Manchester United verður án Wayne Rooney og Morgan Schneiderlin í leiknum mikilvæga gegn Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.
United er með átta stig í B-riðli og þarf sigur gegn þýsku bikarmeisturunum til að vera öruggt með sæti sér sæti í 16-liða úrslitunum.
Þeir verða þó að gera það án Rooney og Schneiderlin sem eru báðir á sjúkralistanum ásamt Ander Herrera, Marcos Rojo, Antonio Valencia, Phil Jones og Luke Shaw.
Rooney, sem hefur skorað fjögur mörk í Meistaradeildinni í vetur, meiddist á ökkla í 1-1 jafnteflinu gegn Leicester City og missti þ.a.l. af markalausa jafnteflinu við West Ham á laugardaginn. Schneiderlin var í byrjunarliði United gegn West Ham en fór af velli í hálfleik sökum meiðsla í mjöðm.
Sem áður sagði fer United áfram og vinnur riðilinn með sigri í Wolfsburg. Á sama tíma tekur PSV Eindhoven á móti CSKA Moskvu.
Hollensku meistararnir eru einu stigi á eftir United í 3. sætinu en verði liðin jöfn að stigum fer PSV áfram sökum betri árangurs í innbyrðisviðureignum liðanna.
United vann fyrri leikinn gegn Wolfsburg með tveimur mörkum gegn einu. Juan Mata (víti) og Chris Smalling skoruðu mörkin.
Rooney og Schneiderlin ekki með Man Utd í Wolfsburg
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti