Michael Phelps heldur áfram að bæta sig í undirbúningi sínum fyrir ÓL í Ríó næsta sumar.
Hann gerði það verulega gott á vetrarmóti bandaríska sundsambandsins um helgina þar sem hann vann þrjú gull á þremur dögum.
Þessi átjánfaldi verðlaunahafi frá ÓL hefur sýnt stöðugar bætingar á undanförnum misserum og virðist vera að nálgast sitt fyrra form þó svo hann hafi tekið sér langt frí og í raun verið hættur.
Þó svo Phelps hafi haft nokkra yfirburði í sínum greinum að þá var hann nokkuð frá sínum bestu tímum. Hann er þó á réttri leið og enn er langt í sjálfa Ólympíuleikana þar sem hann ætlar sér að toppa á ný og henda svo skýlunni endanlega inn í bílskúr.
