Kemur þú með í náttfatapartí? Elísabet Gunnarsdóttir og Trendnet.is skrifa 4. desember 2015 13:00 visir/getty Desember hefur mætt með látum á kalda Klakann okkar. Í vikunni höfum við þurft að moka mikinn snjó til að komast út í amstur dagsins. Svona veðurfar hefur þau áhrif að við nennum ekki endilega að klæða okkur á morgnana. Kannski komumst við upp með að sleppa því? Náttfatatrendið er mætt aftur með nýju tvisti. Sjaldan hefur verið eins einfalt að klæða sig sem hinar mestu pæjur á jafn þægilegan hátt.Við fengum að sjá flíkur sem falla undir trendið bæði fyrir veturinn og áfram út sumarið 2016. Silki og satín eru áberandi og virðist vera aðalatriðið í þeirri bylgju sem stendur yfir núna. Meðfylgjandi eru síðan blúndur, litadýrð og munstur. Ef við skoðum myndir frá Alexander Wang, Givenchy, Calvin Klein og fleiri hönnuðum sjáum við ólíkar útfærslur sem falla allar undir þetta notalega trend sem á svo vel við í desemberlægðinni. Það eru kannski margir hræddir við að taka þátt í þessu trendi, fá á tilfinninguna að maður líti út fyrir að hafa sofið í náttfötunum, snúsað aðeins of lengi og hoppað beint í skóna. Þar skiptir máli hvernig við pörum klæðin saman. Þeir sem þora fara í samstæðudress, munstrað eða úr léttum efnum. Aðrir geta tónað þetta niður með því að klæðast trendinu að ofan eða neðan og para það síðan við aðrar hversdagsflíkur. Undirrituð hefur verið að vinna með silkiskyrtu að ofan við uppáhaldsgallabuxurnar. Tíska og hönnun Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Desember hefur mætt með látum á kalda Klakann okkar. Í vikunni höfum við þurft að moka mikinn snjó til að komast út í amstur dagsins. Svona veðurfar hefur þau áhrif að við nennum ekki endilega að klæða okkur á morgnana. Kannski komumst við upp með að sleppa því? Náttfatatrendið er mætt aftur með nýju tvisti. Sjaldan hefur verið eins einfalt að klæða sig sem hinar mestu pæjur á jafn þægilegan hátt.Við fengum að sjá flíkur sem falla undir trendið bæði fyrir veturinn og áfram út sumarið 2016. Silki og satín eru áberandi og virðist vera aðalatriðið í þeirri bylgju sem stendur yfir núna. Meðfylgjandi eru síðan blúndur, litadýrð og munstur. Ef við skoðum myndir frá Alexander Wang, Givenchy, Calvin Klein og fleiri hönnuðum sjáum við ólíkar útfærslur sem falla allar undir þetta notalega trend sem á svo vel við í desemberlægðinni. Það eru kannski margir hræddir við að taka þátt í þessu trendi, fá á tilfinninguna að maður líti út fyrir að hafa sofið í náttfötunum, snúsað aðeins of lengi og hoppað beint í skóna. Þar skiptir máli hvernig við pörum klæðin saman. Þeir sem þora fara í samstæðudress, munstrað eða úr léttum efnum. Aðrir geta tónað þetta niður með því að klæðast trendinu að ofan eða neðan og para það síðan við aðrar hversdagsflíkur. Undirrituð hefur verið að vinna með silkiskyrtu að ofan við uppáhaldsgallabuxurnar.
Tíska og hönnun Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira