Thelma Björg og Helgi valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2015 14:42 Helgi Sveinsson úr Ármanni og Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR. Vísir/Daníel Helgi Sveinsson úr Ármanni og Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR voru í dag valin íþróttafólk ársins 2015 hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Thelma Björg var að vinna þessi verðlaun þriðja árið í röð. Kjörinu var lýst í dag við viðhöfn á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík en það hefur fyrir löngu skapast skemmtileg hefð fyrir því að hefja jólamánuðinn með því að verðlauna besta íþróttafólk fatlaðra á árinu sem er að líða. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem Helgi hlýtur nafnbótina og í þriðja sinn sem Thelma er kjörin.Thelma Björg setti 30 Íslandsmet á árinu, hún varð Norðurlandameistari í 400 metra skriðsundi og náði fimmta sætinu í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Glasgow. Thelma Björg var ekki viðstödd afhendinguna því hún er að keppa á móti í Póllandi þar sem hún er að reyna að ná lágmörkum á Ólympíumót fatlaðra í Ríó á næsta ári. Thelma Björg er aðeins önnur konan í sögunni til að vera útnefnd íþróttakona ársins hjá fötluðum oftar þrisvar sinnum eða oftar en hún er Kristín Rós Hákonardóttir sem hlaut nafnbótina tólf ár í röð frá 1995 til 2006.Helgi vann brons á heimsmeistaramótinu í spjótkasti í ár og setti þá heimsmeistaramótsmet í sínum flokki en þrír flokkar voru sameinaðir á HM. Helgi bætti einnig heimsmet Kínverjans Fu Yanlong á árinu og kastaði alls fjórum sinnum yfir gamla heimsmetinu á þessu ári.Íþróttafólk ársins úr röðum fatlaðra frá upphafi: 2015 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Helgi Sveinsson, Ármann (frjálsar) 2014 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir (sund) 2013 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Helgi Sveinsson, Ármann (frjálsar) 2012 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR (frjálsar íþróttir) og Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir (sund) 2011 Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður (sund) og Jón Margeir Sverrisson, Ösp/Fjölnir (sund) 2010 Erna Friðriksdóttir, Höttur Eglisstöðum (vetraríþróttir) og Jón Margeir Sverrisson, Ösp (sund) 2009 Sonja Sigurðardóttir, ÍFR (sund) og Eyþór Þrastarson, ÍFR (sund) 2008 Sonja Sigurðardóttir, ÍFR (sund) og Eyþór Þrastarson, ÍFR (sund) 2007 Karen Björg Gísladóttir, Fjörður (sund) og Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes (borðtennis) 2006 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2005 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2004 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Gunnar Örn Ólafsson, Ösp (sund) 2003 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2002 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Gunnar Ö. Ólafsson, Ösp (sund) 2001 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Bjarki Birgisson, ÍFR (sund) 2000 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Einar Trausti Sveinsson, Kveldúlfi (frjálsar íþróttir) 1999 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Geir Sverrisson, Ármanni (frjálsar íþróttir) 1998 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Pálmar Guðmundsson, ÍFR (sund) 1997 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1996 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1995 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1994 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1993 Geir Sverrisson, Ármanni (frjálsar íþróttir) 1992 Ólafur Eiríksson, ÍFR (sund) 1991 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1990 Ólafur Eiríksson, ÍFR (sund) 1989 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1988 Haukur Gunnarsson, ÍFR (frjálsar íþróttir) 1987 Haukur Gunnarsson, ÍFR (frjálsar íþróttir) 1986 Haukur Gunnarsson ÍFR (frjálsar íþróttir) 1985 Ína Valsdóttir, Ösp (sund) 1984 Jónas Óskarsson, Völsungi (sund) 1983 Sigurður Pétursson Ösp (sund) 1982 Elísabeth Vilhjálmsdóttir, ÍFR (bogfimi) 1981 Arnór Pétursson, ÍFR (lyftingar) 1980 Sigurrós Karlsdóttir, Akur (sund) 1979 Edda Bergmann, ÍFR (sund) 1978 Arnór Pétursson, ÍFR (lyftingar) 1977 Hörður Barðdal, ÍFR (sund) Fréttir ársins 2015 Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Helgi Sveinsson úr Ármanni og Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR voru í dag valin íþróttafólk ársins 2015 hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Thelma Björg var að vinna þessi verðlaun þriðja árið í röð. Kjörinu var lýst í dag við viðhöfn á Radisson Blu Hóteli Sögu í Reykjavík en það hefur fyrir löngu skapast skemmtileg hefð fyrir því að hefja jólamánuðinn með því að verðlauna besta íþróttafólk fatlaðra á árinu sem er að líða. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem Helgi hlýtur nafnbótina og í þriðja sinn sem Thelma er kjörin.Thelma Björg setti 30 Íslandsmet á árinu, hún varð Norðurlandameistari í 400 metra skriðsundi og náði fimmta sætinu í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Glasgow. Thelma Björg var ekki viðstödd afhendinguna því hún er að keppa á móti í Póllandi þar sem hún er að reyna að ná lágmörkum á Ólympíumót fatlaðra í Ríó á næsta ári. Thelma Björg er aðeins önnur konan í sögunni til að vera útnefnd íþróttakona ársins hjá fötluðum oftar þrisvar sinnum eða oftar en hún er Kristín Rós Hákonardóttir sem hlaut nafnbótina tólf ár í röð frá 1995 til 2006.Helgi vann brons á heimsmeistaramótinu í spjótkasti í ár og setti þá heimsmeistaramótsmet í sínum flokki en þrír flokkar voru sameinaðir á HM. Helgi bætti einnig heimsmet Kínverjans Fu Yanlong á árinu og kastaði alls fjórum sinnum yfir gamla heimsmetinu á þessu ári.Íþróttafólk ársins úr röðum fatlaðra frá upphafi: 2015 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Helgi Sveinsson, Ármann (frjálsar) 2014 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir (sund) 2013 Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR (sund) og Helgi Sveinsson, Ármann (frjálsar) 2012 Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, ÍFR (frjálsar íþróttir) og Jón Margeir Sverrisson, Fjölnir (sund) 2011 Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður (sund) og Jón Margeir Sverrisson, Ösp/Fjölnir (sund) 2010 Erna Friðriksdóttir, Höttur Eglisstöðum (vetraríþróttir) og Jón Margeir Sverrisson, Ösp (sund) 2009 Sonja Sigurðardóttir, ÍFR (sund) og Eyþór Þrastarson, ÍFR (sund) 2008 Sonja Sigurðardóttir, ÍFR (sund) og Eyþór Þrastarson, ÍFR (sund) 2007 Karen Björg Gísladóttir, Fjörður (sund) og Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes (borðtennis) 2006 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2005 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2004 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Gunnar Örn Ólafsson, Ösp (sund) 2003 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Jón Oddur Halldórsson, Reynir Helliss. (frjálsar íþróttir) 2002 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Gunnar Ö. Ólafsson, Ösp (sund) 2001 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Bjarki Birgisson, ÍFR (sund) 2000 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Einar Trausti Sveinsson, Kveldúlfi (frjálsar íþróttir) 1999 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Geir Sverrisson, Ármanni (frjálsar íþróttir) 1998 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) og Pálmar Guðmundsson, ÍFR (sund) 1997 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1996 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1995 Kristín Rós Hákonardóttir, ÍFR (sund) 1994 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1993 Geir Sverrisson, Ármanni (frjálsar íþróttir) 1992 Ólafur Eiríksson, ÍFR (sund) 1991 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1990 Ólafur Eiríksson, ÍFR (sund) 1989 Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp (sund) 1988 Haukur Gunnarsson, ÍFR (frjálsar íþróttir) 1987 Haukur Gunnarsson, ÍFR (frjálsar íþróttir) 1986 Haukur Gunnarsson ÍFR (frjálsar íþróttir) 1985 Ína Valsdóttir, Ösp (sund) 1984 Jónas Óskarsson, Völsungi (sund) 1983 Sigurður Pétursson Ösp (sund) 1982 Elísabeth Vilhjálmsdóttir, ÍFR (bogfimi) 1981 Arnór Pétursson, ÍFR (lyftingar) 1980 Sigurrós Karlsdóttir, Akur (sund) 1979 Edda Bergmann, ÍFR (sund) 1978 Arnór Pétursson, ÍFR (lyftingar) 1977 Hörður Barðdal, ÍFR (sund)
Fréttir ársins 2015 Frjálsar íþróttir Sund Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira