Telur Rio Tinto tilbúið að stanga Landsvirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2015 21:00 Hótun um lokun álversins í Straumsvík beinist í raun að Landsvirkjun til að þrýsta á um lækkun orkuverðs. Þetta er mat markaðsráðgjafa sem unnið hefur fyrir álfyrirtæki og hann telur að stjórnendur Rio Tinto Alcan séu tilbúnir að standa við hótunina. Meðan sumir segja að hótunin um að loka álverinu hafi verið blöff telur ráðgjafi sem unnið hefur fyrir Norðurál, Viðar Garðarsson viðskiptafræðingur, að full ástæða sé til að taka mark á henni. Stórfyrirtæki eins og þetta setji ekki fram slíka hótun nema þau séu tilbúin að fylgja henni eftir. Grunnurinn sé þungur rekstur. Rekstrarskilyrði hafi versnað verulega eftir að Rio Tinto Alcan gerði nýjan orkusamning árið 2010. Undir þeim aðstæðum geti fyrirtækið ekki sætt sig við að greiða 30 prósent hærra verð heldur en systurfyrirtæki þess greiða í Noregi og Kanada.Viðar Garðarsson, viðskiptafræðingur og markaðsráðgjafi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Launasparnaður sem tekist var á um sé smáaurar miðað við stóru tölurnar sem liggi í orkusamningi við Landsvirkjun. Orkan hafi langmestu áhrifin þegar þurfi að spara. „Þannig að ég held að lykillinn í deilunni liggi ekki hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf heldur liggur hann hjá Landsvirkjun.“ Viðar segir að Rio Tinto sé í raun að þrýsta á Landsvirkjun. Þar sé raunveruleg deila undir niðri. Hann telur að ráðamenn Rio Tinto séu tilbúnir að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort kaupskylda á raforku haldi lokist álverið vegna vinnudeilu. Þeir hafi þegar metið áhættuna af slíkum málaferlum. Stjórnendur Rio Tinto Alcan séu tilbúnir að taka þann slag. „Í mínum huga er það engin spurning að þeir voru að sýna hornin og eru tilbúnir að stanga, ef á þarf að halda.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Býst við uppsögnum í álverinu Formaður vélstjóra og málmtæknimanna segir starfsandann sjaldan hafa verið verri. 4. desember 2015 13:45 Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30 Milljarðar frá Rio Tinto í Straumsvík til Rio Tinto í Sviss þrátt fyrir tap Kaupa súrál af móðurfélaginu og greiða fyrir einkaleyfi og fleira. 3. desember 2015 13:28 Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Guðmundur Ragnarsson segir ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. 2. desember 2015 17:24 Segir yfirgnæfandi líkur á að hótun um lokun álversins hafi verið blöff Ef orka álversins í Straumsvík yrði seld um sæstreng til Bretlands fengi seljandi á Íslandi minnst tuttugu milljarða króna hreinan hagnað á ári. 2. desember 2015 18:30 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hótun um lokun álversins í Straumsvík beinist í raun að Landsvirkjun til að þrýsta á um lækkun orkuverðs. Þetta er mat markaðsráðgjafa sem unnið hefur fyrir álfyrirtæki og hann telur að stjórnendur Rio Tinto Alcan séu tilbúnir að standa við hótunina. Meðan sumir segja að hótunin um að loka álverinu hafi verið blöff telur ráðgjafi sem unnið hefur fyrir Norðurál, Viðar Garðarsson viðskiptafræðingur, að full ástæða sé til að taka mark á henni. Stórfyrirtæki eins og þetta setji ekki fram slíka hótun nema þau séu tilbúin að fylgja henni eftir. Grunnurinn sé þungur rekstur. Rekstrarskilyrði hafi versnað verulega eftir að Rio Tinto Alcan gerði nýjan orkusamning árið 2010. Undir þeim aðstæðum geti fyrirtækið ekki sætt sig við að greiða 30 prósent hærra verð heldur en systurfyrirtæki þess greiða í Noregi og Kanada.Viðar Garðarsson, viðskiptafræðingur og markaðsráðgjafi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Launasparnaður sem tekist var á um sé smáaurar miðað við stóru tölurnar sem liggi í orkusamningi við Landsvirkjun. Orkan hafi langmestu áhrifin þegar þurfi að spara. „Þannig að ég held að lykillinn í deilunni liggi ekki hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf heldur liggur hann hjá Landsvirkjun.“ Viðar segir að Rio Tinto sé í raun að þrýsta á Landsvirkjun. Þar sé raunveruleg deila undir niðri. Hann telur að ráðamenn Rio Tinto séu tilbúnir að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort kaupskylda á raforku haldi lokist álverið vegna vinnudeilu. Þeir hafi þegar metið áhættuna af slíkum málaferlum. Stjórnendur Rio Tinto Alcan séu tilbúnir að taka þann slag. „Í mínum huga er það engin spurning að þeir voru að sýna hornin og eru tilbúnir að stanga, ef á þarf að halda.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Býst við uppsögnum í álverinu Formaður vélstjóra og málmtæknimanna segir starfsandann sjaldan hafa verið verri. 4. desember 2015 13:45 Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04 Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30 Milljarðar frá Rio Tinto í Straumsvík til Rio Tinto í Sviss þrátt fyrir tap Kaupa súrál af móðurfélaginu og greiða fyrir einkaleyfi og fleira. 3. desember 2015 13:28 Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Guðmundur Ragnarsson segir ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. 2. desember 2015 17:24 Segir yfirgnæfandi líkur á að hótun um lokun álversins hafi verið blöff Ef orka álversins í Straumsvík yrði seld um sæstreng til Bretlands fengi seljandi á Íslandi minnst tuttugu milljarða króna hreinan hagnað á ári. 2. desember 2015 18:30 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Býst við uppsögnum í álverinu Formaður vélstjóra og málmtæknimanna segir starfsandann sjaldan hafa verið verri. 4. desember 2015 13:45
Rannveig Rist segir löngu tímabært að fá niðurstöðu í kjaraviðræðurnar "Deilan snýst um þá staðreynd að ISAL situr ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna,“ segir forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi. 2. desember 2015 11:04
Tæki Landsvirkjun 4-6 ár að fá nýja orkukaupendur Það tæki Landsvirkjun fjögur til sex ár að fá nýja kaupendur að allri raforkunni, ef álverinu í Straumsvík yrði lokað, að mati sérfræðings um orkumarkaðinn. 30. nóvember 2015 21:30
Milljarðar frá Rio Tinto í Straumsvík til Rio Tinto í Sviss þrátt fyrir tap Kaupa súrál af móðurfélaginu og greiða fyrir einkaleyfi og fleira. 3. desember 2015 13:28
Formaður VM um Rio Tinto: „Hroki þeirra og framganga er ný fyrir okkur“ Guðmundur Ragnarsson segir ákvörðun samninganefndar starfsmanna ÍSAL um að aflýsa verkfalli hafi verið það eina rétta sem hægt var að gera eins og viðræðurnar þróuðust. 2. desember 2015 17:24
Segir yfirgnæfandi líkur á að hótun um lokun álversins hafi verið blöff Ef orka álversins í Straumsvík yrði seld um sæstreng til Bretlands fengi seljandi á Íslandi minnst tuttugu milljarða króna hreinan hagnað á ári. 2. desember 2015 18:30