Franski framherjinn Antonio Griezmann er sjóðheitur þessa dagana en hann skoraði annað mark Atletico Madrid í 2-0 sigri á Granada í spænska boltanum í kvöld.
Griezmann hefur nú skorað í þremur leikjum í röð og Atletico hefur unnið alla þessa þrjá leiki en Madrídar-liðið er að eltast við Barcelona á toppi deildarinnar.
Miðvörðurinn sterki Diego Godín skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu eftir sendingu frá Koke en Griezmann gerði endanlega út um leikinn með öðru marki Atletico á 76. mínútu.
Fín upphitun fyrir leikmenn Atletico Madrid sem eiga leik gegn Benfica á þriðjudaginn í Meistaradeild Evrópu en jafntefli dugar liðinu til þess að tryggja sér toppsæti C-riðilsins.
Griezmann skoraði þriðja leikinn í röð í sannfærandi sigri
Kristinn Páll Teitsson skrifar
