„Þetta er versti vindur sem hefur komið hérna í 20-25 ár“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. desember 2015 20:35 „Þetta er versti vindur sem hefur komið hérna í 20-25 ár,“segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörgu, sem er með einföld skilaboð til landsmanna. „Fyrst og fremst að hlíða fyrirmælum,“ segir hann.Vont veður er búið að vera nær alla vikuna og hafa ítrekaðar viðvaranir borist frá lögreglu og fleirum um að fólk gæti að sér. Jónas segir að það hafi virkað. „Það er ekki að ástæðulausu að það gekk svona vel í síðustu viku þegar vindurinn reið yfir, fólk var heima,“ segir hann. Veðrið á morgun á hins vegar að verða verra en við höfum séð síðustu daga.Versti bylur í áraraðir Veðurstofa Íslands hefur varað við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld, fyrst sunnanlands. Fárviðrið skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú á morgun og er spáð meðalvindraða upp á 30 metra á sekúndu. Bylurinn gæti orðið sá versti í áraraðir og almannavarnir búast við rafmagns- og fjarskiptatruflunum. Búast má við því að veðrið á morgun verði mun verra en það hefur verið síðustu daga.vísir/auðunnAlmannavarnir hafa beðið íbúa Suðurlands um að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu eftir klukkan eitt eftir hádegi á morgun og íbúar í öðrum landshlutum, höfuðborgarsvæðinu þar með töldu, eftir klukkan fimm síðdegis. Ferðaþjónustan fengið sérstakar tilkynningar Jónas segir að skilaboðum hafi verið komið til allra ferðaþjónustufyrirtækja á landinu. „Við erum líka að biðja ferðaþjónustuaðila um allt land að tala við ferðamennina,“ segir hann. „Það er búið að senda tilkynningar á öll ferðaþjónustufyrirtæki, biðja þau að prenta hana út, tala við sína ferðamenn og segja þeim að þetta sé glórulaust, „núna verður þú bara hjá mér og færð einhverjar jólasmákökur og hefur það gott“,“ segir hann. Vísir mun flytja lesendum fréttir af veðrinu og helstu upplýsingar allan daginn á morgun. Veður Tengdar fréttir Viðvörun vegna fárviðris: „Glórulaus bylur“ í aðsigi Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld 6. desember 2015 13:13 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
„Þetta er versti vindur sem hefur komið hérna í 20-25 ár,“segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörgu, sem er með einföld skilaboð til landsmanna. „Fyrst og fremst að hlíða fyrirmælum,“ segir hann.Vont veður er búið að vera nær alla vikuna og hafa ítrekaðar viðvaranir borist frá lögreglu og fleirum um að fólk gæti að sér. Jónas segir að það hafi virkað. „Það er ekki að ástæðulausu að það gekk svona vel í síðustu viku þegar vindurinn reið yfir, fólk var heima,“ segir hann. Veðrið á morgun á hins vegar að verða verra en við höfum séð síðustu daga.Versti bylur í áraraðir Veðurstofa Íslands hefur varað við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld, fyrst sunnanlands. Fárviðrið skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú á morgun og er spáð meðalvindraða upp á 30 metra á sekúndu. Bylurinn gæti orðið sá versti í áraraðir og almannavarnir búast við rafmagns- og fjarskiptatruflunum. Búast má við því að veðrið á morgun verði mun verra en það hefur verið síðustu daga.vísir/auðunnAlmannavarnir hafa beðið íbúa Suðurlands um að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu eftir klukkan eitt eftir hádegi á morgun og íbúar í öðrum landshlutum, höfuðborgarsvæðinu þar með töldu, eftir klukkan fimm síðdegis. Ferðaþjónustan fengið sérstakar tilkynningar Jónas segir að skilaboðum hafi verið komið til allra ferðaþjónustufyrirtækja á landinu. „Við erum líka að biðja ferðaþjónustuaðila um allt land að tala við ferðamennina,“ segir hann. „Það er búið að senda tilkynningar á öll ferðaþjónustufyrirtæki, biðja þau að prenta hana út, tala við sína ferðamenn og segja þeim að þetta sé glórulaust, „núna verður þú bara hjá mér og færð einhverjar jólasmákökur og hefur það gott“,“ segir hann. Vísir mun flytja lesendum fréttir af veðrinu og helstu upplýsingar allan daginn á morgun.
Veður Tengdar fréttir Viðvörun vegna fárviðris: „Glórulaus bylur“ í aðsigi Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld 6. desember 2015 13:13 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Viðvörun vegna fárviðris: „Glórulaus bylur“ í aðsigi Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld 6. desember 2015 13:13