þetta er alls ekki búið að vera gott ár fyrir spænska stórliðið og í rauninni hefur þetta verið sannkallað matraðarár. Cheryshev-málið er enn eitt vandræðalega dæmið sem kemur innan raða Real Madrid á árinu 2015. Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur haft í nógu að snúast þegar hvert fjölmiðlafárið á fætur öðru dynur á Bernebau. Spænska blaðið Sport tók saman öll vandræði Real Madrid á árinu 2015 og sló því upp á forsíðu sinni. Það skal tekið fram að Sport er gefið út í Katalóníu og er án efa hliðholt Barcelona.Carlo Ancelotti fékk aðeins tvö tímabil hjá Real Madrid þrátt fyrir að hafa unnið tíunda Evrópumeistaratitilinn vorið 2014. Titlalaust 2014-15 tímabil var ekki ásættanlegt hjá Florentino Perez. Greiin Sport tekur fyrir brottrekstur Ancelotti en nefnir einnig fleiri neikvæð mál frá árinu.Iker Casillas kvaddi félagið eftir 25 ár en brotthvarf hans var ekki dæmigerð fyrir goðssögn sem hafði unnið allt með félaginu síðan að hann lék fyrsta leikinn sinn sextán ára gamall. Casillas lét ýmislegt flakka og þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hafi reynt að skipuleggja kveðjuathöfn var skaðinn löngu skeður.Önnur slæm markvarðarsaga frá árinu var þegar faxið kom of seint og Real Madrid missti af David De Gea en markvörður Manchester United var orðaður við Real allt sumarið. Það var allt klárt og bæði félög höfðu samþykkt kaupin en þau gengu ekki í gegn þar sem samningurinn kom of seint í gegnum faxtækið. Félagsskiptaglugginn lokaði og De Gea hefur nú ákveðið að framtíð hans sé hjá United. Keylor Navas stendur því í marki Real Madrid en ekki David De Gea, spænski strákurinn frá Madrid sem hafði dreymt um að spila með stórliðinu.Cristiano Ronaldo og Karim Benzema koma líka við sögu. Myndir af Cristiano Ronaldo ræða við fulltrúa Paris Saint Germain á Santiago Bernabeu urðu að fjölmiðlamáli á Spáni og Ronaldo er nú stanslaus orðaður við franska liðið.Vandræði Karim Benzema eru af öðrum toga en hann er einn af aðalleikurunum í hneykslismáli í kringum kynlífsmyndband landa hans Valbuena og mútumáli því tengdu. Benzema gæti fengið dóm sem gæti þýtt endalok hans hjá Real Madrid. Það var ekki til að bæta stöðuna að Real Madrid steinlá síðan 4-0 á heimavelli á móti Barcelona í "El Classico" og það var kannski sárast af öllu. Fjölmiðlarnir fóru hamförum enda stórtap á Santiago Bernabeu ekki það sem Rafa Benitez og lærisveinar hans þurftu á að halda á þessari stundu. Fjölmiðlar heimtuðu brottrekstur Benitez og sumir vildu líka sjá Florentino Perez stíga niður.Nýjasta dæmið er síðan þegar Denis Cheryshev lék í bikarleik liðsins í vikunni þrátt fyrir að hafa átt að vera í leikbanni. Cheryshev átti eftir að taka út leikbann vegna spjalda sem hann hlaut þegar hann var í láni hjá Villarreal. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu Sport en það er síðan hægt að nálgast greinina hér.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira