Nýr Land Rover Defender árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 10:12 Land Rover Defender. Í næsta mánuði verða síðustu eintökin af núverandi gerð Land Rover Defender smíðuð. Land Rover er ekki tilbúið með arftaka hans og mun ekki hefja framleiðslu hans fyrr en árið 2018. Sá bíll mun eiga fátt sameiginlegt með núverandi gerð Defender, enda er hann orðinn æði úreltur bíll, enda er það einmitt ástæðan fyrir því að smíði hans verður hætt. Hann uppfyllir ekki þá staðla sem Evrópusambandið setur bílaframleiðendum hvað varðar mengun og því má segja að Land Rover hafi verið gert að hætta smíði hans. Nýr Land Rover á að verða staðsettur milli gerðanna Discovery og Range Rover hvað varðar íburð og verð. Engu að síður á bíllinn að verða grófgerður eins og forverinn. Land Rover áætlar að selja 100.000 eintök af nýjum Defender á ári og ætlar að smíða hann í 5 mismunandi útfærslum. Þrjár gerðir hans verða tveggja hurða og ein þeirra pallbíll. Ein gerð hans verður lengdur og með fjórar hurðir og ein gerðin pallbíll með fjórum hurðum. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent
Í næsta mánuði verða síðustu eintökin af núverandi gerð Land Rover Defender smíðuð. Land Rover er ekki tilbúið með arftaka hans og mun ekki hefja framleiðslu hans fyrr en árið 2018. Sá bíll mun eiga fátt sameiginlegt með núverandi gerð Defender, enda er hann orðinn æði úreltur bíll, enda er það einmitt ástæðan fyrir því að smíði hans verður hætt. Hann uppfyllir ekki þá staðla sem Evrópusambandið setur bílaframleiðendum hvað varðar mengun og því má segja að Land Rover hafi verið gert að hætta smíði hans. Nýr Land Rover á að verða staðsettur milli gerðanna Discovery og Range Rover hvað varðar íburð og verð. Engu að síður á bíllinn að verða grófgerður eins og forverinn. Land Rover áætlar að selja 100.000 eintök af nýjum Defender á ári og ætlar að smíða hann í 5 mismunandi útfærslum. Þrjár gerðir hans verða tveggja hurða og ein þeirra pallbíll. Ein gerð hans verður lengdur og með fjórar hurðir og ein gerðin pallbíll með fjórum hurðum.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent